Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Síða 16
fimmtudagur 30. ágúst 200716 Sport DV enski boltinn Markvörður núMer eitt arsene Wenger, stjóri arsenals, segir að sæti Jens Lehman í byrjunarliðinu sé tryggt en hins vegar sé hann ekki ósnertanlegur. Lehman hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að hafa gert glórulaus mistök í fyrstu leikjum arsenals. Hann er meiddur og lék ekki með gegn sparta Prag í gær. „Jens er keppnismaður og er pirraður að vera meiddur og ekki í liðinu. sumir segja að meiðslin séu uppspuni en ég fundaði með Lehman á föstudag og hann er meiddur og er ekki á leið frá okkur. Það er hins vegar enginn ósnertanlegur. Ég hef hins vegar mikla trú á Lehman. Ég keypti hann þegar hann var 33 eða 34 ára og gerði hann að markverði númer eitt. síðan hefur hann haldið því sæti. Blöðin blásið þetta upp en lífið heldur áfram. Hann er hins vegar mikill karakter, bæði andlega og líkamlega. almunia er góður leikmaður sem getur vel haldið stöðunni. Hvort Lehman labbi beint í liðið þegar hann snýr aftur veit ég ekki. almunia fær núna séns og það er hans að nýta þann séns,“ sagði Wenger. tíMinn að renna frá okkur steve Bruce, stjóri Birminghams, viðurkennir að tíminn sé ekki besti vinur liðsins eins og staðan er núna. Liðið er að reyna klófesta Peter Luccin frá atletico madrid á tvær milljónir punda en félagaskipta- glugginn lokast á föstudag. „Við erum að vinna í hans málum en það hafa komið upp vandamál sem við erum að reyna að vinna úr. Ég er enn sannfærður um að hann komi en það þýðir ekki að vera óþolinmóður. Við erum að falla á tíma og verðum því að leysa alla vankanta sem koma upp. Ef við fáum hann ekki verðum við að fá einhvern annan því við erum illa staddir með miðjustöðuna. Hann er frábær fótboltamaður. Það er ekki hægt að spila yfir 100 leiki með atletico ef maður er ekki góður fóboltamaður. Hann yrði frábær viðbót við okkar lið, gæfi okkur eithvað extra,“ sagði Bruce. eagles ánægður Chris Eagles, leikmaður manchester united, er ánægður með að vera kominn að byrjunarliðs- þröskuldinum hjá liðinu. Eagles spilaði sinn fyrsta leik með man. utd árið 2003 en hefur síðan verið í láni hjá Watford, sheff. Wed. og NEC Nijmegen í Hollandi. Hinn 21 árs Eagles hefur spilað þrjá leiki það sem af er tímabilinu enska eftir að hafa skorað þrjú mörk í fimm leikjum á undirbúnings- tímabilinu.„Það er frábært að vera við byrjunarliðið. að taka þátt í undirbúningi liðsins í hverri viku er magnað. Enska deildin er mjög hröð og maður þarf að vera virkilega á tánum til að aðlagast hraðanum um leið. Ég er stoltur af að vera í þessu félagi og nýt hverrar mínútu hér. Vonandi tek ég virkan þátt í velgengni vetrarins.“ West HaM býður í sHorey Íslendingafélagið West Ham hefur gert reading tilboð í enska landsliðsbakvörð- inn hjá reading, Nicky shorey, upp á 5 milljónir punda, eða um 650 milljónir króna. shorey vakti mikla athygli með nýliðum reading í úrvalsdeildinni síðasta vetur, spilaði mjög vel í stöðu vinstri bakvarðar og lék sinn fyrsta a-landsleik ekki alls fyrir löngu þegar England mætti Brasilíu snemma í sumar. Hann hefur einnig verið orðaður við Newcastle í kjölfarið á því að viðræður hans við reading um nýjan samning sigldu í strand. samkvæmt BBC þarf hins vegar West Ham að hækka tilboð sitt í einar 6 milljónir punda, kringum 800 milljónir króna, til að reading láti shorey af hendi. Á föstudaginn mætir Hnefaleika- félag Reykjaness dönsku úrvalsliði í Hnefaleikahöllinni í Reykjanesbæ, gömlu sundhöllinni. Fyrirliði danska liðsins er danski meistarinn í veltivigt, Kenneth Nemming, og mun hann mæta Daníel Þórðarsyni í aðalbar- daga kvöldsins. Daníel er með þeim allra bestu á Íslandi. Hann var valinn hnefaleika- maður ársins 2004 og vann til silfur- verðlauna á Íslandsmótinu í fyrra. Hann hefur aðeins tapað einu sinni á ferlinum en þetta verður án efa erf- iðasti bardagi Daníels enda Kenneth gríðarlega góður. Kenneth á 113 bardaga að baki og hefur unnið 61. Þórður Sævarsson, sem var félagi í HFR, mætti Nemming þrisvar sinnum og bar eftirminnilega sigurorð af honum í keppni í Kefla- vik á Ljósanótt 2003. Nokkrum mán- uðum síðar vann Kenneth sinn fyrsta titil á Danmerkurmeistaramótinu eftir hörkuæfingabúðir í Reykjanes- bæ. Þórður er nú einn tveggja þjálf- ara danska liðsins og hefur verið lyk- ilmaður í því að velja saman liðið sem mun mæta hans fyrri félögum. Þórð- ur lagði hanskana á hilluna 2006 og hefur síðan snúið sér að þjálfuninni eingöngu og átti einmitt danskan meistara á árinu. Hann er sá Íslend- ingur sem hefur náð bestum árangri erlendis. Aðrir íslenskir keppendur verða þeir Vikar Karl Sigurjónsson, Ágúst Hilmar Dearborn, Viðar Freyr Viðars- son, Davíð Freyr Atlason, Sigurbergur Eiríksson, Hafsteinn Smári Óskars- son, Pétur Ásgeirsson og Andri Már Elfarsson. Sandgerðingurinn Andri Már er yngstur keppenda og mun mæta Dion, syni fyrrverandi heims- meistara í atvinnuhnefaleikum, Jimmi Bredahl, sem mætti einmitt sjálfum Oscar de la Hoya árið 1994. Fyrsti bardaginn hefst klukkan 18 og er miðaverði stillt í hóf. Hægt er að nálgast miða í forsölu í sportbúð Ósk- ars í Keflavík. benni@dv.is Nú liggja Danir í því Danskt boxlið kemur til landsins og boxar í Keflavík: skipuleggjandinn guðjón Vilhelm er einn skipuleggjandinn. Ísland sigraði Georgíu í frábærum körfuboltaleik þar sem sigurkarfan kom úr þriggja stiga skoti í þann mund sem lokaflautan gall. Íslendingar sigruðu glæstan liðs- heildarsigur á Georgíumönnum í Evrópukeppninni með einu stigi, 76-75. Jakob Örn Sigurðsson skot- bakvörður íslenska liðsins skoraði úr þriggja stiga körfu um það leyti sem lokaflautan gall og tryggði sigurinn. Íslendingar hófu leikinn af krafti og voru greinilega staðráðnir í því að halda uppi hröðum leik gegn Georg- íumönnum Leikurinn var jafn fram- an af þó að Georgíumenn hefðu haft frumkvæðið. Nokkuð var um sókn- armistök hjá báðum liðum í fyrri hálfleik. Íslendingar voru óhræddir að keyra upp að körfunni og reyndu hvað þeir gátu að koma boltanum framhjá hávöxnum varnarmönnum georgíska liðsins þegar þeir færðust nær körfunni. Auk þess freistuðust Íslendingar til þess að skjóta nokkuð af þrigga stiga skotum sem hittu fá í fyrri hálfleik. Leikmenn Georgíu eru mun há- vaxnari en íslenska liðið og var við ramman reip að draga hjá íslenska liðinu að berjast um fráköstin við þá. Það gekk hins vegar mjög vel í fyrri hálfleik. Leikmenn voru dug- legir við að halda Georgíumönnum frá körfunni í vörninni og baráttan skein úr andlitum liðsins hvenær sem laus bolti var til þess að berjast um. Sérstaklega var Páll Axel Vil- bergsson drjúgur í þeim efnum. Jafnræði var með liðunum fram- an af leik og Logi Gunnarsson fór fyrir sóknarleik íslenska liðsins og skoraði fyrstu tólf stigin. Georg- íumenn náður eilítilli forystu um miðjan hálfleikinn en Íslendingar jöfnuðu 33-33 og í hálfleik var stað- an 36-38 Georgíumönnum í vil. Íslendingar gerðu fyrstu körfuna í síðari hálfleik og komust yfir 39- 38 en Georgíumenn svöruðu með ákveðnum leik strax í upphafi. NBA-leikmaðurinn Zacha Pachul- ia lét meira til sín taka eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara í fyrri hálf- leik. Georgíumenn náðu fljótlega 9 stiga forystu 50–41 með því að keyra á Íslenska liðið. Þá kom til sögu Magnús Gunnarsson og gerði mik- ilvæga þriggja stiga körfu auk góðrar stoðsendingar á Jakob Örn Sigurðs- son sem gaf þrjú stig og Íslendingar héldu sér inni í leiknum eftir erfiðan þrjðja leikhluta og staðan 52–55. gríðarleg spenna í lokaleik- hlutanum Síðasti leikhlutinn byrjaði hægt en Íslendingar sýndu góðan varn- arleik sem fyrr í leiknum. Þakið ætl- aði að rifna af húsinu þegar Jakob Örn Sigurðsson kom Íslandi yfir 59- 58 með þriggja stiga körfu og aftur þegar Magnús Gunnarsson setti nið- ur aðra slíka stuttu síðar. Á þessum tímapunkti voru rúmar sex mínútur eftir og spennan í hámarki. Georgíu- menn tóku leikhlé til þess að ráða sín- um ráðum í stöðunni 64-63 fyrir Ís- land. Spennandi leikur og rafmagnað andrúmsloft í húsinu. Georgíumenn bjuggust líklega við því að vinna leik- inn en vissu að það myndi standa tæpt úr þessu. Þegar tvær mínútur voru eftir var staðan jöfn 72-72 og allt gat gerst. Georgíumenn gerðu næstu körfu og Brenton missti boltann í næstu sókn. Íslendingar fengu hann aftur þegar 35 sekúndur voru eftir. Þriggja stiga skot Jakobs Arnar Sigurjónssonar geig- aði, Íslendingar náðu frákastinu en Brenton Birmingham missti boltann út af. Íslendingar fengu boltann aft- ur í stöðunni 74-76 fyrir Goergíu. Logi Gunnarsson fékk vítaskot og skoraði úr fyrra skotinu en klikkaði vísvitandi af vítaskoti þegar 6 sekúndur voru eftir. Friðrik Stefánsson barðist fyrir boltanum og slóg hann út til Jakobs Arnar Sigurðssonar sem negldi niður þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og liðið ærðist af fögnuði. Þvílík dramatík og lokatölur 76-75. liðsheildarsigur „Þessi lokakarfa endurspeglar hugarfar leikmanna og það að við náðum að halda þeim undir átta- tíu stigum er mjög gott. Það var svo gaman að sjá hvað það voru margir sem voru að leggja sitt af mörkum. Alltaf þegar við virtumst eiga erfitt í leiknum kom einhver nýr og steig upp og það endurspeglaði hugarfar leikmanna í leiknum. Allir sem spil- uðu stóðu sig vel. Logi dró vagninn í upphafi, Palli var frábær í fráköstun- um og Kobbi og Maggi breyttu leikn- um í síðari hálfleik,“ segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari landsliðs- ins. „Ég er að sjálfsögðu stoltur af sigurkörfunni en þetta var fyrst og fremst liðssigur. Það eru ekki mörg tækifæri sem maður fær á ferlinum til þess að skora svona sigurkörfu og þetta var frábært,“ segir Jakob Örn Sigurðsson sem skoraði úrslitakörfu leiksins. „Þetta er náttúrlega frábært og án vafa einhver sætasti sigurinn á mín- um ferli. Að ná þessu svona var frá- bært. Liðið í heild sinni lagði sig fram í kvöld en við höfum oft spilað bet- ur án þess að vinna. Sóknarleikurinn var miklu betri en úti í Finnlandi og vörnin small saman þannig að ætli við verðum ekki bara betri næst,“ segir Páll Axel Vilbergsson. viðar guðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Stig ÍSlandS: Logi gunnarsson 17 Jakob Örn sigurðsson 16 Brenton Birmingham 13 Páll axel Vilbergsson 9 fannar Ólafsson 6 magnús gunnarsson 6 Helgi már magnússon 4 friðrik stefánsson 3 Brynjar Björnsson 2 Stig georgÍu: tyrone Ellis 17 manuchar markoishvili 16 Zaza Paculia 15 Vladimer Boisa 14 gerorge tsintsadze 9 Viktor sanikidze 3 david ugrekhelidze 1 ÆVintÝRin GeRAst enn tryggði sigurinn Jakob Örn sigurðsson skoraði sigurkörfuna um leið og lokaflautan gall.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.