Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Side 8
fimmtudagur 30. ágúst 20078 Fréttir DV BAR•RESTAURANT•CAFÉ Hafnargata 19 - Keflavik www.rain.is - rain@rain.is Tel: 421 4601 Glæsilegur matseðill öll kvöld,matreiðslumaður Daníel Sigurgeirsson Forsala er hafin í síma 421 4601 á Ránni í Reykjanesbæ 29. ágúst - 1. september Föstudagskvöld : kl. 23:30 Sögur af Suðurnesjum Dansleikur með Vignir Bergmann Rúnars Júlíussonar kl. 22:00 hljómsveit kl. 15:00 - 17:00 kl. 18:00 Kaffihlaðborð, Hátíðarhlaðborðið Ljósin í berginu. Örn Árnason og Jónas Þórir Laugardagskvöld: Skemmtidagskrá Dansleikur með kl. 22:00 kl. 23:30 hljómsveitinni Vítamín kl. 21:00 Fimmtudagskvöld: Tónleikar Blúsmenn Andreu Gylfadóttur Tíu stærstu útgerðarfyrirtæki á Íslandi ráða yfir meira en helmingi kvótans. HB Grandi er langstærsta útgerðarfyrirtæki landsins með um 10 prósenta hlutdeild. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir þróunina alla vera á sama veg. Fáir en sterkir aðilar eignast kvótann. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar telur líklegt að núverandi reglum um 12 prósenta hámarkshlutdeild verði breytt. ÞRJÚ FÉLÖG RÁÐA YFIR FJÓRÐUNGI KVÓTANS Tíu stærstu útgerðarfyrirtæki á Íslandi ráða yfir meira en helmingi kvótans, eða um 51,22 prósentum af úthlutuðu aflamarki á nýju fiskveiðiári sem hefst um helgina. Fimmtíu stærstu útgerð- arfyrirtæki landsins ráða svo samtals yfir rúmlega 82 prósentum af úthlut- uðu aflamarki. HB Grandi er líkt og síðustu ár langstærsta útgerðarfyrirtæki lands- ins, með rúma tíu prósenta hlutdeild aflamarks eða um 30.306 þorskígildis- tonn. Samherji er næststærsta útgerð- arfyrirtæki landsins með 7,14 prósenta hlut úthlutaðs aflamarks. Brim er þriðja stærsta útgerðarfyrirtæki lands- ins með 7 prósenta hlutdeild. Saman- lagt eiga þessi fyrirtæki tæplega fjórð- ung kvótans á nýju fiskveiðiári. Önnur stærstu útgerðarfyrirtæki landsins eru Þorbjörn hf með 5,13 pró- senta hlutdeild, FISK-Seafood hf með 4,49 prósenta hlutdeild og Vísir hf. í Grindavík, með 4,28 prósenta hlut- deild. Þá eru Vinnslustöðin, Rammi, Hraðfrystihúsið-Gunnvör og Skinney- Þinganes einnig í hópi tíu stærstu út- gerðarfyrirtækja landsins. Reykjavíkurhöfn langstærst Reykjavíkurhöfn er stærsta heima- höfnin á næsta fiskveiðiári með sam- tals um 15,21 prósenta hlutdeild af úthlutuðu aflamarki. Vestmannaeyja- höfn er næststærst, með 12,04 pró- senta hlutdeild og Grindavíkurhöfn er þriðja stærsta höfnin. Þessar þrjár hafnir eru langstærstu hafnir lands- ins með rúmlega 38 prósenta hlut- deild. Hornafjarðarhöfn og Akureyr- arhöfn eru fjórðu og fimmtu stærstu hafnir landsins, báðar með ríflega fjögurra prósenta hlutdeild. Þar á eftir koma hafnir á Akranesi, Dalvík, Skaga- strönd, Garði og Grenivík. Tíu stærstu hafnir landsins hafa 62,65 prósenta hlutdeild, en mikil breyting hefur orð- ið þar á síðustu ár. Fáir útvaldir hafa yfirburðastöðu Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir þróunina hafa alla verið á sama veg undanfarin ár. „Það er alltaf meiri samþjöppun og kvótinn færist á færri hendur síðan frjálst framsal á afla- heimildum var leyft, þessi þróun hefur verið í mörg ár og þó hún sé ekki sér- staklega hröð, er hún mjög markviss. Við sjáum það að um það bil tuttugu aðilar hafa algjöra yfirburðastöðu í sambandi við aflaheimildirnar.“ Guðjón telur ekkert í kortunum benda til annars en að samþjöppun- in muni halda áfram. Núverandi ríkis- stjórn mun ekki breyta ríkjandi kvóta- kerfi. „Við getum sett þetta í samhengi við bankana. Þar eru fáir en mjög stór- ir menn sem stjórna miklu. Það sama á við um sjávarútveginn, því verðmynd- un í honum stjórnast af nokkrum stór- um stjórnendum. “ Hann telur að hlutföllin muni breytast enn meira á næstunni, því margir af hinum minni útgerðar- mönnum hafi selt að undanförnu og þær sölur skráist ekki fyrr en á næsta fiskveiðiári. Fyrirtækin stækka áfram Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum, telur líklegt að þessi þróun á eignarhaldi kvótans haldi áfram á næstu árum. Hámark í lögum um hlutdeild hvers útgerð- arfyrirtækis er 12 prósent af heildar- þorskígildi. HB Grandi er því kominn langa leið með að stækka eins mikið og fyrirtækið getur gert samkvæmt núgild- andi lögum. Sigurgeir telur að nið- urskurður á þorskkvóta muni hraða þessari þró- un enn frekar. Hann tel- ur ekki að þróunin muni snúast við þegar þorksveið- ar komast aftur í fyrra horf. „Ef þrjú fyrirtæki samein- ast í eitt, vegna nið- urskurðarins, tel ég ólíklegt að þau myndu aftur skipt- ast þegar kvótinn verður hækkaður aftur,“ segir hann og heldur áfram: „Það segir sig sjálft að ef einn daginn hafa þrjú skip samtals 3000 tonna kvóta, en síðan er kvótinn skertur niður í tvö þúsund tonn, blas- ir við að ekkert vit er í að gera út þrjú skip. Hitt er líka að skip og fiskvinnsla eru alltaf að verða stærri og afkasta- meiri sem þýðir einfaldlega færri ein- ingar. Ef eitt skip gæti veitt tvö þúsund tonn í staðinn fyrir tvö skip sem veiða þúsund tonn hvort, væri það góð hag- ræðing,“ segir hann. Aðspurður hvernig hann meti þró- unina í framtíðinni segir Sigurgeir Brynjar: „Leiðin er sú að þetta mun áfram færast til sterkra fyrirtækja og það er mögulegt að í fram- tíðinni verði stóru útgerðarfyr- irtækin komin með hámarks tólf prósenta hlutdeild líkt og HB Grandi hefur nú nálgast.“ En munu reglurnar þá breyt- ast? „Mér finnst mjög líklegt að þessi fyrirtæki muni vilja hækka kvótann.“ TÍU STÆRSTU ÚTGERÐARFÉLÖG ÍSLANDS ÁRIÐ 2007 HB Grandi hf. – 10,06% Samherji hf. – 7,14% Brim hf. – 7,00% Þorbjörn hf. – 5,13% FISK-Seafood hf. – Vísir hf. – 4,28% Vinnslustöðin hf. – 3,70% Rammi hf. – 3,52% Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. – 3,17% Skinney-Þinganes hf. – 2,73% Aðrir 48,78% Guðjón Arnar Kristjánsson „Við getum sett þetta í samhengi við bankana. Þar eru fáir en mjög stórir menn sem stjórna miklu. Það sama á við um sjávarútveginn, því verðmyndun í honum stjórnast af nokkrum stórum stjórnendum.“ Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Niður- skurður á þorsk- kvóta flýtir þróun- inni. VAlGeIR ÖRn RAGnARSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Sjávarútvegur HB grandi er langstærsta útgerðarfyrirtæki landsins. reykjavíkurhöfn er stærsta höfnin. Þrjú fyrirtæki ráða fjórðungi kvótans. BAR•RESTAURANT•CAFÉ Hafnargata 19 - Keflavik www.rain.is - rain@rain.is Tel: 421 4601 Glæsilegur matseðill öll kvöld,matreiðslumaður Daníel Sigurgeirsson Forsala er hafin í síma 421 4601 á Ránni í Reykjanesbæ 29. ágúst - 1. september Föstudagskvöld : kl. 23:30 Sögur af Suðurnesjum Dansleikur með Vignir Bergmann Rúnars Júlíussonar kl. 22:00 hljómsveit kl. 15:00 - 17:00 kl. 18:00 Kaffihlaðborð, Hátíðarhlaðborðið Ljósin í berginu. Örn Árnason og Jónas Þórir Laugardagskvöld: Skemmtidagskrá Dansleikur með kl. 22:00 kl. 23:30 hljómsveitinni Vítamín kl. 21:00 Fimmtudagskvöld: Tónleikar Blúsmenn Andreu Gylfadóttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.