Byggingarlistin - 01.01.1956, Blaðsíða 29
uppdrætti, en ekki á einu máli um röð
þeirra.
Eins voru nefndarmenn ekki sam-
mála um öll einstök atriði greinar-
gerðarinnar, t. d. um skipulag tjarn-
arbrekkunnar og byggingar þar o. fl.“
Val dómnefndar er eðlilegt m. t. t.
útboðsskilmálanna þar eð þessir upp-
t drættir uppfylla þá bezt. Uppdráttur
merktur 8 þó allra bezt. Eg vil þó líta
svo á að tillagan Harpa hafi verð-
skuldað innkaup og betur unnin átti
hún 1. verðlaun vegna þess að á henni
má byggja skipulagslausn verðuga til
útfærslu af stórhuga kynslóð, er vill
skila framtíðinni jákvæðu framlagi
til skipulagningar höfuðborgarinnar.
Ágreiningurinn um röðina er eðlileg,
ur, en þó virðist mér meiri reisn yfir
þeirri tillögu er 1. verðlaun hlaut en
hinum og því eðlilegt að hún hljóti
þau. Þó fer ekki framhjá manni mis-
ræmið í dómsúrskurði og dómsgrein-
argerðum um einstakar tillögur hvað
snertir byggð við tjörnina. Er það enn
frekari vottur afstöðuleysisins til
hinnar skipulagslegu hliðar sam-
keppninnar.
Dómsúrskurður dómnefndar var:
1. verðlaun. Tillaga merkt 2000 og
reyndist höfundur vera Sigvaldi
Thordarson arkitekt.
2. verðlaun. Tillaga merkt Vje og
reyndist höfundur vera Gunnlaugur
Halldórsson arkitekt.
3. verðlaun. Tillaga merkt 8 og
reyndust höfundar vera Sigurður
Guðmundsson og Eiríkur Einarsson
arkitektar.
Keyptur uppdráttur merkur Til-
raun reyndist vera eftir Ágúst Pálsson
arkitekt.
Dómnefnd var skipuð þannig:
Guðmundur Ásbjörnsson, forseti
bæjarstjórnar; Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, form. Fegrunarfélags Reykjavik-
ur; Bolli Thoroddsen, bæjarverkfræð-
ingur; Bárður ísleifsson, arkitekt,
tilnefndur af Húsameistarafélagi ísl.;
Sigmundur Halldórsson, arkitekt;
Gústaf E. Pálsson, verkfræðingur, til-
nefndur af Verkfræðingafél. Islands;
Þór Sandholt, forstöðumaður skipu-
lagsdeildar bæjarins.
Skúli H. Norðdahl.
Vinniistofan Brantarholti 18
Sími 5585
□
Húsamálun
Skiltagerð . Emaillering
□
Ósvaldur Knudsen
Daníel Þorkelsson
Landssmiðjan
annast hvers konar nýsmíði og viðgerðir
til lands og sjávar
A
SfMI 1680
BYGGINGARLISTIN
27