Byggingarlistin - 01.01.1956, Page 24

Byggingarlistin - 01.01.1956, Page 24
SKARPHEÐINN JOHANNSSON: AÐ TEIKNA HÚS „— Uppdrættir og útreikningar skulu gerðir af sérmenntuðum mönn- um, húsameisturum, verkfræðingum, iðnfræðingum eða öðrum þeim, sem byggingarnefnd telur hafa nauðsyn- lega kunnáttu til þess og uppfylla þær kröfur, sem gera verður til „tekn- iskra“ uppdrátta“ (Or byggingarsam- þykkt Reykjavíkur). Nú stendur fyrir dyrum endurskoð- un á byggingarsamþykktinni, og við arkitektar teljum nauðsynlegt, að þessi grein leiðréttist í næstu útgáfu. Þegar menn hafa lokið prófum er- lendis í húsagerðarlist, er sá háttur hafður á, lögum samkvæmt, að þeir senda umsókn um atvinnuleyfi eða viðurkenningu til Stjórnarráðsins, en ráðuneytið sendir umsóknina til stjórnar Húsameistarafélags íslands til umsagnar. En nú vill svo undarlega til, að hægt er að öðlast viðurkenningu til að gera uppdrætti að húsum á mun ein- faldari hátt: Trésmiður eða múrsmið- ur getur sent umsókn til byggingar- nefndarinnar um að öðlast réttindi. Nefndin ein fjallar um málið, en leitar ekki umsagnar um það, eins og ráðu- neytið gerir. Með slíkri skipan er í rauninni krafa laganna um hæfni arkitekta að engu höfð. En það er annað og meira í þessari grein bygg- ingarsamþykktarinnar, sem endur- skoða þarf. Verkfræðingar almennt hafa ekki sérþekkingu á húsagerðar- list, að byggingarverkfræðingum undanskildum, sem munu fá lítils háttar fræðslu í þeim efnum. Eftir greininni í byggingarsamþ. hafa þó rafmagnsverkfræðingar, efnaverk- fræðingar og vélaverkfræðingar, svo að dæmi séu nefnd, réttindi til þess að senda uppdrætti af húsum til nefndar- innar, þótt vart muni þeir nota sér þau hlunnindi af skiljanlegum ástæðum. Af framanskráðu sést, að breyting á þessum málum er nauðsynleg. Menn, sem ekki hafa undirstöðu- menntun í húsagerðarlist, hvað þá meira, má ekki viðurkenna fullfæra til slíkra starfa. Það er sjálfsögð krafa. Vel má setja þannig reglur, að þeir, sem kunnáttu hafa, en ekki við- urkennd próf, fái tækifæri til þess að njóta réttinda. En slíkt má ekki veita án þess að umsagnar sé leitað um við- Borgin á sjö hæðum Eins og Róm! Reykjavík stendur á sínum sjö hæðum, eins og Rómaborg, þegar allt er komið í kring. Hæðirnar í Reykjavík eru nú óðum að komast undir mannahendur, hver af annarri — síðast Golfskálahæðin. Um heildarsvip hennar og endanlegt sköpulag er ekki gott að spá. Þar eru nú komin nokkur hús, sem ekki kemur vel saman. Þar má augað ekki finna neina hvíld. Byrjunin er ekki góð. Hér hafa boðizt óteljandi tækifæri til þess að láta höfuðstaðinn njóta þeirrar prýði, sem falin var í lands- laginu. Nú mega allir sjá, hvernig þau tækifæri hafa verið notuð. Lítum á Vatnsgeymisholtið með verksmiðju- kravakinu og Skólavörðuholtið, þar sem stórum skólabyggingum er káss- að saman í klump. Lítum á staðsetn- ingu Þjóðleikhússins og Morgun- komandi mann hjá Húsameistarafé- lagi Islands eða nefnd sérfróðra manna, sem slík mál hefði með hönd- um. Ef einhverjir halda, að hér sé um matarpólitik að ræða af hendi arki- tekta, þá er það mjög mikill misskiln- ingur. Aftur á móti ætti öllum að vera ljóst, hvaða afieiðingar það gæti haft, ef óhæfir menn fjölsæktu í stéttina. Þessi stétt er að vísu fámenn ennþá, en höfðatalan tryggir ekki góða úr- lausn hinna vandasömu verkefna, heldur hæfni þeirra, sem við þau fást. blaðshússins og fyrirhugaða meðferð Grjótaþorpsins! — Hér hafa orðið slys, er ekki verða bætt eða aftur tek- in, meðan steinsteypan endist. En vít- in eru til varnaðar. Það er vandi að setja listaverk og aðra prýði í byggðan bæ. Þó er meiri vandi og meira átak að gera bæinn sjálfan að listaverki. Myndir og fögur blóm geta prýtt vond húsakynni og ljótan bæ, en eru þó „aðeins uppfyll- ing í eyður verðleikanna“. Opinberum byggingum verður nú að hola niður á staði, sem tilviljun ein hefur skilið eftir óbyggða og íbúðar- húsin hafa ekki flætt yfir. Sé horft eftir götu, sem ætla mætti að opnaði útsýn til einhvers fegurðar- auka, blasa oftast við óskipulegir kof- ar af ömurlegustu gerð. Bendir ekki allt þetta til alvarlegrar veilu í einum höfuðþætti þeirrar starf- semi, sem falið er að setja svip á bæ- inn? Sig. Guðmundsson. 22 BYGGINGARLISTIN

x

Byggingarlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Byggingarlistin
https://timarit.is/publication/1048

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.