Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 49

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Page 49
BÓKMENNTIR 43 losna við hann! Líklega hefur höfundur vilj- að láta fyrra víti verða sér að varnaði. Þeg- ar stærstu skáldsögu hans var snúið á er- lenda tungu, sá þýðandi sér ekki annað fært en breyta endi hennar. I frumgerð höfundar var maður nokkur að því kominn að týna lífi sínu í sögulok, en þýðandinn sá fyrir honum að fuliu og öllu, og þótti sú ráðstöfun horfa til bóta. Forfeður okkar skildu svo, að allir hlutir væru smíðaðir af nokkuru efni, og stendur sá skilningur enn í góðu gildi. Skáldsaga heitir Sanctuary, eftir bandaríska rithöfund- inn William Faulkner. I þeirri sögu er sagt frá ungri stúlku, sem lendir í höndum bófa á eyðilegum sveitabæ. í flokki þeirra er meðal annarra blindur öldungur, sem henni stendur ærinn stuggur af. Hún flýr undan þessum fúlmennum milli húss og bæjar, og minnir ráðleysis-flökt hennar töluvert á næturferðalag Bimu Þorbrandsdóttur í Blind- ingsleik. En það skal skýrt tekið fram, að hér er ekki um ófrumlega stælingu að ræða. Sanctuary er af mörgum gagnrýnendum talin sízt af sögum Faulkners, en vinsældir sínar og útbreiðslu á sagan að nokkru leyti því að þakka, að þar er haugað saman klámi og allskyns hryllingi, sem mannanna börnum hefur löngum þótt gimilegt lestrar- efni. Þetta hefur Guðmundur ekki tekið sér til fyrirmyndar, og hann hefur ekki heldur reynt að líkja eftir hinni sérkennilegu frá- sagnarlist Ameríkumannsins. En mér er nær að halda, að eitthvað aí þeim dularfulla anda sem Guðmundi hefur, þrátt fyrir allt, tekizt að blása í sögu sína, sé komið frá sögu hins erlenda stórmeistara. Um þetta er ekki annað að segja en gott eitt. Mér hefur stund- um fundizt Guðmundur Daníelsson vinna að smíði sagna sinna ofmjög að hætti alkemista fyrri alda, sem skildu ekki, að gullið verður að grafa úr jörðu, en síðan geta hagleiks- menn smíðað úr því fagra skartgripi. JÓNAS KRISTJÁNSSON Rösklega skrifuð saga Indriði G. Þorsteinsson: Sjötíu og níu af stöðinni. Iðunnarútgáfan, 1955. Þessi bók kom eins og halastjarna. Þeir/ sem fara nærri um gang tungla á himni bók- menntanna, sögðu komu hennar fyrir, menn biðu fullir eftirvæntingar, og mörgum kann að hafa þótt nóg um uppnámið, þegar allt var um garð gengið. En hvað um það, hitt má gjarnan segjast undir eins, að þetta er rösklega skrifuð saga, spennandi, mannleg, hrein og bein og hreint ekki svo lítill skáld- skapur. Að undanskildum fyrsta og síðasta kafl- anum, sem eru einskonar umgjörð, formáli og eftirmáli ef vill, er sagan sögð í fyrstu persónu. Leigubílstjóri á stöð teflir og spjall- ar við félaga sína, þangað til hans númer er kallað upp, ekur fólki um bæinn og út úr honum, lendir í ævintýrum, á sínar ham- ingjustundir og verður fyrir vonbrigðum. Allt er þetta mjög svo venjulegt og lítt í frásögur færandi, ef ekki kæmi til sá neisti listarinnar, sem einn megnar að gera hversdagslega lífs- reynslu forvitnilega öðrum mönnum. Persónur sögunnar eru skýrt dregnar, jafn- vel aukapersónur eins og pían og fraukan, en svo heita á bílstjóramáli stúlkan, sem anzar í símann og kallar í hátalarann, og hin, sem gengur um beina í matstofu þeirra. Guðmundur, vinur sögumanns og nánc.sti félagi, er mikill öðlingsmaður, og steini harð- ara er það hjarta, sem ekki kemst við, þegar Eiríkur verður fyrir því óláni að aka yfir sjö ára dreng. Aðalpersónumar, maðurinn, sem söguna segir, og konan, eru einnig mjög lifandi og vaka lengi í vitund lesandans, eftir að bókinni hefir verið lokið. Og ekki má gleyma gamla, rauða Dodge-bílnum, sem þrátt fyrir sitt persónuleysi á til dynti og sér- vizku, en er trúr og traustur á hverju sem gengur. Mönnum hefir orðið tíðrætt um stíl þessar- ar sögu. Hann er sagður fenginn að láni hjá erlendum meistara, og víst hefir mörgu verið

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.