Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Qupperneq 11
DV Fréttir fimmtudagur 30. ágúst 2007 11 Forsætisráðherra Bretlands Gordon Brown afhjúpaði styttu af Nelson Mandela, Nóbelsverð- launahafa og fyrrverandi forseta Suður-Afríku, í gær. Styttan er á torginu við þinghúsið í Lund- únum. Meðal þeirra sem heiðr- uðu Mandela við þetta tækifæri voru Ken Livingston, borgarstjóri Lundúna, og Richard Attenbor- ough kvikmyndagerðarmaður. „Það er okkur heiður að vera með ykkur við afhjúpun þessarar styttu í dag. Þótt þetta sé stytta af ein- um manni, ætti hún að vera tákn um alla þá sem barist hafa gegn kúgun, sérstaklega í mínu heima- landi,“ sagði Mandela í ávarpi til fólksins sem safnast hafði saman við athöfnina. Líkt við Churchill og Lincoln Forsætisráðherra Bretlands líkti afrekum Mandelas við afrek Abra- hams Lincoln, fyrrverandi Banda- ríkjaforseta, og Winstons Churc- hill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Sagði Brown að barátta Mandelas gegn aðskilnaðarstefnu og fátækt drægi dám af aðgerðum Lincolns gegn þrælahaldi og stríði Churchills gegn fasisma. Hann sagði að „styttan yrði viti vonar sem sendi þau skilaboð til allra sem lifðu við óréttlæti hvar sem væri, að þjáning- ar þeirra myndu ekki vara að eilífu, yrðu aldrei til einskis, og á þeim yrði sigrast“. Nelson Mandela er áttatíu og níu ára gamall og á tímum að- skilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku sat hann í fangelsi í tuttugu og sjö ár. Nelson Mandela líkt við Lincoln og Churchill: Hæstiréttur í Chile hefur kveð- ið upp sinn fyrsta lífstíðardóm yfir háttsettum embættismanni frá tím- um einræðisherrans Augustos Pin- ochet. Hershöfðinginn Hugo Salas Wendzel var sakfelldur og dæmdur, árið 2005, fyrir sinn þátt í morðum á tólf andstæðingum einræðisherrans, en hann var við völd frá 1973–1990. Dómarar í málinu vísuðu frá áfrýjun dómsins frá 2005. Salas var yfirmað- ur leyniþjónustu sem stóð, árið 1987, að baki drápum á mönnum sem grunaðir voru um aðild að samtök- um sem andsnúin voru stjórn lands- ins. Samtökin voru kennd við Manu- el Rodriques og voru staðráðin í að berjast gegn stjórn Pinochet. Í sept- ember 1986 gerðu samtökin mis- heppnaða tilraun til að ráða hann af dögum. Skotnir með köldu blóði Stjórnvöld héldu því fram á þeim tíma að uppreisnarmennirnir hefðu látið lífið í bardaga við öryggissveitir. Þegar málið var rannsakað síðar kom í ljós að þeir höfðu verið skotnir með köldu blóði eftir að þeir voru hand- teknir. Augusto Pinochet steypti marx- istastjórn Salvadors Allende árið 1973 og var talið til hróss að hafa lagt grunninn að efnahags- og verslun- arlegri uppbyggingu landsins. En í stjórnartíð hans voru þrjú þúsund andstæðingar hans teknir af lífi og þúsundir að auki sættu pyntingum og ofsóknum. Pinochet lést af völd- um hjartabilunar í desember á síð- asta ári, níutíu og eins árs að aldri. Hann kom aldrei fyrir dóm. Sýndarlögregla Í tilraun til að koma í veg fyrir ólöglegt athæfi á netinu hafa kín- versk stjórnvöld ákveðið að kveðja til starfa tvo „sýndarlögreglu- þjóna“ til að fylgjast með netnotk- un landsmanna. Stjórnvöld þar í landi fylgjast með allri netnotkun og öllum fjölmiðlum og netlögg- urnar, ein kona og einn karl, koma til með að birtast á tölvuskjá net- notenda á þrjátíu mínútna fresti „til að minna þá internet-eftirlit“. „Sýndarlögregluþjónarnir “ verða fótgangandi, á mótorhjólum eða í bifreiðum. Vinsælir í Bandaríkjunum Um fjörutíu og fimm íslenskir fjár- hundar voru samankomnir í Beav- er Creek í Bandaríkjunum. Til- efnið var tíu ára afmæli Samtaka íslenska fjárhundsins í Banda- ríkjunum. Í Bandaríkjunum eru einungis um 600 til 700 íslenskir fjárhundar. Forseti samtakanna, Knox Rhine, segir hundana mjög góðan félagsskap. „Þeir njóta sín vel meðal fólks og kjósa félagsskap manna fram yfir samneyti við aðra hunda,“ sagði Rhine. Að hans sögn eru þeir notaðir sem félagsskapur fyrir einhverf börn og á barna- heimilum. Fimmtán ára grunaður Fimmtán ára drengur er í haldi bresku lögreglunnar vegna morðs- ins á hinum ellefu ára gamla Rhys Jones. Rhys Jones lést af völdum skotárásar fyrir viku í Liverpool á Englandi. Við rannsókn málsins hefur lögreglan biðlað til almenn- ings um upplýsingar og allt að tíu einstaklingar hafa verið yfirheyrð- ir. Þeim hefur öllum verið sleppt, sumum án ákæru, öðrum gegn tryggingu. Lögregluyfirvöld hafa staðfest að drengurinn, sem nú er í haldi, sé sterklega grunaður um morðið. vörðurinn telur hundrað tuttugu og fimm þúsund menn og engin áhöld eru um ögrunina sem felst í þessum áformum. Brottflutningur ekki líklegur Í ræðu sinni sór Bush að fram- fylgja annars umdeildri hernað- arstefnu sinni í Írak og fullyrti að þar væri merkjanlegur árangur með tilliti til stjórnmála og örygg- is. „Okkar áætlun er: Á hverjum degi vinnum við að vörnum fyr- ir bandarísku þjóðina. Við mun- um berjast við þá (Íraka) þar svo við þurfum ekki að berjast við þá í Bandaríkjum Norður-Ameríku,“ sagði Bush. Fjöldi bandarískra hermanna í Írak er um hundrað sextíu og fimm þúsund og hvergi í orðum Bush er að finna vísbend- ingar sem benda til þess að brott- flutningur sé áformaður. Ræða George W. Bush í Nevada er önnur tilraun hans á skömm- um tíma til að snúa almenningi til stuðnings við stríðsreksturinn í Írak. Í ræðu í síðustu viku skírskot- aði hann til stríðsins í Víetnam og sagði að lífi milljóna saklausra borgara yrði hætt ef Bandaríkin drægju her sinn frá Írak. Nelson Mandela heiðraður Ekki eru öll kurl komin til grafar eftir ógnarstjórn Pinochets: Lífstíðardómur í Chile Ögranir á Báða Bóga miLLi ÍranS og BandarÍkjanna Bush og Ahmadinejad sitja ekki á sátts höfði. Byltingar- vörðurinn í Íran Bandaríkin íhuga að flokka hann sem hryðjuverka- samtök. Kjarnorkuver smíði kjarnorkuvopna ekki á dagskrá, segir forseti Írans. Fórnarlömb stjórnar Pinochet Þrjú þúsund manns voru drepin í hans stjórnartíð. Styttan afhjúpuð „Þú verður á meðal okkar um ókomna tíð,“ sagði forsætisráðherra Bretlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.