Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Síða 15
DV Sport fimmtudagur 30. ágúst 2007 15 Sport Fimmtudagur 30. ágúst 2007 sport@dv.is Dyer fótbrotinn íslenska körfuboltalandsliðið vann GeorGíu 76–75 með körfu á lokasekúndu leiksins. bls. 16. Fjórir leikir fara fram í 15. umferð Landsbankadeildar karla í knatt- spyrnu í kvöld. FH tekur á móti KR í Kaplakrika, Breiðablik heimsækir ÍA á Akranes, HK fær Fylki í heimsókn og Fram og Keflavík mætast á Laug- ardalsvelli. Íslandsmeistarar FH hafa hikstað að undanförnu og hafa aðeins fengið tólf stig af 21 mögulegu í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni. FH-ingar hafa í nógu að snúast því liðið mæt- ir Breiðabliki í undanúrslitum VISA- bikars karla á sunnudaginn. Þrátt fyrir það segir Heimir Guðjónsson aðstoðarþjálfari að FH ætli ekki að hvíla neina lykilmenn gegn KR. „Við erum með lið sem er í keppni á öllum vígstöðum. Þá er álag og það er bara partur af þessu. Menn verða bara að standa undir því, það er ekk- ert flóknara. Leikmenn eru í góðu formi og ég kvíði því ekkert þótt við eigum erfiðan leik við KR og annan erfiðan á sunnudaginn við Breiða- blik,“ sagði Heimir. KR rær lífróður á botni deildar- innar. Fyrir tímabilið hefðu flest- ir búist við því að leikur FH og KR í 15. umferð yrði mikilvægur leikur í toppbaráttunni. Því fer hins vegar fjarri þar sem KR er klárlega það lið sem hefur komið mest á óvart, með slökum árangri sínum. FH vann fyrri leik liðanna á tímabilinu 2–0 með mörkum frá Ásgeiri Gunnari Ásgeirssyni og Guðmundi Sævars- syni. ÍA tekur á móti Breiðabliki á Akranesvelli. Bæði lið eru að berj- ast um Evrópusæti á næstu leiktíð. Skagamenn komust á mikið skrið í júlímánuði en hafa örlítið misstigið sig í síðustu leikjum. Breiðablik er jafntefliskóngur deildarinnar hingað til. Liðið hef- ur gert sjö jafntefli í fjórtán leikj- um og er þremur stigum á eftir ÍA. Breiðablik verður án varnarmanns- ins sterka Guðmanns Þórissonar í leiknum, þar sem hann tekur út leik- bann eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Víkingum í síðasta leik. Breiðablik valtaði yfir ÍA í fyrri leik liðanna. Lokatölur urðu 3–0 þar sem Magnús Páll Gunnarsson, Kristján Óli Sigurðsson og Nenad Zivanovic sáu um að skora mörkin. Keflavík mætir með vængbrot- ið lið í Laugardalinn þar sem lið- ið mætir Fram. Ómar Jóhannsson markvörður og Branislav Milisevic eru meiddir og Baldur Sigurðsson og Símun Samuelsen eru í leik- banni. Keflavík hefur verið í frjálsu falli niður töfluna að undanförnu og hefur ekki unnið leik frá 27. júní. Fram berst fyrir lífi sínu í deild- inni og má vart við því að tapa leik. Fram virðist vera á uppleið ef marka má spilamennsku liðsins í síðustu tveimur leikjum, þar sem það gerði 3–3 jafntefli við FH og vann öruggan 3–0 sigur á HK. Fylkir og HK mætast í Árbænum. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með markatöluna 15:15. Það er því hægt að segja að Fylkismenn hafi nýtt sín mörk vel í sumar. HK er í sjöunda sæti með fimmt- án stig og getur farið langleiðina með að tryggja sæti sitt í deildinni með sigri. Liðið var hins vegar ekki sannfærandi í síðasta leik og tapaði 0–3 fyrir Fram. Hólmar Örn Eyjólfs- son verður ekki með HK þar sem hann tekur út leikbann. dagur@dv.is 15. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld með fjórum leikjum: Mikilvægir leikir jafnt á toppi sem og botni Ævintýralegur sigur Lemstraður ásgeir gunnar ásgeirsson varð fyrir hnjaski í síðasta leik. Hann verður hins vegar klár í slaginn í kvöld gegn Kr. Arsenal vann auðveldan sigur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.