Byggingarlistin - 01.01.1956, Qupperneq 35
3) Áritun blaðsins við leikfimihúsið
ruglar svo hæðum, að áhorfendasvalir verða
undir gólfi leikfimisalar. Þeir sem eru vanir
að lesa teikningar ættu að komast lijá slík-
um mistökum.
Ég bið mikillar afsökunar á að ég hef
skrifað svo mikið um eigið verk, en afsök-
unin er að það þekki ég. Hins vegar er eins
og áður er sagt kynningin svo ófullkomin,
að ég lief ekki rétt til að dæma, þó að ég
telji mig skynja fleiri misfellur.
5. H. N.
Hávaðamál
PAULSMITH
Reykjavík . Símar: 1320 og 1321 . Símn.: Elektrosmith . Pósthólj: 188
UMBOÐSMAÐUR FYRIR: ASE, Vásteras: Rafmagnsvélar og
búnaður. A/II Karlstads Mek. Verkstad, Karlstad: Vatnstúrbín-
ur og KaMeWa skipaskrúfau. Jungnerbolaget, Stockholm:
Ljósavélar, geymar o. fl. í báta og skip. Skandinavisk Trerör
A/S, Oslo: Trépípur fyrir aflstöðvar, neyzluvatnsleiffslur, votheys-
þrær. Landis & Gyr S. A., Sviss: Rafmagnsmælar. Whirlpool
Corporation, U. S. A.: Strauvélar, sjálfvirkar þvottavélar og aðrar
heimilisvélar. Og fleiri 1. flokks verksmiðjur. Sprengiefni. Carbid.
Allt er að rajmagni lýtur.
Sagt er, að nú séu til nvjar reglur um
notkun bifhjúla. Ekki mun vanþörf á slíkum
reglum. Hin mikla slysahætta, er þessi farar-
tæki virðast hafa í för með sér, hefur orðið
mörgum áhyggjuefni, ekki sízt foreldrum
óþroskaðra unglinga, er komast yfir þessi
tæki. Munu hin nýju fyrirmæli fjalla um
þessa hlið málsins fyrst og fremst.
Til er þó önnur hlið á þessu máli, ekki
ómerkileg. Hávaðinn af þessum farartækj-
um, sem ekki hafa neinn umbúnað til hljóð-
deyfingar, er að verða plága. Skellirnir og
hvinirnir í þessum reiðskjótum eru stund-
um svo óstjórnlegir, að þeir minna helzt á
hríðskotabyssur og styrjöld. Þetta er ekki
boðlegt fólki, sem vill hafa friff — að
minnsta kosti svefnfrið. Skarkalinn af öðr-
um farartækjum ætti alveg að nægja, þótt
ekki sé á hann bætt.
Þetta er samt ekki nóg! Olóðir rnenn æpa
á götum úti um miðjar nætur. Á torgum og
gatnamótum ■eru hátalarar spúandi ranun-
fölskum jassi og klámsöngvum. Og þar erit
einnig lifandi hátalarar ógnandi vegfarend-
um með helvíti og kvölunum, svo að vinnu-
friður er enginn í nálægum húsum. I flestum
minniháttar veitingahúsum hafa gestirnir
hvorki matfrið né málfrelsi fyrir ámáttleg-
ustu tegundum af „músik“ og söng frá út-
varpi. Á þetta verður þú að ldusta, annars
færðu engan mat hér!
Hinn sívaxandi hávaði borganna er vanda-
mál, sem krefst úrlausnar, enda eru víða
gerðar ýtarlegar ráðstafanir til að draga úr
plágunni og nefndir sérfræðinga settar á
rökstóla í því skyni. Þeir sem stjórna heil-
brigðismálum og lögreglu, eiga hér að sjálf-
sögðu hlut að máli.
Hljóðið er máttugt og ekki æfinlega til
góðra hluta, þótt það geti læknað gigt og
drepið gerla, að sögn.
Þaff verður ekki mælt eða vegið, hve víð-
tæk áhrif þessi skarkalap’ága kann að bafa
á andlega og líkamlega heilsu borgarbúans.
Hitt er víst, að flestir reyna að forða sér
undan plágunni, ef þeir eiga kost á friðar-
stund.
Sig. Guðmundsson.
Byrjum bráðlega jramleiðslu á hurðum og gluggum úr anodize-
máluðu alúminíum samkvœmt svissnesku einkaleyfi (Koller).
Talið við oss í tíma.
BYGGIR H. F.
SAMBAND ÍSL. BYGGINGARFÉLAGA
Reykjavík . Sími 6069
FRAUÐSTEYPA
Frauðsteypa er seld í plötum,
blokkum og í lausu máli.
(Cellebeton)
er ólífrænt einangrunarefni.
Einangrunarhæfileikinn byggist
á ótal loftbólum, sem eru inni-
lokaðar í steypunni (3000—8000
pr. cm3).
Varmaleiðslutala
h-m-°c
kcal
Eðlisþyngd: 0,3 t/m3.
BYGGINGARLISTIN
33