Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 17

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 17
ALÞINGISHÁTÍÐIN 1430 11 um kosti hefði verið óþarft að rifja hér upp hina alkunnu sögu þessa ógæfumanns. Þegar frá er tekin saga Laurentius Hóla- biskups, eru annálarmr einu sögurit fslend- ínga um samtíðarviðburði á 14. öld. Yfir- leitt eru þeir heldur fátæklegir, bæði að efnisvali og frásagnarhætti. Samt bregður þar fyrir smásprettum, eins og þar sem sagt er frá Grundarbardaga (1362) í annál Flat- eyjarbókar, með vísum Snjólfs, og þeir eru hlutlausar og skilorðar beimildir, það sem þeir ná. En jafnvel þessi frumstæða sagna- ritun fjarar út undir lok aldarinnar. Ann- ál Einars Hafliðasonar (Lögmannsannál) þrýtur 1 392, binn gamla stofn Gottskálks- annáls og annál Flateyjarbókar báða 1 394. Aðeins einn maður hirti um að skrá árbók helztu tíðinda hér á landi og fáeinar fregn- ir af öðrum löndum fram yfir það ár, svo að vitað sé. Hann virðist hafa verið klerk- ur og átt heima í Skálbolti eða þar í grennd. Rit hans er nú venjulega nefnt Nýi annáll. Það tekur við af Lögmannsannál og nær yfir árin 1393 til 1430. Ekki verður Nýi annáll talinn til meiri báttar sagnfræðirita. Yfirsýn höfundarins er býsna áfátt og skynbragði á það, sem fréttnæmast sé. Hann getur t. d. ekki Kalmarsambandsins með einu orði. Eigi að síður er annállinn mikilsverð heinuld, með- al annars um pláguna nuklu (svartadauða), og finnum vér það bezt, þegar honum sleppir og um langt skeið er ekki öðrum samtíðarheimildum en fornbréfum til að tjalda. — Höfundur lætur sjaldan, fremur en aðrir annálaritarar, skoðanir sínar bein- línis í ljós, en ýmsar athugasemdir sýna þó skilning hans á því, sem fram var að fara. Norðmenn eru farnir að kenna á því, að þeir lúta erlendu valdi: „Vígður biskup Áslák- ur til Osló, en drottning Margrét setti hann til Björgvinjar, en biskup Jakob til Osló, því hún veitti honum hið betra biskups- dænuð, er hann var danskur.“ (1407). Islendingar eru í úlfakreppu milli útlendra og ínnlendra ofbeldismanna. Englendingar sóttust þá mjög eftir verzlun við ísland, en kaupbann konungs stóð á móti. Höfðu hirðstjórar hinn versta hlut af þeim mál- um, espuðu kaupmenn til ránskapar og hervirkja með afskiptasenu sinni, en reistu lítt rönd við þenn, ef í odda skarst, og létu sínum eigin sveinum haldast uppi yfirgang og íllræði. I Nýja annál er sagt frá því, er Englendingar tóku hirðstjórana Balthasar og Hannes Pálsson höndum í Vestmanna- eyjum 1423 og höfðu utan með sér. ,.Hörmuðu það fáir.“ Þar er og getið norðurreiðar Guðmundar Arasonar (ríka á Reykhólum) til Húnvetninga 1427, en hann hafði þá sýsluvöld í því héraði. ,,Þótti mörgum þungt að verða fyrir henni af þeirra manna framferði, er með bóndanum (þ. e. sýslumanninum) riðu.“ — Þjóð- rækm höfundarins kemur meðal annars fram í lofi hans um Erlend Fihppusson (1407), norskan höfðingja, sem trúði „betur Islendingum en öðrum norrænum mönnum og hafði þá jafnan í sinni þjón- ustu“. En ekkert hefur hann ritað af slíkri tilfinmngu sem þennanjkafla í annálsgrein- inni um 1430: „Andlát Einars prests Haukssonar, ráðsmanns af Skálholti . . . Hafði áðurnefndur síra Einar ráðsmanns- stétt í Skáiholti seytján ár samfleytt og hálft ár betur. Eigi hefur hér á landi á vorum dögum vinsælli maður venð og meir harmdauði verið almenningi en síra Einar. Hóldu þar til margir hlutir, þótt hér sé eigi greindir, því vant er að lofa menn í

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.