Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 14

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 14
8 NÝTT HELGAFELL Ég heimtaði af öðrum hlýðni og skatta og höfuð mitt sjálfur krýndi. Ég safnaði völdum og veraldarauði en viðkvæmni hjartans týndi. Ég sveið í logum sígræna skóga og sigraði lönd og álfur. Ég gerði skelfdar þjóðir að þrælum, en þekkti mig naumast sjálfur. Ég fagnaði mínum svikasigrum með svalli og trumbuslætti. Ör og heitur krafðist ég kvenna og kyrtilinn af þeim tætti. Oft var kvöldsins auðmjúki gestur f útlegð að morgni flæmdur. í brennandi logum blóðs og nautna var bikar sorganna tæmdur. Hví hef ég sært og svikið aðra og sjálfan mig blekkt og kvalið, týnt og hafnað guðanna gjöfum og grýttasta stíginn valið? Hví urðu forlög mín fíflaleikur og flótti um lönd og álfur? Byrðin, sem ég er að bugast undir, er böl, sem ég skapaði sjálfur. Hvenær kemur sá drottins dagur, er dauðlegir blessun hljóta og eignast heilagan stað milli stofna, sem stormarnir aldrei brjóta? Ef fræið dafnar og festir rætur, þá fyrst munu auðnirnar gróa. Hvenær rís það musterið mikla úr moldum höggvinna skóga?

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.