Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 10
TILLAGA „VJE"
Arkitekt: Gunnlaugur Halldórsson
Preludium
Við breytingar á Tjörninni og
svæðinu umhverfis hana ber einkum
að gæta þess, að varðveita það, sem
er oss kærast og einkum einkennir
þennan eftirlætisstað Reykvíkinga.
Fáir mundu vist fagna því ef í stað
Tjarnarinnar væru komnir grasi
grónir vellir, og þó unnum við víst öll
gróðrinum. Nei það er að mínu viti
hið lifandi og fjölskrúðuga samband
gróðurs og vatns, sem hænir að sér
fuglana og veitir okkur stundar
gleymsku frá striti daglegs lífs.
Þar sem mætast asfalteraðir vegir
og vatn erum vér aðeins áhorfendur
— en þegar vér stöndum í gróður-
lundi á Tjarnarbakkanum erum vér
þátttakendur og njótum náttúrunnar.
Þetta er einkum sagt til þess að
beina athyglinni að því, hversu rangt
er að farið norðan Skothússvegar.
Gróðurinn er auðvitað góðra gjalda
verður hvar sem hann er, en honum
hefur verið bægt frá vatninu og veg-
urinn skilur á milli. Hið ófrjóa sam-
band vegar og vatns veitir oss enga
ánægju, og því hefur það verið mark-
mið mitt með þessum tillögum að
stuðla að lífrænna sambandi Tjarn-
arinnar við umhverfi sitt.
Skipulag
Nauðsynlegt er að athuga nokkuð
skipulag bæjarins, þegar rætt er um
framtíðarbúning Tjarnarinnar.
Augljóst er, að greitt samband
verður að vera milli austur- og vestur-
bæjarhlutanna, og mikill hluti þeirr-
ar umferðar á ekkert erindi um mið-
bæjar- og tjarnarsvæðið, ef á öðru er
völ. Hringbrautin hefur stórbætt þetta
ástand og á eftir að létta mun meira á
miðbænum. Sama gegnir annars veg-
ar um Strandveg Skerjafjarðar og
hins vegar um Tryggvagötu og hafn-
arsvæðið.
Þá er það skoðun mín, að til bóta
væri að draga úr umferð hinna
mörgu og ónauðsynlegu smágatna
miðbæjarins, er tefja og þjappa sam-
an umferðinni, mætti nefna Pósthús-
stræti og Templarasund o. fl., til bóta
væri að leggja niður alla bifreiðaum-
ferð um þær götur og ef til vill fleiri,
er að ónauðsynlegu dreifa umferð og
teygja miðbæinn — en því er þess
getið hér, að það mundi létta nokkuð
á umferð meðfram Tjörninni.
Þá er það Skothúsvegurinn, sem að
vísu hefur nokkru umferðarhlutverki
að gegna, en Hringbrautin hefur nú
að mestu tekið við því, og mun gera í
ríkara mæli. Tel ég misráðið að fram-
lengja Skothússveginn til austurs, þar
sem hið þrönga og ruglingslega
gatnakerfi Þingholta er ekki fært um
að taka við aukinni umferð — og
heldur ekki æskilegt að beina þangað
gegnumakstri.
Skothússvegurinn er til stórlýta og
truflunar á tjarnarsvæðinu. Ef bæta
ætti úr um útlit hans, þyrfti að taka
uppfyllinguna og gera létta bogabrú
(smáboguni) og til muna mjórri en
þá, sem nú er, ef útlitið á nokkru um
að ráða. Einsýnt er af þessu, að þó
nokkurt gagn sé enn að Skothússveg-
inum, hefur hann að mestu lokið hlut-
verki sínu. Hann lýtir Tjörnina og
dreifir umferðinni verr en skyldi.
Margur mun þó sjálfsagt sakna
þess að geta ekki gengið um þessar
slóðir. Ég hef því kosið að gera hólma
úr fyllingunni með léttum bogabrúm
úr tré á milli -— fyrir gangandi fólk.
(í hólmum og á gróðursvæðum hugs-
ast gerð 1—2]A m „hæðadrög“ til
skjóls.)
Byggingaruar og skipulag
við Tjörnina
Samkvæmt ofanskráðri prédikun
ættu víst engar byggingar að vera um-
hverfis Tjörnina, en ég hef fallið fyrir
freistingunni — það er heldur ekki
um marga staði að ræða, þegar koma
skal fyrir ráðhúsi, nýju Alþingishúsi
o. fl., en húsin, sem fyrir eru, eru flest
timburhús og því hægt að flytja þau
úr stað.
Við norðurenda Tjarnarinnar á
lóð I. 0. G. T. geri ég ráð fyrir, að
byggt verði nýtt þinghús með skrif-
stofuálmu milli þinghúsanna.
I brekkunni milli Tjarnargötu og
Suðurgötu er komið fyrir fjórum há-
um byggingum, gætu verið skrifstof-
ur ríkis og bæjar, eða bæjarins ein-
ungis, í tveimur þeirra og hinar tvær
gistihús og heimilið Hallveigarstaðir,
en þá mundi ráðhúsið sjálft einkum
gegna representativu hlutverki.
Við suðurenda þessa svæðis er gert
ráð fyrir allstórri byggingu og ráð-
hús haft í huga, en ef því skyldi val-
inn annar staður, t. d. á barnaskóla-
lóðinni, kæmi til greina að ætla það
svæði undir bústað forseta Islands, en
gera verður ráð fyrir, að höfuðstaðn-
um sé bæði skylt og ljúft að hafa stað
á takteinum undir forsetabústað. Geri
ég ráð fyrir, að þetta svæði verði
Framh. á 29. bls.
DÓMNEFNDARÁLIT :
Lögun tjarnarinnar góð, skemmtileg og
athyglisverð hugmynd að umlykja báðar
tjarnirnar trjá- og grasgróðri (parki), en
kostnaðarsöm framkvæmd vegna breytinga
á götuni.
Hæpið að fella niður brú þá, sem liggur
yfir tjörnina, vegna bílaumferðar milli bæj-
arblutanna, en bugmyndin annars skemmti-
leg og athyglisverð að því, er snertir hólm-
ana og göngubrýrnar.
Hinar báu byggingar við Suðurgiitu vafa-
samar, æskilegast væri, að engin byggð væri
í Tjarnargötu-brekkunni, sérstaklega ef
Tjarnargata yrði lögð niður.
Tillögur norðan tjarnar atbyglisverðar,
fallegra |>ó að opna svæðið að þinghúsinu.
Hæðadrög og tilbreytni í landslagi at-
hyglisverðar tillögur.
Breyting á Fríkirkjuvegi til bóta fyrir um-
ferðina, en rýrir lóðir við hann.
Staðsetning ráðhúss hæpin ef Tjarnargata
yrði lögð niður.
Tillögur um gerð bakkanna ekki vel skil-
greindar.
8
BYGGINGARLISTIN