Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Síða 46
40
NÝTT HELGAFELL
að fyrirhafnarlítið ætti að vera að afla sér
vitneskju um hann. Innan ó forsíðu stendur,
að myndirnar séu „flestar" úr söfnum nokk-
urra alkunnra ljósmyndara, en engin vís-
bending um það, hver tók hverja mynd. Ekki
verður betur séð en val myndanna sé gert
af handahófi, enda styrkir formáli útgefanda
lesenduma ótvírætt í þeirri trú.
Þannig verða sumar myndirnar beinlínis
skoplegar, eins og t. d. hinir tveir ónafn-
greindu menn með byssur á bls. 44 og 45.
Slíkar myndir bregða ekki ljósi yfir neitt,
nema það, sem flestir vissu áður, að ljós-
myndatækni var stórum ófullkomnari fyrir
50—100 árum en nú. Því miður minnir bókin
öll helzt á ræfil af gömlu albúmi, sem nætur-
gestur finnur í ókunnugu húsi. Bókaútgáfan
Norðri hefur reyndar gefið út vandaðar
myndabækur (af verkum Einars Jónssonar
og Ríkarðs Tónssonar), þó að svona tækist
til um þessa bók.
NÝTT BÓKMENNTAFÉLAG, sem nefnist
Almenna bókafélagið, tók til starfa á árinu og
hafa þegar á sjötta þús. manns gengið í fé-
lagið. Bókaval þetta fyrsta crr virðist hafa
tekizt vel og ber einkum að viðurkenna
skáldsögu þá, er félagið valdi fyrsta til þýð-
ingar.
Grát, ástkæra fósturmold er ágæt saga, þó
að hún sé ekki stórverk, og hefur þann sjald-
gæfa eiginleika að vera listrænt áróðursrit.
BIRTINGUR, nýtt tímarit um bókmenntir,
hóf göngu sína á árinu. Ritstjórar eru 4: Ein-
ar Bragi Sigurðsson, Geir Kristjánsson, Jón
Óskar og Thor Vilhjálmsson, en auk þess
hefur það stuðning margra annarra hinna
ritfærustu yngri höfunda. Tímaritið er rót-
tækt, all-harðsnúið, en betur sniðið til sókn-
ar en vamar.
NÝTT HELGAFELL mun nú leitast við að
birta smám saman ritdóma um helztu bækur
ársins, sem leið, og hefjast þeir með þessu
hefti. K. K.
Persónulegar játningar
Ólafur Davíðsson: Ég læt allt fjúka.
Isafoldarprentsmiðja h.f., 1955.
Í þessari bók eru bréf og dagbókarbrot
Ólafs Davíðssonar, frá þeim árum er hann
var við nám í latínuskólanum í Reykjavík
og háskólanum í Kaupmannahöfn. Sendi-
bréfin eru öll til föður Ólafs, séra Davíðs
Guðmundssonar á Hofi í Hörgárdal. Dag-
bókin hefst þegar Ólafur er í 5. bekk, en
segir síðan einkum frá síðasta vori hans í
Reykjavík og fyrsta hausti hans í Kaup-
mannahöfn.
IJtgefandi hefur valið bókinni að nafni orð
Ólafs sjálfs, og er það réttnefni. Bæði bréfin
og dagbókin eru skrifuð af aðdáanlegri
hreinskilni. Það er raunar ekki tiltökumál,
þótt hann segi dagbókinni hug sinn allan,
þar sem hann hefur aldrei hugsað sér, að
hún kæmi út á prent. En hann sýnir föður
sínum sama hispursleysið, ströngum og siða-
vöndum presti, sem vafalaust hefur orðið
fyrir sárum vonbrigðum, er þessi efnilegi
sonur lagðist í drabb og óreglu og hvarf að
lokum próflaus úr háskóla.
Bók sem þessi hefur tvöfalt gildi. I fyrsta og
helzta lagi er hún heimild um þann mann,
sem hana ritaði. Þá gefur að skilja, að hún
á mest erindi til þeirra, sem af einhverjum