Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Síða 28

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Síða 28
TORFI ÁSGEIRSSON: Skoðanakönnun 1955 Hvemig má kanna skoðanir þjóðarinnar? Skoðanir kjósenda og alþingiskosningar. I sérhvert skipti, sem kosið er til Alþingis, fer fram könnun á skoðunum þjóðarinnar. Að vísu er þessi könnun ófullkomin, þar sem kjósendum er aðeins gefið tækifæri til þess að kjósa þann frambjóðanda eða þann flokk, er hann álítur líklegastan til þess að koma hugðarmálum sínum í framkvæmd. Skoðanir manna eru svo margslungnar, að ákvörðun um fylgi við frambjóðanda eða flokk þýðir oftast ekki að kjósandinn sé frambjóðanda sammála í öllum aðalat- riðum, heldur hitt, að kjósandinn sé honum minnst ósammála, þeirra er bjóða sig fram. Þetta er eins og það á að vera. Hefðu öll blæbrigði almenningsálitsins sinn fulltrúa á Alþingi myndi verða lítill' munur á tölu kjós- enda og tölu alþingismanna. Það fylgir lýð- r-----------------------------------------> Árið 1943 birti HELGAFELL úrslit fyrstu skoðanakönnunar, sem fram hefur far- ið á íslandL Síðan hefur fátt gerzt í þessum efnum, þangað til á síðasta ári, er Islenzka Gallupstofnunin hóf starf- semi sína, en hún nýtur samvinnu og aðstoðar norsku Gallupstofnunarinnar. Þess er að vænta að skoðanakannanir hafi nú náð öruggri fótfestu hér á landi. Það er ritstjórn NÝS HELGAFELLS ánægjuefni að hafa íengið til birtingar helztu niðurstöður fyrstu skoðanakönn- unar hinnar nýju stofnunar. Eftirprent- un á efni úr grein þessari er óheimil nema með leyfi. s.----------------------------------------/ ræðis- og þingræðisfyrirkomulagi að menn verða að skipa sér í flokk þrátt fyrir skoð- anamismun um þýðingarmikil atriði. Mikill hluti þeirra mála sem fulltrúar almennings, Alþingi, ríkisstjórn, bæjarstjórnir o. s. frv. þurfa að taka afstöðu til eru þannig, að óvissa um skoðun eða vilja þjóðarinnar er ekkert vandamál, einfaldlega vegna þess að um almenningsálit í sambandi við þau er ekki að ræða. Sé nú málið aftur á móti þess eðlis, að almenningur lætur sig skipta hver ákvörðun er tekin, án þess þó að vissa sé fyrir því að almenningsálitið fylgi hinni pólitísku flokka- skiptingu, hvað á þá til ráðs að taka? Þjóðaraikvæðagreiðslur. Algengasta úrræðið í lýðræðislöndum, þegar um er að ræða stórmál, er að skjóta ákvörðuninni til kjósenda með því að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu. Svo var gert hér á landi 1944 við stofnun lýðveldis- ins, og einnig fyrr við ákvörðun ýmissa stór- mála. Undirskriftasafnanir. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla er bæði dýr og fyrirhafnarsöm. Leitað hefur því verið að leið- um til þess að kynna sér vilja almennings á annan veg. Algengust þessara leiða hér á landi er undirskriftasöfnun meðal kjós- enda. Sá galli er þó á þessari aðferð að nær undantekningalaust hefur slíkum undirskrift- um verið safnað af hagsmuna- eða skoðana- samtökum, sem hafa hug á að notfæra sér árangurinn, málstað sínum til framfylgis. Undirskriftasöfnunin fær því í upphafi á sig flokksblæ, en forsvarsmenn og andstæðing- ar nota sér óspart málgögn sín, söfnuninni

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar: 1. hefti (01.04.1956)
https://timarit.is/issue/368245

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. hefti (01.04.1956)

Gongd: