Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 10

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 10
4 NÝTT HELGAFELL mega teljast, kynna sjónarmið, sem skoðanakönnun meðal almennings hefur leitt í ljós, og bregða upp svip- myndum af forustumönnum þjóðar- innar eins og þeir horfa við tímarit- inu. Sitthvað fleira, sem miðar til nýjunga, er enn í deiglunni og bíður síns tíma. FYRIR fjórtdn drum, þegar Helga- fell hóf göngu sína, geisaði heims- styrjöld, sem sogaði íslendinga inn í hringiðu tröllaukinna viðburða. Sovétríkin höfðu þá í bili skipað sér við hlið vestrænna lýðræðisþjóða í baráttunni gegn nazismanum og flestir íslendingar höfðu fulla samúð með þessu bandalagi. Nú er öld önnur og friður kominn á um jörð alla, en reyndar einungis í orði kveðnu. Tvær andstæðar höfuðfylk- ingar, sem hvor um sig leitar lífs- stefnu sinni heimsyfirráða, heyja í dag þrotlausa baráttu um hollustu þjóðanna og þessara meginátaka kennir með háskalegum hætti allt niður í rót hins íslenzka samfélags. Sá vandi, sem hér er á ferðum, verð- ur ekki leystur með einangrun og þröngri þjóðernishyggju. í framtíð- inni mun sá talinn beztur íslending- ur, sem sýnir.hinum nýja heimi mest- an þegnskap. ÁTÖK heimsins munu ekki héðan í frá sneiða hjá íslandi og þjóðin get- ur ekki framar vænzt að horfa á þann leik hlutlaus, án þess að bíða tjón á sálu sinni. Aðild Íslendinga að varnarbandalagi vestrænna þjóða birtir að sönnu ákveðinn vilja um það, hvar þeir kjósi sér samfylgd í framtíðinni, en mjög skortir á, að þeir hafi gert sér fulla og alvarlega grein fyrir hinni nýju afstöðu, hættum hennar og ábyrgð. Nýtt Helgafell vill fúslega beita sér fyrir rökræðum um þessi mál sem og þau önnur, er mestu varða fyrir heill og öryggi þjóðarinnar. Það heitir á hugsandi menn og ritfæra sér til stuðnings og sendir vildarmönnum sínum beztu kveðjur. Gjafir eru yður gefnar Þjóðleikhúsið hefur átt litlu gjafaláni að fagna, og er það hart aðgöngu að þurfa að sækja dýrmætustu gjöf, sem því hefur hlotn- ast, í hendur gefanda með valdi dóms og laga. Því miður er þetta ekki einsdæmi, því að fleiri hafa harmað örlæti sitt við þessa ágætu stofnun og vitjað aftur gjafar sinnar. Raunalegast er þó, að Þjóðleikhúsið á enn í fórum sínum ýmsa hluti, t. d. nokkur mál- verk, sem mjög óyndislegt er á að horfa, en engin von er til, að gefendur muni fást til að hirða. Benda þessi dæmi til þess, að eitthvað sé áfátt í gjafamenningu vor Islendinga, en þegar um er að ræða gjafir til ríkis eða opinberra stofnana, er yfirleitt fylgt þeirri heiðnu kenningu, að lík skuli gjöld gjöfum. Er í þessu fylgt ágætu fordæmi forfeðra vorra, er leituðu á fund erlendra höfðingja og gáfu þeim miklar gjafir, jafnvel spjar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.