Árbók Reykjavíkurbæjar - des. 1941, Síða 196
182
sín um, að fá verkfræðing sendan upp. Varð
þá úr, að hingað var sendur verkfræðingur
sumarið 1857, Fischer að nafni. Fischer taldi,
að aflokinni rannsókn, að lokuð höfn myndi
kosta um 50 þús. rd. -— Haustið 1857 fórst
póstskipið „Sölöven“ (undir Svörtuloftum). Á
öndverðu árinu 1858 var samið við útgerðar-
mann C. P. A. Koch um póstsamgöngur við
útlönd. Hófust nú póstferðir (6 á ári) með
gufuskipi („Arcturus"). Árið 1860 lagði Koch
til, að hér yrði byggð hafnarbryggja, er talið
var að myndi kosta um 5000 rd. 1 bréfi til
stjórnarinnar, dags. 26. okt. 1859, réði stiftamt-
maður, samkv. yfirlýsingu frá verzlunarmönnum
bæjarins, eindregið frá, að farið væri eftir til-
lögu Kochs. Hins vegar mælti stiftamtmaður
kröftuglega með útvegun ríkisstyrks til að
byggja hér hafnarkví. Hafði hann þegar í bréfi
til stjómarinnar, 14. nóv. 1857, borið fram til-
lögur þar að lútandi. Fengist styrkurinn ekki,
mælti stiftamtmaður þó með því 1859, að látið
yrði nægja að byggja heppilega bryggju. Dóms-
málaráðuneytið tilkynnti 20. april 1860, að það
gæti á hvoruga tillöguna fallizt. Taldi ráðun.
sig þurfa að fá álit hafnamefndar um bryggj-
una, áður en hægt væri að taka afstöðu til þess
máls. Hins vegar mun kostnaðurinn við bygg-
ingu lokaðrar hafnar hafa vaxið stjóminni í
augum. — Þegar á næsta ári gat stjórnin bent
á leið, sem til bráðabirgða leysti hið opinbera
frá frekari aðgerðum í hafnarmálinu. 1 bréfi til
stiftamtmanns, dags. 5. júlí 1861, tilkynnti dóms-
málastjómin, að kaupm. J. C. Knudtzon og C. F.
Siemsen hefðu skriflega boðið hinu opinbera
ókeypis afnot af skipabryggjum þeirra. Áður
hafði W. Fischer kaupm. boðið slík afnot af
bryggju, er hann hafði látið gera, gegn 50 rd.
gjaldi árlega í viðhaldskostnað. 1 ofannefndu
bréfi ráðuneytisins er stiftamtmanni i sjálfs-
vald sett, hvort þvi tilboði yrði tekið. Leið nú
all-langur tími, þangað til hafnarmálinu væri
hreyft aftur af alvöru, en eftir það áttu fram-
kvæmdimar enn langan aðdraganda. — Árið
1896 fóm kaupm. og verzlunarstj. bæjarins þess
á leit við hafnam. og bæjarstj., með bréfi dags.
7. febr., að hingað yrði fenginn áreiðanlegur
hafnarvirkjafræðingur, til að gera áætlun um
kostnað við hæfilega hafnarkví, sem betur
myndi fullnægja þörfum bæjarins en hafskipa-
bryggja. Hafnarstj. kom þessari málaleitan á
framfæri við landsstjómina, sem útvegaði hing-
að verkfræðing frá Kaupmannahöfn, Paulli að
nafni. Árið 1877 hafði annar verkfræðingur
(Rothe) verið fenginn í sama skyni. Paulli rann-
sakaði höfnina og hafnarstæði hér sumarið 1896.
Lagði hann til, að byggð yrði lokuð, vatnsheld
skipakví, 18 feta djúp (frá Zimsens-bryggju
vestur að bryggju Geirs Zoega), er skip fæm
inn í og út úr við flóð. Utan um kvina átti að
byggja tvo bogadregna skjólgarða, annan út frá
Grandabótinni, en hinn frá Batteriinu, með 250
feta breiðu innsiglingaropi. Var áætlað að mann-
virki þetta myndi kosta um 4,6 milj. kr. Bæjar-
stjóm og hafnam. treystust ekki til að leggja
út í svo kostnaðarsamt fyrirtæki, og féll hafn-
armálið niður um hríð. — Árið 1905 var málið
aftur tekið fyrir af bæjarstjórn, sömuleiðis að
undirlagi kaupmanna. Á fundi 7. des. fól hún
hafnarn. að útvega hæfan sérfræðing í hafnar-
málum, frá Noregi eða Skotlandi, til að rann-
saka hafnarsvæðið á ný, og koma fram með til-
lögur. Nefndin sneri sér til hafnarstj. Kristianíu,
Gabriel Smith. Kom hann hingað sjálfur sumar-
ið 1906. Að aflokinni rannsókn lagði hann fram,
á bæjarstjórnarfundi 24. ágúst 1906, bráða-
birgða-álit. Taldi hann heppilegast að hækka
grandann út í Örfirisey, byggja garð þaðan í
áttina til Batteriisins og annan á móti frá
Batteriinu, þannig að hæfilegt innsiglingarop
myndaðist á milli þeirra. Bæjarstjórnin féllst á
þessa tilhögun, og samþ. á fundinum, að fá frá
hafnarstjóranum nákvæma áætlun um hafnar-
byggingu á þeim gmndvelli. — Nákvæm áætlun
um hafnarbygginguna frá Gabriel Smith, ásamt
teikningum og fylgiskjölum, lá fyrir í árslok
1909 (dags. í Kristianíu í nóv.). Áætlanimar
voru tvær. Kostnaðurinn samkv. hærri áætl.
var 1602 þús. kr., en þeirri lægri 852 þús. kr.
Hærri áætlunin var gerð á þeim grundvelli, er
að ofan er lýst, og gert ráð fyrir 180 m. breiðu
innsiglingaropi. Lægri áætlunin var miðuð við
sams konar garð eftir grandanum út í Örfirisey
og i hærri áætluninni, en styttri garð í austur
frá Örfirisey, og að garðinum frá Battariinu
var sleppt. — Hafnarnefnd lagði fram skrif-
lega greinargerð um hafnarmálið, dags. 30. des.
1910 (undirrituð: Páll Einarsson, Jón Þorláks-
son og Tryggvi Gunnarsson). Greinargerðin er
í tveimur köflum: 1. Nefndarálit i hafnarbygg-
ingamáli Reykjavikur. 2. Frumvarp til hafnar-
laga fyrir Reykjavík. Nefndin lagði mjög ein-
dregið til í áliti sinu, að reynt yrði að hrinda
hafnarbyggingarmálinu í framkvæmd á grand-
velli hærri áætlunar G. S. Færðu nefndarmenn
fram mörg þungvæg rök fyrir mikilvægi hafn-
arinnar, ekki aðeins fyrir Reykjavík, heldur
landið í heild. Töldu þeir að höfnin myndi mjög
efla innlenda verzlun og iðnaðarstarfsemi, en
mesta þýðingu myndi hún hafa fyrir efling
fiskveiðanna, er auka mætti ,,takmarkalaust“.
— Með tilliti til mikilvægi hafnarinnar fyrir
landið, taldi nefndin hæfilegt, að landssjóður
legði fram helming hins áætlaða byggingar-
kostnaðar, eða 800 þús. kr. Var í framvarpi til
hafnarlaga gert ráð fyrir þeim styrk. Þá gerði
nefndin uppkast að kostnaðaráætlun fyrir höfn-
ina, þar sem miðað er við 800 þús. kr. stofn-
kostnað, og áttu árleg útgjöld samkv. því að
vera 67 þús. kr. Tekjur hafnarinnar þurftu því
að nema þeirri upphæð. Nefndin ætlaðist til að