Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 30

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 30
24 NÝTT HELGAFELL í hverju kjördæmi, fær sendct skrá yfir þá sem spyrja skal í hans umdæmi og spum- ingaskrár. Samstarfsmaður leitar svo uppi þessa kjósendur og enga aðra og leggur fyr- ir þá spumingamar. Sé kjósandi fluttur úr umdæminu, er það tilkynnt og nafn hans flutt á skrá í því umdæmi, þar sem hann er búsettur nú. Að lokum em upplýsingar spumingalist- anna færðar á spjöld til vélaúrvinnslu. Á hvert slíkt spjald eru skráðar upplýsingar um aldur, búsetu, menntun o. s. frv. fyrir hvern einstakan kjósanda sem spurður var. Auk þess em svör hans skráð þar. Það er því hægt að flokka saman spjöldin eftir þess- um einkennum og á þann hátt fá vitneskju um afstöðu karla og kvenna, ungra og gam- alla, o. s. frv. til þeirra mála, sem em í at- hugun. Ef skoðanakönnun skyldi t. d. leiða í ljós, að ákveðinn hundraðshluti kjósenda væri hlynntur áfengisbanni, þá er hægt að sjá, hvort það eru t. d. konur frekar en karl- menn, eldri frekar en yngri o. s. frv. Það þarf varla að taka fram að nöfnum hinna aðspurðu er haldið algjörlega leynd- um. Venjan er sú, að spurningalistamir eru brenndir, þegar búið er að færa svörin á spjöld til vélaúrvinnslu. Skoðanakannanir hér á landi. Hér á landi hafa verið framkvæmdar fjór- ar skoðanakannanir. Sú fyrsta var fram- kvæmd 1942—43 á vegum Helgafells um af- stöðu almennings til sambandsslitanna við Dani, önnur var gerð 1948 á vegum Stór- stúku Islands um afstöðu manna til áfengis- banns og sú þriðja og fjórða sumarið og haustið 1955, um afstöðu almennings til fjölda mála, og um leið til þess að afla ým- issa upplýsinga um venjur og hætti þjóðar- innar almennt. Þessar tvær siðastnefndu kannanir vom framkvæmdar um land allt, sú fyrri í júlí, en hin síðari í september 1955. Við úrvinnslu úr fyrri könnuninni fengust 1000 nothæf spjöld, en 1200 úr hinni síðari. Verkið hér á landi var unnið af Islenzku Gallupstofn- uninni, en systurstofnunin Norsk Gallupinsti- tut sá um alla vélaúrvinnslu og tæknilega aðstoð. Bjöm Balstad, forstöðumaður norsku stofn- unarinnar og formaður Evrópusamtaka þess- ara stofnana, kom þrisvar hingað til lands til þess að tryggja, að verkið væri eins vel unnið og föng væm á og að fylgt væri regl- um Gallupstofnananna, en þær hafa að baki sér tuttugu ára reynslu í þessum efnum. Skoðanakönnun í júlí 1955 NÝTT HELGAFELL birtir hér á eftir svör við sjö af þeim mörgu spurningum er í sum- ar voru lagðar fyrir íslenzka kjósendur. Niðurstöðurnar eru sýndar í %, og sést því hve margir af hverju hundraði svöruðu á þennan eða hinn veginn. Sumar spurning- arnar (1., 5. og 6. spurning) voru þannig, að hægt var að svara til meiru en einu, og þar sem nokkrir hinna aðspurðu nefndu til tvö svör, verður samtala svaranna hærri sem þessu nemur. 1. Hvert álítið þér vera helzta vandamál íslendinga í dag? Þeir, sem svömðu þessari spumingu, nefndu til mörg vandamál. Eins og vænta mátti nefndu flestir til efnahagsvandamál þjóðarinnar og sambúðina við vamarliðið. Ef aðeins eru talin þau mál, sem 4% eða fleiri nefndu, þá er svar úrtaksins og þá væntanlega þjóðarinnar allrar þannig: % a) Hersetan, herstöðvarmálið, varnar- liðið, Keflavíkurflugvöllur......... 17 b) Dýrtíðin, verðbólgan ............... 16 c) Áfengisbölið, óregla ................ 8 d) Sundurlyndi flokkcmna, festu vant- ar í stjórnmálin..................... 8 e) Uppeldismálin, of lítið er gert fyrir æskuna, of lítill agi................ 6 f) Ýmsir brestir með þjóðinni, þjóðar- rembingur, peningagræðgi, o. s. frv. 4 g) Landhelgismálið, deilan við Breta .. 4 h) Gjaldeyrisskortur, utanríkisverzlun- in .................................. 4

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.