Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 32

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 32
26 NÝTT HELGAFELL Vel, Illa, Veit ekki, % Mjög vel sæmileqa mjög illa svara ekki Noregur 40 50 0 10 Danmörk 17 68 3 12 Bretland 5 64 10 21 Bandaríkin 13 64 4 19 Rússland 3 42 10 36 Frakkland 7 57 6 30 Langefst á blaði er Noregur og þar næst Danmörk. Athyglisvert er, hve íáir hafa svarað „mjög vel" um Bretland, og gætir sennilega einnig hér áhrifa frá deilu okkar um landhelgina og löndunarbannið í Bret- landi. Nokkur hætta er á, að tortryggni sumra hinna aðspurðu hafi haft einhver áhrif á svör varðandi Bandaríkin og Rússland. Það er frekar ósennilegt, að 19% kjósenda hafi ekki myndað sér skoðun um Bandaríkin og 36% ekki um Rússland. Lítill munur virðist vera á afstöðu karla og kvenna, og eins virðist aldur skipta litlu máli. Aftur á móti virðist nokkur samfylgni með menntun og aístöðu til erlendra þjóða. Þeir, sem meiri menntun hafa hlotið, eru yfir- leitt mildari í dómum sínum. 4. Hversu margar bækur haldið þér, að þér hafið lesið á s.l. hálíu ári? Með þessari spurningu skyldi reyna, hve bókelskir Islendingar eru. Svörin voru í höfuðdráttum sem hér segir: É g 1 a s : % Enga bók 7 1— 2 bækur 7 3— 5 — 19 6—10 — 19 11_20 — 19 21—30 — 11 31—50 _ 6 51 eða fleiri 3 Man ekki, svara ekki 9 100 Lítill munur er á bókalestri eftir aldri, og virðist yngri kynslóðin ætla að halda við orðstír íslendinga sem bókelskrar þjóðar. Sömuleiðis er lítill munur karla og kvenna í þessu efni. Það er einkennilegt að 14% þeirra, er æðri menntun hata hlotið, leiða hjá sér að svara, og 4% segjast enga bók hafa lesið síðastliðið hálft ár. Verður að álíta, að um 18% íslenzkra menntamanna líti ekki í bók nema endrum og eins? 5. Hvaða tegund bókmennta lesið þér helzt? Spuming þessi var aðeins lögð fyrir þá, sem lesið höfðu bók s.l. ár, stöður eru þessar: en aðalniður- Eg les helzt: % Skáldsögur 79 Ævisögur 62 Sagnfræðirit 26 Vísinda- og tæknirit 19 Þjóðfélagsfræði 8 Annað 5 Alls 199 Hér kemur fram nokkur munur karla og kvenna, og lesa konur miklu minna sagn- fræði og visindarit. Svo sem vænta má eykst lestur fræðirita með aukinni menntun. Lítill munur virðist vera á skáldsagnalestri eftir aldri, kyni eða menntun og nefna lang- flestir í öllum flokkum þær sem helzta lestr- arefnið. Aftur á móti hækkar hlutdeild ævi- sagna og sagnfræðirita mjög með aldrinum, 71% elztu kjósendanna nefna ævisögur og 32% sagnfræðirit, en af þeim yngstu aðeins 49% og 18%. 6. Hver fcmnst yður bezta bóldn, sem þér lásuð síðasta árið? Nefndur var til aragrúi bóka, en þó engin mjög oft. Það var víst engin „best seller" á jólamarkaðinum 1954. Það ráð var því tekið að flokka ekki eftir bókum, en frekar eftir höfundum eða höfundaflokkum. Enginn bókaflokkur sker sig úr eins og eftirfarandi niðurstöður sýna:

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.