Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 19

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 19
ALÞINGISHÁTÍÐIN 1430 13 Með þessum orðum lýkur greininni um árið 1430, lýkur annálnum, er lokið hinm fornu sagnritun fslendinga, sem haldizt hafði óshtin í ýmsum myndum frá dög- um Sæmundar og Ara, rúm 300 ár. — Fer ekki aftur að örla á viðleitni til skrá- setningar sögulegra heimilda á fslandi fyrr en eftir nærfellt 'hálfa aðra öld. IV Það er haft eftir Albert Einstein, að með tímanum verði mjög einfalt mál að vita, hvort afstæðiskennmgu sinni sé vel eða illa treystandi. Ef hún standist raun- ína, megi liafa það til marks, að hann verði kalfaður Þjúðverji í Þýzkalandi, en Gyð- ingur í Frakklandi. Annars munu Þjúð- verjar kalla 'hann Júða, en Frakkar þýzk- an. íslendingar geta með svipuðum hætti haft það til merkis um mat fornra og nýrra mennta sinna, hvað erlendum þjúðum hef- ur verið tamast að nefna þær. Fornmennt- unum hafa verið gefin ýnuss konar gælu- nöfn í aðdáunar skym: Þær hafa verið kall- aðar forno;ermanskar og germanskar , forn- Þremur brautryðjendum árnað heilla Islenzka þjóðin hefur að undanförnu vottað þökk sína og virðingu þremur höfuðsnillingum íslenzkra lista, er allir hafa átt markverð afmæli síðustu mánuðina. Jóhannes Sveinsson Kjarval átti sjötugsafmæli í síðastliðnum septembermánuði, Jón Stefánsson varð sjötíu og fimm ára í febrúar og Ás- grímur Jónsson áttræður í marzmánuði. Þessi skammi aldursmunur þriggja brautryðjenda er athyglisverð staðreynd, og naumlega getur sú þjóð, er eign- azt hefur slíkan flokk afburðamanna í einni grein á aðeins tíu árum, talizt heillum horfin. Á sjötugsafmæli Kjarvals efndi Menntamálaráð til yfirlitssýningar á verk- um hans, en áður hafði það átt forgöngu um samskonar sýningu á verkum Jóns Stefánssonar. Loks var í tilefni af áttræðisafmæli Ásgríms Jónssonar haldin á vegum Ríkisstjórnar íslands yfirlitssýning á málverkum hans, vatnslitamynd- um og teikningum. Allar hafa sýningar þessar sætt fádæma aðsókn og má til dæmis geta þess, að ekki færri en tuttugu þúsund manns skoðuðu sýningu Ásgríms á þrem vikum. Slík aðsókn að listsýningu einstaks manns mundi í hvaða heimsborg sem væri þykja minnisverður viðburður. Nýtt Helgafell getur að sinni engu bætt við þau mörgu og hugheilu viður- kenningarorð, sem þessum þremur forvígismönnum íslenzks menningarlífs hafa borizt hvaðanæfa á undangengnum árum og mánuðum. En tímaritið telur sér vegsauka að mega fylla þann flokk, er vottar þeim skyldar þakkir, og árnar þeim sjálfum og list þeirra allrar hamingju.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.