Byggingarlistin - 01.01.1956, Side 16
TILLAGA „HARPA"
OverSlaunaður uppdróttur
Það sem gerir borgir og bæi líf-
vænlega, er það umhverfi sem þeir
eru byggðir í, og það sem enn kann að
vera óskemmt af náttúrufegurð innan
takmarka þeirra. Hinn blindi vöxtur
bæjanna gngur þó oftast í þá átt að
rýra þessi náttúruverðmæti, vegna
þess að mann vantar alltaf yfirsýn yf-
ir framþróunina, og hagsýnissjónar-
mið einstaklinga ráða frá degi til
dags. Það er því góðs viti þegar menn
fara að staldra við og gefa þessum
hlutum gaum, því af og til er nauð-
synlegt að gera eins konar keisara-
skurð á framkvæmdum liðinna ára,
ef takast mætti að bjarga fjöregginu.
Það sem gefur Reykjavík líf og feg-
urð, er auk fjallahringsins, sjórinn og
tjörnin. Vonandi fara menn bráðum
að gefa strandlengju Seltjarnarness-
ins meiri gaum en verið hefur — en
það er önnur saga — og nú snúum við
okkur að tjörninni og umhverfi henn-
ar. Það hafa verið uppi raddir um
það að miðbærinn væri að flytjast, en
það er óhætt að gera ráð fyrir að
þungamiðja bæjarins flyzt aldrei, því
hún verður alltaf, frá mannlegu sjón-
armiði, tjörnin. Þess vegna er eðli-
legt að hreinsa til í kringum hana og
skilja aðeins eftir þau hús sem geta
verið drög að þeirri menningarmið-
stöð sem bæinn vantar, en þau eru:
Dómkirkjan, aðsetur Alþingis, og
miðstöð menningarlífsins í landinu
— háskólahverfið, og búa þeim hæfi-
legt umhverfi. En ef þetta á að tak-
ast, verður ekki komist hjá róttækum
aðgerðum.
Eðlilegt er að menningarmiðstöð
bæjarins sé í tengslum við almennan
hvíldar- og skenuntistað bæjarbúa. í
þessari tillögu er gert ráð fyrir að
garður þessi takmarkist af Suðurgötu
og Melavegi að vestan allt suður að
Skerjafirði, en Kirkjustræti og Aust-
urvelli að norðan, og Lækjargötu og
Fríkirkjuvegi framlengdum suður að
sjó, að austan. Þar sem garður þessi
kemur að sjó, verði gengið frá al-
mennri baðströnd. Byggingar sem
eðli sinu samkvæmt ættu heima í þess-
ari menningarmiðstöð, mætti þá reisa
í norðurhlið garðsins meðfram Mela-
vegi, í áframhaldi af háskólahverfinu.
Næst háskólahverfinu að norðan, í
brekkunni vestan tjarnarinnar, þar
sem hæst ber, hef ég ætlað ráðhúsi
bæjarins stað.
Allar byggingar innan þessa svæð-
is aðrar en þær sem þegar eru taldar,
hverfa. Þar af leiðir að tjörnin fær
aftur þýðingarmesta hlutann af um-
liverfi sínu, sem er hin gr^ðursæla
hrekka upp frá henni að vestan.
Við norðurenda tjarnarinnar þar
sem Alþingi þegar á heima, eiga eins
og fyrr segir öll hús að hverfa önnur
en Dómkirkjan og Alþingishúsið, en
þar rís að nýju bygging, þar sem hin
ýmsu ráðuneyti hafa aðsetur.
Meðfram Lækjargötu og Fríkirkju-
vegar austan tjarnarinnar verða hygg-
ingar erlendra sendiráða, einstök hús
á stórum lóðum. Milli Fríkirkjuvegar
og Hringbrautar, þar sem nú er
Hljómskálagarðurinn, verður byggt
það hótel, sem bæinn vantar.
Fyrir norðurenda Menningar-
garðsins eru þá aðsetur Alþingis og
ríkisstjórnar, og fyrir hinum endan-
um blasir við aðsetur æðsta valds
þjóðarinnar, forsetasetrið.
Heildarsvipur garðsins tel ég að
eigi að vera eins náttúrfegur og hægt
er, og i samræmi við það hef ég reynt
að gefa tjörninni sína upprunalegu
lögun, og til þess að tengja hana á-
framhaldi garðsins, hef ég sett litla
tjörn fyrir framan háskólaskeifuna,
og gefur það einnig betra samband
milli skeifunnar og garðsins. Bakkar
tjarnanna verða grasi grónir að vatns-
borði, en styrktarhleðsla undir vatns-
borði, til að verja sigi. Á bökkunum
á ekki að vera annar gróður en sá sem
eðlilegt er að lifi við slík skilyrði.
(Ekki einærar skrautjurtir í tilbúnum
beðum.) í hlíðinni vestan tjarnarinn-
ar á að vera sem fjölbreyttastur trjá-
gróður, en umfram allt beinvaxnar
bjarkir. Gangstíga hef ég ekki sýnt,
utan meðfram tjörninni, þar sem ég
tel rétt að afmarka ekki slíkar götur
fyrr en reynsla hefur sýnt hvar þeirra
er þörf.
Ljósker í miðjum Fríkirkjuvegi.
En sérstaka lýsingu aðra en þá sem
kemur frá götuljóskerum og bygging-
um, tel ég ekki æskilega meðan sól og
máni eru við líði.
í sambandi við þessar breytingar
á umhverfi tjarnarinnar, hef ég einnig
gert nokkrar breytingar á gatnakerfi
miðbæjarins, eins og sjá má á upp-
drættinum, og eru þær helztar að Suð-
urgata er lengd norður í Grófina og
Vesturgata er færð niður í Trvggva-
götu.
14
BYGGINGARLISTIN