Sagnir - 01.04.1988, Side 26

Sagnir - 01.04.1988, Side 26
íhaldssemi: Böl eða blessun? Færeyjar: Kræklingur var bannvara Þegar fiskveiðar Færeyinga eru skoðaðar sést að þær hafa ekki allt- af skipt svo miklu máli, fyrir Færey- inga, og þær gera nú. Á 18. öld voru fiskafurðir ekki eins mikilvæg út- flutningsvara og þær urðu um miðja 19. öldina. Þegar litið er á tölur, þessu til staðfestingar, kemur í Ijós að útflutningshlutdeild fiskafurða var: 1712-21 5,2%, 1767-76 1,25%, 1792-1802 5,8% og 1841-50 19,3%.6 Það hefur verið viðtekin venja að kenna einokunarversluninni um þessa litlu hlutdeild fisks í útflutn- ingi Færeyinga. Þessi skoðun kemur berlega í ljós hjá Erlendi Paturssyni, en hann segir: Við afnám erlendu einokunar- verslunarinnar um miðja 19. öld var færeyska samfélagið leyst úr aldagömlum fjötrum. Nýtt tímabil í sögu landsins og fólksins tók við. Verslunarfrelsið ruddi braut- ina fyrir og var undirstaða þeirra framfara sem þá hófust og hafa staðið fram á okkar tíma.7 Þessi söguskoðun hefur einnig verið ríkjandi hvað varðar einokun- ina á íslandi og var algeng í kennslu- bókum til skamms tíma. Það hefur þó verið tilhneiging til þess hjá sum- um að leita orsaka víðar og Anton Degn heldur því fram í riti sínu; Oversigt over Fiskeriet og Monopol- handelen paa Fœroerne, að aðrar orsakir kunni að hafa skipt fullt eins miklu máli og einokunin.8 Hér á eft- ir er það ætlunin að líta nánar á rit Degns og þær orsakir sem hann tel- ur að hafi kreppt að fiskveiðum og verkun á einokunartímabilinu í Fær- eyjum. Það getur verið athyglisvert að athuga hvort þær orsakir sem Degn telur að hafi hindrað vöxt fisk- veiða, ásamt einokuninni, geti átt við hér á íslandi á samsvarandi tímabili. í Færeyjum voru verulegar höml- ur lagðar á giftingar hjúa, þ.e.a.s. krafist var ákveðinnar eignar svo tryggt væri að hjón hefðu til hnífs og skeiðar. Þessi lög voru sett 1777.!) Á íslandi hélst giftingarhlutfall óvenju lágt fyrir 1900, vegna jarðnæðisleys- is og þess valds sem bændur og landeigendur höfðu.10 Það líkist að nokkru leyti íslenskum háttum við fiskveiðar, að í Færeyjum var það skylda manna að leggja til vinnuafl á stærri báta.11 Þessar skipsróðrar- kvaðir voru þekktar á íslandi, en þó tók að draga út þeim á 18. öld.12 Vistarbandið varð til þess að halda stöðugleika í samfélaginu, það skapaði bændum kost á ódýru og stöðugu vinnuafli sem tilbúið var að vinna fyrir þá að ullarvinnu og sjó- róðrum. Því voru allar breytingar á samfélagsmunstrinu nær ómögu- legar. Tökum sem dæmi krækling- inn — hann var bannaður, þó svo að hann sé mjög góður til beitu. Er- lendur Patursson segir frá ferð þriggja Færeyinga sem fóru til Suðureyja og kynntust þarlendri fiskveiði og vinnsluháttum. Um við- brögðin heima fyrir segir Erlendur, að langur tími hafi liðið þar til at- vinnulífið hafi vaknað af þeim dvala og þeirri kyrrstöðu sem það var í.l:i Það er því Ijóst að það var ekki nóg að kynnast nýjum háttum, það varð að koma til hægfara þróun, og/ eða það ástand varð að skapast sem neyddi fólk til þess að taka upp breytta hætti. Hér að framan hef ég aðeins getið andstöðu við að beita kræklingi, en þegar fyrst voru gerðar tilraunir til þess að nota línu við fiskveiðar í Færeyjum, um miðja 19. öldina, kom fram enn kröftugri andstaða: Það veiddist mjög vel á línuna. En hafi andstaðan gegn lóðaveiði og nýju agni verið mikil, þá varð hún enn meiri þegar línan kom til sögunnar. Lóðaveiðimennirnir sögðu að línan eyðilegði veiðar á lóðin. Þeir héldu því jafnvel fram að hún eyddi fiskinum og kölluðu línuna skaðræðisgrip.14 Við þekkjum svona viðbrögð, gagnvart nýjum veiðiskap, einnig úr íslenskri sögu og því er freistandi að álykta sem svo, að þetta hafi ver ið frekar regla en undantekning, hvað varðar breytingar í gamalgrón- um bændasamfélögum. Hér að framan hef ég aðeins reynt að sýna fram á það, að ófullkomin veiðitækni hafi getað stafað af hræðslu við breytingar. Um þátt áhættuhræðslunnar á þróun ís- lenska samfélagsins fjallar Gísli Gunnarsson í doktorsritgerð sinni.15 Það er ekki við því að búast að sam- félög þar sem lífið einkenndist af stöðugri glímu við hungurvofuna, færu að taka áhættu. Þetta gat verið spurning um líf eða dauða og ef hægt var að framfleyta sér og sínum með aldagömlum aðferðum, var ekki Fœreyingar hafa uarðveitt menningu sina á mörgum suiðum, sbr. þjóðbúninga og dansa. 22 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.