Nýtt Helgafell - 01.04.1956, Blaðsíða 51
TÓNLIST
45
söngur kominn á það stig hjá okkur, að hann
jafnast fyllilega á við það bezta, sem til er
á því sviði hjá nágrannaþjóðunum. Að þessu
þarf ekki fleiri orðum að eyða. Þetta er við-
urkennt um öll Norðurlönd.
Söngstjórar þeir, sem að framan eru
nefndir, höfðu og jafnframt annað kastið á
sínum snærum blandaða kóra. Söngur þeirra
var stundum mjög góður, sbr. hinn mikla
söngflokk Sigfúsar Einarssonar, sem talinn
var einhver bezti kórinn á norrænu söng-
móti í Kaupmannahöfn 1929. Eftir að Páll
Isólfsson var kominn heim frá Leipzig, stjóm-
aði hann nokkrum sinnum blönduðum kór-
um, sem fluttu kirkjulegar tónsmíðar eftir
gömlu meistarana. Annars kvað mest að
honum sem orgelsnillingi. Síðar tók hann
forystuna í tónlistarlífi höfuðborgarinnar og
hefir haft hana síðan.
Þegar þrír tugir voru af öldinni, höfðum
við eignazt nokkra góða listamenn; söngv-
ara, píanóleikara, fiðluleikara og orgel-
snilling, sem var í fremstu röð á heimsmæli-
kvarða. Þessir menn voru þá famir að láta
til sín taka í tónlistarlífinu. Allir áttu þeir
það sameiginlegt, að þeir höfðu lært listina
í útlöndum.
Hljómsveit Reykjavíkur var stofnuð 1925
og stjórnaði Sigfús Einarsson henni fyrst og
síðar Páll ísólfsson á árunum til 1930. Orðið
,,hljómsveit" er teygjanlegt hugtak. Og það
er reginmunur á fullkominni sinfóniskri
hljómsveit og þeirri, sem hér var að verki.
Hljómsveit Reykjavíkur var á þessum árum
í rauninni ekki annað en ,,salon-hljóm-
sveit", því að í hana vantaði mörg hljóð-
færi, sem í sinfóniskri hljómsveit eiga að
vera. Hún gat því ekki flutt hinar fögru tón-
smíðar í þeim búningi, sem tónskáldin höfðu
klætt þær. Árið 1930 var hún enn ekki kom-
in lengra á veg en það, að hún var ekki
einfær um að annast undirleikinn á Hátíða-
kantötu Páls Isólfssonar á Þingvöllum og
varð þá að fá hljóðfæraleikara til aðstoðar
frá Danmörku. Stofnun hennar var þó engu
að síður merkisviðburður, sem markar spor
í sögunni. Forráðamenn hennar vissu þá
mæta vel, að hún var ekki annað en vísir
að fullkominni sinfóniskri hljómsveit og
hlaut að verða það um langan tíma. Hér
var við erfiðleika að etja. Hljóðfæraleikar-
amir urðu á þessum árum yfirleitt að leita
til útlanda til að ná fullkomnun í listinni.
Það var ekki líklegt, að margir vildu leggja í
þann kostnað og eyða tíma í það, þegar
ekki var annað í aðra hönd en ánægjan að
leíka í hljómsveitinni endurgjaldslaust, eins
og hljómsveitarmennimir urðu að gera til
skamms tíma. Hér var úr vöndu að ráða.
Menn sáu þá fram á nauðsyn þess, að
stofnaður yrði tónlistarskóli í Reykjavík,
sem veitt gæti kennslu á hljóðfæri, sem
nauðsynleg eru í hljómsveit. Námið í tón-
listarskólanum mætti jafnvel hafa í hjáverk-
um með öðrum störfum eða námi í öðrum
skólum. Þeir hlutu og að verða stöðugt fleiri,
sem gerðu tónlist að ævistarfi, því að at-
vinnuskilyrði fyrir hljóðfæraleikara fóru
batnandi eftir því sem bærinn stækkaði, og
hann var í örum vexti. Tónlistarskólinn var
síðan stofnaður 1930.
Hér hafa stuttlega verið raktir aðalþræð-
imir í þróun tónlistar fram til ársins 1931.
Kórsöngur var kominn á hátt stig, nokkrir
söngvarar og hljóðfæraleikarar höfðu kom-
izt langt í sinni grein, en hljómsveitin var
þá ekki annað en vísir. Fram að þessu höfðu
Islendingar ekki einu sinni verið einfærir um
að halda uppi hljóðfæraleik á veitingastöð-
um borgarinnar. Það varð að fá útlendinga
til þess. Ég man, að Sigfús Einarsson hafði
eitt sinn á þessum ámm orð á því, að skil-
yrði fyrir fullkomna sinfóniska hljómsveit
yrðu varla til, fyrr en Reykjavík hefði tvö-
faldað íbúatölu sína, en fráleitt, að það yrði
á þessari öld. Hann óraði ekki fyrir hinum
mikla vexti bæjarins eftir 1940. Nú er íbúa-
talan meira en tvöfölduð síðan og draumur-
inn um sinfóniska hljómsveit orðinn að veru-
leika.
Það var og einkenni á þessu tímabili, að
þjóðin var sérstaklega söngþyrst, meira að
segja hungmð í músík, en ekki að sama
skapi gagnrýnin. Hún gleypti við öllu, sem