Byggingarlistin - 01.01.1956, Side 14
TILLAGA „TILRAUN"
Arkitekt: Agúst Pálsson
Landið sjálft á sína höfuðborg,
eins verður Reykjavík að eiga sinn
höfuðstað, og hún á hann, Tjörnina,
hjarta borgarinnar þar inni í miðju
bæjarins, í tengslum við helztu um-
ferðaæðar, mesta þéttbýli og starfs-
líf, hefur okkur verið gefinn þessi
staður tilvalinn til útilífs og úti-
skemmtana, til þess að geta notið út-
sýnis og náttúrufegurðar aðeins
nokkur fótmál frá önnum dagsins.
Því verðum við að sýna þessum
stað þá sæmd sem honum ber, gefa
honum það sem hans er.
Til þess unnt sé að gefa tjörninni
og umhverfi hennar það framtíðar-
útlit, sem þessum stað og hlutverki
hans hæfir, verður að fórna nokkru
af þeim byggingum sem nú eru í ná-
lægð tjarnarinnar, til þess hvoru-
tveggja að rýma fyrir nýjum bygging-
um, sem hér eiga heima, og auka út-
sýni frá þeim og öðrum sem fyrir eru.
En sú kynslóð, sem tekst á heindur að
leysa þetta mikilsverða hlutverk í þró-
unarsögu Reykjavíkur, og reisa sér
þar með minnisvarða, má ekki láta
sér urn of í augu vaxa þann kostnað,
sem þessu er samfara.
Á meðfylgjandi teikningum er sýnt
hvernig ætlast er til að þetta hlutverk
verði leyst, og skýra þær sig að mestu
sjálfar, en til viðbótar skal þá farið
örfáum orðum um viss atriði.
NorSurhlið tjarnarinnar
Þær byggingar sem nú standa við
norðvesturhorn tjarnarinnar eru ekki
þannig úr garði gerðar að þær hæfi
þeim stað, er því lagt til að byggt
verði með Tjarnargötunni hótel og
bíó og sunnan við þá byggingu skúr-
bygging fyrir skautafólk.
Templarahúsið hverfur á braut og
Alþingishúsið fær útsýn yfir tjörnina
og torgið að væntanlegu ráðhúsi.
Hótel á þessum stað mætti vera 5—-
6 hæðir, er áætlað að hafa 160 her-
bergi og helmingurinn fyrir tvo.
Gistihús okkar íslendinga þurfa að
vera sniðin fyrir fjöldann og ekki
mjög dýr, því þeir ferðamannahópar
sem leggja leið sína hingað til lands
eru oftast félítið alþýðufólk sem dvel-
ur aðeins skamman tíma og ekki til
þessa að skoða lúxus hótel, heldur
náttúrufegurð landsins.
Umjerð
Gert er ráð fyrir hálfhring-keyrslu
fyrir framan ráðhúsið, þegar komið
er að sunnan verðu frá með hliðsjón
af aðliggjadi götum og til að tempra
umferðahraðann.
Milli Tjarnargötu og Suðurgötu
komi fjölbýlishús.
Tjarnargata breikkar í austur og
fær gott samband við Bjarkargötu. Á
tunguna nyrzt komi stytta.
Suðurgata á að breikka í vestur.
Undirritaður styður þær sam-
þykktir að húsin sunnan Vonarstræt-
is og húsin milli Laufásvegar annars
vegar og Lækjargötu og Fríkirkjuveg-
ar hins vegar hverfi og í staðinn komi
opinberar byggingar og þá fyrst og
fremst ráðhús og á þeim grundvelli
myndast götur og torggerð.
Á tjarnarbakkanum suður af Al-
þingishúsinu er ætlast til að komi
skýli fyrir fugla.
Yrði sú leið valin að ekki yrði
neinar byggingar sunnan Vonarstræt-
is, breytir það hvorki breidd gatna,
gatnaskipun eða öðrum byggingum í
nágrenni, en skýli skautafólks komi
þó í norðvesturhornið á tjörninni.
Minnismerki verði sett upp við
enda Templarasunds, á fyrirhuguðu
torgi.
Hljómskálagarðurinn ■ Vegir
Vegir í hljómskálagarðinum eru
fullmargir á svo litlu svæði. Vegur frá
Bragagötu að Bjarkargötu liggur vel.
Sömuleiðis vegur frá Hljómskála suð-
ur að Hringbraut. Vegurinn meðfram
Hringbraut liggur of nærri brautinni
þar þarf að koma upphækkaður hlífð-
argarður grasi gróinn.
Gróður
Hljómskálagarðurinn er þegar full-
ræktaður laglegur blettur, þar sem
hálfvilltur gróður getur fengið að
njóta sín.
Sú stefna er rétt; það er hin fyrsta
krafa við al alræktun og allar aðgerð-
ir í þeim efnum, að það sem rækta á
fái að njóta sín sem bezt og af sem
mestu frjálsræði.
Það á að leyfa störinni að vaxa í
kringum syðri tjörnina að brautinni
við brúna. Urðina sitt hvoru megin
við brúna mætti prýða með „Muscari
botryoedes Perlehyacinth“.
DÓMNEFNDARÁLIT:
Tjörnin rýrð allmikið vegna vafasamra
bygginga eins og bíós og hótelbyggingar, er
loka fallegu útsýni að tjörninni.
Byggingar meðfram Tjamargötu of mikl-
ar.
Staðsetning ráðhúss á þessum stað hefur
áður verið sett fram í samkeppni.
Opnun svæðisins að Alþingishúsinu góð,
en hugsuð viðbygging vafasöm.
Gerð tjarnarbakkanna athyglisverð.
12
BYCGINGARLISTIN