Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 40

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 40
34 NÝTT HELGAFELL íélaginu er þrá einstaklingsins eftir betri aí- komu og kjörum. Það heíur hlotið mörg nöfn, enda birtist það í mörgurn myndum. Eigin- girni, íégræðgi, sjálfsbjargarviðleitni, hag- * sýni og íramtak eru öll greinar af sama stofni. Þótt ranghverfur þess séu margar, get- ur það samt haft mikil áhrif til góðs í ver- öldinni. Það er fróðlegt að kalla hér til vitnis hinn skarpskyggna þjóðfélagsskoðara, Frakkann Tocqueville, en í bók sinni, Lýðræðið í Ameríku, sem rituð var fyrir rúmum hundrað árum, farast honum orð á þessa leið. „Lögmál eiginhagsmunanna, sé það rétt skilið, er ekki háleitt, en það er ljóst og ör- uggt. Það setur sér ekki stórfengleg stefnu- mið, en nær áreynslulítið þeim áföngum, sem það hefur sett sér. Aflir geta lært það og munað, því að það er ekki ofvaxið skiln- ingi nokkurs manns. Það nær auðveldlega miklu áhrifavaldi yfir mönnunum vegna þess, hve dásamlega það samræmist veik- leikum þeirra. Og vald þess er ekki hverfult, því að það skákar hagsmunum einstakling- anna hvers gegn öðrum, en beitir sömu með- ulum til að stjórna ástríðunum og æsa þær. Lögmál eiginhagsmunanna hvetur menn ekki til stórkostlegrar sjálfsafneitunar, en það bendir þeim daglega á smáa hluti, sem þeir geta neitað sér um. Eitt sér gerir það menn ekki dyggðuga, en það þjálfar fjölda manna í reglusemi, hófsemi, forsjálni og sjálfstjórn; og þótt það beini vilja manna ef til vill ekki beint á dyggðarinnar veg, dregur það þá þangað samt smám saman með valdi van- ans. Ef lögmál eiginhagsmunanna væri alls ráðandi í heimi siðferðisins, mundu framúr- skarandi dyggðum vafalaust fækka, en hins vegar mundi hin lægsta spilling einnig verða sjaldgæfari. Lögmál eiginhagsmunanna kemur ef til vill í veg fyrir, að menn rísi hátt yfir meðbræður sína, en það stöðvar og heldur í skefjum fjölda annarra manna, sem ella mundu sökkva djúpt niður. Lítum á nokkra hina allra beztu menn, þeim fer aftur vegna áhrifa þess, en lítum á allt mannkyn, því fer fram." Tocqueville var, eins og þeirra tíma mönn- um var títt, hugað um hina siðferðilegu hlið þjóðfélagsmálanna og mættu nútímamenn af því læra. Flestir munu vera honum sammála um það, að mikilvægara sé að bæta siðferði alls almennings en að skapa jarðveg fyirr siðgæðispostula. Siðferðisvakn- ing verður að vísu helzt, þar sem spillingin er mest. Templarinn er ávöxtur drykkjuskap- arins, og þannig verður dyggðin laun synd- arinnar. Fáir munu þó mæla spillingu bót með þeim rökum. Það verður líka að hafa í huga, að Tocqueville hefur til samanburðar við lýðræði Ameríku þjóðfélag meginlands Evrópu á þeim tímum. Þar var stjórnarfram- kvæmd bygg á erfðavenjum og, þegar bezt lét, ábyrgðartilfinningu stjórnþjálfaðrar yfir- stéttar. En þetta gat brugðizt til beggja vona. Sumir embættismenn voru háleitir hugsjóna- menn, en aðrir samvizkulausir harðstjórar. Þess vegna virtist honum stjóm eiginhags- munanna, þ. e. a. s. hið frjálsa hagkerfi, ör- uggara til að beina mönnum á réttar brautir. Þótt margt hafi breytzt á einni öld, er enn yfirleitt um tvær leiðir að velja til að stjórna efnahagsstarfseminni. Annars vegar er laga- setning og bein afskipti ríkisvaldsins, hins vegar hið frjálsa hagkerfi. Fyrri leiðin er mun erfiðari í framkvæmd. Hún krefst dyggra þjóna ríkisvaldsins, sem geta sýnt árvekni og framtak í starfi án þess að hljóta fyrir það sérstaka kjarabót, en jafnframt staðizt þær freistingar, sem óhjákvæmilega

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.