Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 50

Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Qupperneq 50
TONLIST Fyrir 25 árum Vakningin í sönglífi þjóðarinnar hófst upp úr miðri 19. öldinni. Hinn fyrsta opinbera samsöng hér á landi héldu skólapiltar uppi á svefnlofti Lærða skólans — Langaloftinu — 2. apríl 1854. Söngnum stýrði söngkenn- ari skólans, Pétur Guðjohnsen. Þessi sam- söngur er og merkilegur fyrir það, að þá heyrist í fyrsta sinn margraddaður kórsöng- ur hér á landi. Lærði skólinn er vagga kór- söngsins á íslandi. Jónas Helgason stofnaði „Söngfélagið Hörpu'' 1862 og þrjátíu árum síðar var „Söngfélagið 14. janúar'' stofnað, sem Stein- grímux Johnsen stýrði. Árið 1876 stofnaði Helgi Helgason „Lúðurþeytarafélag Reykja- víkur" og er það merkisviðburður, því að logið meira en því, að höfundur hennar sé undir áhrifum mikils töframanns. 1 rauninni er ekkert við það að athuga, þótt ungir höf- undar gangi á reka og gerist djarftækir til efniviðar, en Indriði hefði vel getað dregið viðinn heim eftir að skyggja tók og telgt hann ofurlítið meira til, áður en hann smíð- aði úr honum framhlið og forstofuhurð. Ég veit ekki, hvernig á því stendur, en mér finnst hann oft á tíðum trana þessu lánsgóssi fram vitandi vits, rétt eins og hann vildi segja: Finnst ykkur ekki ég stæli hann vel. Á köflum gleymir hann sér svo, skrifar eins og honum er eðlilegast og skrifar þá hvað bezt. Það er ánægjulegt, þegar höfundar velja sér yrkisefni, sem þeir þekkja til hlítar, og Indriði er auðsjáanlega þaulkunnugur þeirri stétt manna, sem hann ritar um, þekkir dag- leg störf þeirra og viðbrögð. Mál bókarinnar ber líka blæ þess þrönga sjónhrings, er sögu- maður hrærist í. Sérfræðimál bílamannsins hefir líklega aldrei komizt inn í íslenzkar bókmenntir fyrr en nú. þá koma fyrst blásturhljóðfæri til sögunnar. Þetta voru aðalkraftamir í sönglífi bæj- arins út öldina. Á fyrsta tug 19. aldarinnar var Brynjólfur Þorláksson dómkirkjuorganisti aðalmaður- inn í sönglífinu. Hann stýrði m. a. karla- kómum „Kátum piltum". Árið 1904 tekur Sigfús Einarsson fyrst alvarlega til starfa og síðan tekur hann forystuna. Mikill ljómi stóð af karlakómum „17. júní'' undir hans stjórn á ámnum 1912—18. Karlakór K.F.U.M., sem síðar breytti um nafn og nefndist þá „Fóstbræður", kom fram 1917 og varð brátt undir stjóm Jóns Halldórssonar frábærlega góður. Sama er að segja um „Karlakór Reykjavíkur" undir stjórn Sigurðar Þórðar- sonar, sem var stofnaður 1926. Þegar líður fram að 1930, er karlakórs- Höfundur þessarar bókar er rriikill sveita- maður. Þótt söguhetja hans hafi ílenzt á möl og malbiki, stundi akstur og sprúttsölu og sé inni í kanabissness, þá leitar hugurinn norður yfir heiðar, þegar á bjátar, og að leiðarlokum sér hann Mælifellshnjúk bera við himin, Kilimanjaro þeirra Skagfirðinga. Heima bíður mamma hans, „og ég var elsku drengurinn hennar, eins og vanalega. ... Hún sagði mér ítarlega að heiman; hvemig kýrnar mjólkuðu og kálfamir væru litir; hún sagði mér einnig frá hrossunum, af því hún vissi ég hafði gaman af þeim." Vonbrigði þau, sem ýmsir hafa orðið fyrir við lestur þessarar sögu, má sennilega rekja að nokkm til þess, hversu hvatvíslega hún var auglýst fyrirfram. En þarflaust er að láta höfundinn gjalda þess, og álíti einhverjir, að I. Þ. sé hermikráka og annað ekki, skal þeim einungis ráðlagt að lesa bókina betur. ÞÓRAHINN GUÐNASON.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.