Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Síða 14
NÝR HPI SAVAGE X 4,6 Öflugasta útgáfan til þessa. Væntanlegur aftur, tekið er við fyrirfram pöntunum. Nethyl 2. Sími 587-0600. www.tomstundahusid.is fimmtudagur 30. ágúst 200714 Hjólið mitt DV Hvernig hjól átt þú? „Ég á Giant Chinook-kvenreiðhjól sem ég keypti mér hjá Borgarhjólum á Hverfisgötu fyrir um það bil þrem- ur árum. Þetta er sterklegt, klassískt reiðhjól en bóndi minn keypti sér karlútgáfuna á sama tíma. Hjólið mitt er ríkulega búið aukahlutum því ég er bæði með barnastól og körfu á því.“ Notar þú hjólið mikið? „Já, ég nota það á hverjum degi. Þetta er mitt samgöngutæki. Ég hef hjólað mikið frá því ég var 14 ára gömul en þá hjólaði ég gjarnan frá Árbænum og niður í miðbæ, án þess að blása úr nös.“ Hvenær notar þú það helst? „Ég hjóla alltaf í vinnuna og með börnin á leikskólann, ég fer í búðir og fer í raun flestra minna ferða á hjól- inu. Ég bý í ofanverðum Þingholtun- um en vinn niðri við Tjörn svo það er stutt að hjóla í vinnuna. Ég hjóla auk þess mikið um Vesturbæinn, um Laugardalinn og stundum út á Nes og allt þar á milli.“ Myndir þú vilja nota það meira? „Já, ég myndi vilja nota það meira. Ef það væri gert átak í því að leggja hjólabrautir meðfram stofnbrautum og aðgengi hjólreiðamanna almennt bætt í Reykjavík myndi ég eflaust nota það meira en ég geri. Ég var í Þýska- landi í sumar þar sem hjólreiða- mönnum er sýnd ótrúleg tillitssemi í umferðinni. Ég leigði mér hjól og fann fyrir því hversu mikla virðingu bílstjórar bera fyrir hjólreiðamönn- um. Eitt skiptið var ég að hjóla upp mjög bratta brekku. Ég var að hjóla á götunni og rétt silaðist upp brekkuna. Allt í einu tók ég eftir því að rétt á eft- ir mér var strætisvagn. Í stað þess að flauta á mig keyrði hann í rólegheit- um á eftir mér þangað til ég var kom- in alla leiðina upp. Þetta gæti aldrei gerst í Reykjavík eins og umferðin er núna. Við mættum öll taka meira tillit hvert til annars á götum úti.“ Finnst þér aðstaða til hjólreiða góð í Reykjavík? „Það fer svolítið eftir því hvort þú lítur á hjólið sem samgöngutæki eða sportgræju. Hún er góð fyrir þá sem vilja hjóla sér til yndisauka og líkams- ræktar. Það er hægt að hjóla margar fallegar leiðir á grænum svæðum í borginni og meðfram strandlengj- unni. Ef maður ætlar hins vegar að að harkast í gegnum umferðina vantar víðast hvar alveg hjólreiðabrautir svo maður þurfi ekki að sikksakka milli gangstétta og gatna. Þetta hefur þó skánað mikið. Hjólapólitík er græn, bætir andrúmsloftið, þrek og þol. Það mættu flerii stjórnmálamenn hafa í huga og hjóla í að gera borgina hjól- væna.“ Oddný Sturludóttir, píanó- kennari og rit- höfundur Hvernig hjól átt þú? „Ég á Cannondale-fjallahjól.“ Notar þú hjólið mikið? „Já, ég reyni að nota þetta eins mikið og ég get. Notkunin eykst og eykst með hverju árinu.“ Hvenær notar þú það helst? „Ég reyni að sinna flestum mínum erindum á hjólinu. Ég fer líka reglulega í hjólreiðaferðir erlend- is. Ég var til dæmis að koma úr tveggja mánaða hjóla- ferð um Noreg þar sem ég hjólaði þrjú þúsund kíló- metra. Eftir slíkar ferðir verður höfuðborgarsvæðið minna og minna. Það er líka mun skemmtilegra að fara ferða sinna á hjóli, þá slepp ég við umferðar- teppu, bílastæðavesen og stöðumælasektir. Þetta er allt spurning um rétt hugarfar og góðan fatnað.“ Finnst þér aðstaða til hjólreiða góð? „Hún er langt því frá því að vera góð en hún hefur batnað mikið. Fólk er aðeins að átta sig á því að sam- göngur snúast ekki einungis um bíla. Þörfin fyrir aðr- ar samgönguleiðir er líka alltaf að aukast því gatna- kerfið er sprungið. Svo þurfa jú allir að hreyfa sig.“ Freyr Franksson ljósmyndari Hvernig hjól átt þú? „Það er svo ómerkilegt að ég man ekki hvað það heitir. Ég keypti það fyrir átta til tíu árum í Fálkanum og það virkar ennþá vel.“ Notar þú hjólið mikið? „Ég nota það mikið á vorin, sumrin og haustin en nánast aldrei á veturna.“ Hvenær notar þú það helst? „Ég fer ekki mikið í hjólreiðatúra. Ég hjóla meira svona til vinnu og til að sinna ýmsum öðrum erind- um.“ Hefur þú alltaf hjólað mikið? „Já, ég hef alltaf hjólað ef ég hef átt hjól. Ætli ég hjóli ekki svona tvisvar til þrisvar í viku. Ég hef aldrei farið í neitt átak en mér finnst einfaldlega svo frá- bært að hjóla.“ Finnst þér aðstaða til hjólreiða góð? „Hún hefur batnað geysilega mikið. Sérstaklega finnst mér muna miklu um þá gangstéttarkanta sem flattir hafa verið út. En lengi getur gott batnað. Það getur til dæmis stundum reynst erfitt að hjóla á milli hverfa.“ Margrét Eiríksdóttir kennari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.