Sagnir - 01.04.1988, Síða 32

Sagnir - 01.04.1988, Síða 32
Innlifunarkenning Collingwoods viðkomandi heldur að sá hafi hugsað. Að mínu viti er rökstuðn- ingur Collingwoods ekki nægjan- lega sannfærandi. Mér virðist að hann hefði getað komist hjá því að nota endurhugsun eins og er lýst að ofan. Einfaldara hefði verið að sleppa því og einbeita sér algerlega að inn- lifun sögunnar, sem eins konar hug- arástandi þar sem sagnfræðingur- inn beitir allri þekkingu sinni á við- fangsefnið og reynir að hefja sig yfir það, eða sjá skóginn fyrir trjánum. Hér beitir sagnfræðingurinn fyrst og fremst eigin hugsunargetu með þekkingu sinni og ákveðnum sköp- unarhæfileika. Þessi möguleiki er opinn í verki Collingwoods og hann notar hann, en skerpir ekki línurnar á milli hreinnar endurhugsunar og innlifunar (mögulega má kenna um enskri tungu en hugtök Collingwoods heita gjarnan „re-enact, re-think o.s.frv.) Til að skýra þetta nánar skulum við taka dæmi frá Collingwood sjálfum: í riti Suetoniusar kemur fram að Neró hafi hugsað sér að innlima Bretland, en sagnaritarinn Tacitus minnist ekki á þetta. Collingwood segir að hann af- greiði fullyrðingu Suetoniusar sem ranga, ekki vegna þess að hann treysti Tacitusi betur heldur af því að fullyrðing Suetoniusar er á skjön við alla stefnu Nerós eins og Coll- ingwood hefur skapað sér mynd af henni. Fullyrðingin passar þannig ekki við þann grunn eða tilfinningu sem hann hefur fyrir tímabili Nerós og stöðu Bretlands. Hins vegar mætti velta fyrir sér ástæðum þess að Suetonius heldur þessu fram og nota þannig fullyrðinguna á nýjan Tilvísanir I Encydopædia Britanica, vol. 6. Chi- cago 1966, 58-59; Collingwood R. G.: The idea of History. Oxford 1961, formáli sem T.M. Knox ritaði. hátt, t.d. mætti spyrja hvort valdhaf- ar á tímum Suetoniusar hefðu haft áhuga á að innlima Bretland og því væri þessi fullyrðing áróður (??).7 Það má taka annað dæmi, sem er meginefni síðasta kaflans í bók Collingwoods The Idea of History, en þar ræðir hann um hvað söguleg framþróun (historical progress) merki. Hann er með tilbúið dæmi um fiskveiðisamfélag, þar sem eldri kynslóðin hefur vanist tækni sem gerir henni kleift að veiða fimm fiska á dag. Yngri kynslóðin kemur fram með nýjung sem gerir það að verkum að aflinn tvöfaldast. Venju- lega kallaðist þetta framþróun en hins vegar nefnum við það afturför ef unga kynslóðin hefði farið að safna rótum. En eldri kynslóðin sem hefur veitt sína fimm fiska á dag og lifað af, þótt stundum hafi verið þröngt í búi, lítur á nýbreytni ungu kynslóðarinnar sem öfugþróun, enda skapast nú allt aðrar aðstæður og ný vandamál. Hvað á t.d. að gera við aflann sem íbúarnir torga ekki sjálfir? Æskan telur tækninýjungina á hinn bóginn vera stórkostlega bót sem auki velmegun og öryggi. Nú á sagnfræðingur að dæma um hvort þessi nýja tækni hafi haft í för með sér framþróun. Hér sem áður verður sagnfræðingurinn að skoða innhverfuna, kanna þau mannlegu verðmæti sem tapast eða ávinnast. Collingwood kemst að þeirri niðurstöðu að einungis þegar nýja aðferðin nýtir sér þá þekkingu og visku sem hin gamla hafði áunnið sér með reynslunni og bæti síðan einhverju við, þá sé hægt að tala um framþróun.” 2 Collingwood, 234-238, 257-261. 3 Collingwood, 269-274, 278-282. 4 Fischer, D.H.: Historian's Fallacies. London 1971, 3^10. Er innlifunin tilfinning? Til að svara þessari spurningu skul- um við líta á hvað Collingwood seg- ir um „sögulegt-ímyndunarafl". Það er þetta ímyndurafl sem gerir manninum kleift að raða saman brotum, tengja ólíka hluti, finna or- sakir og afleiðingar og draga þannig upp heildstæða mynd af veruleikan- um. Mér virðist reyndar að ekki sé nauðsynlegt að kynna þetta hugtak „sögulegt-ímyndunarafl“, nægilegt sé að nota áfram innlifunarhugtakið. Við skulum kanna hvað hugtakið innlifun merkir í heimspeki Colling- woods. Samkvæmt þessum tveim ofangreindum dæmum þá virðist innlifun þýða það að ná tökum á innhverfunni. í því felst að fá tilfinn- ingu fyrir heildinni, hafa í huga sér eitthvert form sem hinir einstöku at- burðir verða að falla inn í, eða með öðrum orðum að finna röklegt sam- hengi í sögunni. Innlifun hlýtur líka að eiga við hina einstöku atburði og þar merkir innlifun að setja sig í spor genginna kynslóða, lifa sig inn í hugarheim þeirra og tilfinningar. Sagnfræðingi er að sjálfsögðu ekki fært að gera þetta nema hann hafi mikla sögulega þekkingu fyrir. Innlifun hans er tæki í rannsókninni og síðar skýringum á sögunni. Hinn almenni lesandi getur hrifist með sagnfræðingnum, fengið sömu tilfinningu og hann, og öðlast nýjan skilning á sögunni eða lifað sig inn í hana. Ef þannig tekst til hefur sagnfræðingurinn veitt lesanda sín- um hluldeild í sögunni og gefið honum þannig dýrmæta gjöf. 5 Collingwood, (t.d.) 247-249. 6 Collingwood, 213-217, 282-315. 7 Collingwood, 244-245. 8 Collingwood, 324-326. 28 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.