Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Síða 41

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Síða 41
LEIÐ OSS EKKI I FREISTNI 35 verða á vegi þeirra. Sé of mikið á lagt, er meira í húfi en stjórn efnahagsmála ein, því að hætt er við, að viðringarleysi fyrir öllum lögum og rétti fylgi fljótt á eftir. Það er hægt að hugsa sér sem svo, að hver þjóð geti tekið við einhverjum ákveðn- um skammti af efnahagslegu aðhaldi án þess að tjón verði af. Hversu mikill sá skammtur er, fer eftir erfðavenjum og félags- legum þroska þjóðarinnar. Það hefur til dæmis sýnt sig, að Bretar og Norðurlanda- þjóðimar þola furðumikið í þessum efnum, en Frakkar og Italir miklu minna. Islendingar standa áreiðanlega ekki vel að vígi að þessu leyti, svo að hætt er við, að hinn siðferðilegi varasjóður þeirra ganga brátt til þurrðar, ef ekki er gát á höfð, en án slíks varasjóðs fær ekkert þjóðfélag staðizt til lengar. En félagslegar dyggðir dafna ekki af sjálfu sér án tillits til umhverfisins, og ekki er leng- ur unnt að treysta á vald trúarinnar í þess- * um efnum. Það er því höfuðnauðsyn, að þjóðfélagið sé þannig skipulagt, að heiðar- leiki og skyldurækni borgi sig og ekki séu lagðar í götu hvers manns ógurlegar freist- ingar til lögbrota. Hið frjálsa markaðshag- kerfi er í mörgum efnum heppilegasta leiðin að þessu markmiði. Ef rétt er á haldið sameinar það hagsmuni einstaklingsins og þjóðfélagsins á hinn hag- felldasta hátt. Með þessu er ekki sagt, að einkarekstur sé ætíð bezta skipulagið. Opin- ber rekstur og þó einkum samvinnurekstur geta vel samrýmzt frjálsum markaði. Mönn- um hefur orðið það ljósara á síðari árum, að hinar gömlu deilur um eignarrétt atvinnu- fyrirtækjanna eru ekki höfuðariðið, heldur skiptir hitt meira inála, hvernig þau eru skiplögð. Reynslan bendir að ví.su til þess, að heppilegt sé, að afkoma þeirra, sem stjórna fyrirtækjum, sé bundin hag þess: En því marki má ná með ýmsu móti, og hitt er ekki síður mikilvægt, að gefa öllu starfsfólki fyrirtækja hlutdeild í afrakstri þeirra, eins og tíðkazt hefur í sjósókn á íslandi um langan aldur. Mest er um vert að nýta þann afl- gjafa, sem eiginhagsmunir einstaflingsins eru, í stað þess að skipuleggja efnahags- málin þannig, að mikill hluti af orku þjóð- félagsins fari til einskis í fánýtu eftirliti og löggæzlu. Það er ekki tilgangur þessara lína, að ræða skipulag efnahagsmálanna né þær mörgu forsendur, sem uppfylla þarf til þess að frjálst og heilbrigt hagkerfi geti þróazt, en stjórn þess mundi áreiðanlega krefjast ekki minni árvekni en haftabúskapurinn. Tilgangur þeirra er hins vegar sá að drepa á nokkrar hliðar þessara mála, sem oft er tekið minna tillit til en skyldi í stjórn þjóðarbúskaparins. Þjóðfélagið er allt ein órofa heild, og með- ferð efnahagsmála hefur ekki áhrif á afkom- una eina, heldur á lífsskoðun manna og sið- gæði, list þeirra og trú. Með hverri stjórnar- athöfn er lagður steinn í þá byggingu, sem er íslenzkt samfélag. Jafnvel hið hversdags- legasta mál verður ekki vel af hendi leyst nema menn geri sér grein fyrir, hvernig þeir vilja, að hún verði í framtíðinni. J. N.

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.