Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Blaðsíða 23
Hugsandi skattborgarar hafa áhuga á meðferð skattfjár og hvort vel sé farið með það. Það er ofur eðli- legt enda greiðir miðlungsheimili sjálfsagt um þrjár milljónir króna í tekju- og neysluskatta ár hvert. Af þessum sökum hafa skattborg- ararnir áhuga á stóra Grímseyjar- ferjumálinu, óháð samgönguvanda milli lands og eyja. Þeir hafa áhuga á því hvort hundr- uðum milljóna króna er kastað í verkefni sem auðveldlega hefði mátt leysa með margfalt minni kostnaði eins og bent hefur verið á í DV. Á Alþingi sitja kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og semja meðal ann- ars fjárlög. Þau mæla fyrir um það hvernig verja skuli skatttekjum rík- isins. Vitanlega eiga kjörnir fulltrúar almennings að hafa eftirlit með því hvernig skattpeningunum er var- ið og hvort það sé gert í samræmi við lög. Þar kemir Ríkisendurskoð- un til skjalanna, en hún er önnur af tveimur eftirlitsstofnunum Alþingis. Hin er umboðsmaður Alþingis, en embætti hans stendur meðal annars vörð um réttindi og hagsmuni borg- aranna frammi fyrir valdastofnunum ríkisins. Ráðherraræðið Þegar Árni Mathiesen fjármála- ráðherra eða Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, snú- ast til varnar í Grímseyjarferjumál- inu, setja ofan í við Ríkisendurskoð- un eða vísa aðfinnslum og gagnrýni embættisins á bug, er framkvæmda- valdið að byrsta sig gagnvart löggjaf- arvaldinu. Sýna Alþingi tennurnar. Stundum hafa íslenskar ríkis- stjórnir hundsað vilja Alþingis með öllu, stundum varla nennt að hafa það með í ráðum. Þess utan hefur Alþingi verið notað sem afgreiðslu- stofnun fyrir ríkisstjórnir hverju sinni þar sem ráðherravaldið skiptir meira máli en málefnaleg rökræða eða samningaviðræður um meirihluta- stuðning þings við stjórnarfrumvörp eins og gerist víða um lönd. Þeir sem venjast því að geta kom- ist til áhrifa og velsældar í krafti flokkshollustu en ekki verðleika og kunnáttu eru jafnframt líklegri en aðrir til þess að fara á svig við lög og reglur. Það var að minnsta kosti mat sérfræðinga sem komu hingað til lands fyrir um fimm árum á vegum GRECO-nefndar Evrópuráðsins, en hún fylgist með spillingu í aðildar- löndunum. Ráðherrar mega sannarlega bera hönd fyrir höfuð sér og umfram allt upplýsa áform sín og gjörðir á gagn- sæjan hátt. Þeir mega líka reyna að skilgreina veruleikann fyrir okkur hin, réttlæta gjörðir sínar og gera þær áferðarfallegri en þær í rauninni eru. Má nefna Byrgismálið? Ríkisborg- araréttinn og mál Jónínu Bjartmarz? Mannaráðningar í Hæstarétt? Árið 2007 ættu íslenskir ráðherrar hins vegar að varast að halda að frétt- ir og umræða um íslenskan stjórn- málaveruleika séu enn með þeirra eigin skilmálum eða að þeir haldi í alla spotta og komist upp með hvers kyns valdníðslu og valdhroka. Að axla ábyrgð Telja má líklegt að meirihluti sé nú fyrir því á Alþingi að auka heim- ildir þingsins til eftirlits og rannsókna ef þurfa þykir. Rétt eins og menn eru kallaðir til ábyrgðar í rekstri fyrir- tækja ættu stjórnmálamenn og emb- ættismenn að lúta slíkum aga. Það yrði mjög til bóta fyrir íslenskt stjórn- arfar sem einkennst hefur af klíku- stjórnmálum og vaxandi ráðherra- ræði. Ráðherrar njóta stundum gjörða sinna og vaxa af þeim. Af hverju ættu þeir ekki einnig að falla með þeim þegar svo ber undir? Þegar borgaraleg ríkisstjórn Fre- driks Reinfeldts hafði verið við völd í átta daga í Svíþjóð sagði Maria Borel- ius viðskiptaráðherra af sér embætti. Fjölmiðlar upplýstu síðastliðið haust að hún hefði komið sér undan því að greiða afnotagjöld af sjónvarpi um langa hríð. Tveimur vikum síðar sagði Cecilia Stegö Chilo menningarmálaráðherra af sér þegar fjölmiðlar greindu frá því að hún hefði ekki greitt afnotagjöld af sjónvarpi í 16 ár. Auk þess var upp- lýst að hún hefði keypt sér heimilis- aðstoð án þess að telja launagreiðsl- ur fram til skatts. Laila Freivalds, utanríkisráð- herra í ríkisstjórn Görans Persson, sagði af sér vegna harðrar gagnrýni á viðbrögð sænskra stjórnvalda við flóðunum í Taílandi, en þar fórust hundruð Svía á jóladag 2005. Hún þótti einnig hafa brotið gegn tjáning- arfrelsinu með því að reyna að hindra birtingu efnis á opinberri vefsíðu. Mona Sahlin, núverandi leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, sagði af sér sem aðstoðarforsætisráðherra árið 1995 í stjórn Ingvars Carlsson. Hún hafði misnotað opinbert greiðslu- kort og greitt svart fyrir gæslu barna sinna. Ritt Bjerregård hin danska varð einnig að segja af sér fyrir margt löngu vegna óhófs í ráðherraemb- ætti. Hún er nú borgarstjóri í Kaup- mannahöfn. Af þessu sést að tilefni til að falla með gjörðum sínum eru margvísleg en ekki endilega stórkostleg. Ef Ríkisendurskoðun segir satt um ólögmæta og illa meðferð hundruða milljóna króna í Grímseyjarferju- málinu er spurning hvort íslensk- um skattborgurum finnst það minni glæpur en að kaupa Toblerone fyr- ir opinbert kreditkort líkt og Mona Sahlin gerði á sínum tíma og varð henni að falli. Hvað ungur nemur, gamall temur Svanur Freyr, yngri bróðir Stevens Shannen, hélt fast um kókflöskuna sína og fylgdist með hvernig bróðir hans þambaði úr sinni flösku. Bræðurnir voru staddir á Ingólfstorgi í miðborg Reykjavíkur í blíðviðri um daginn og lék sá eldri ýmsar kúnstir á hjólabretti. myndin P lús eð a m ínu s Plúsinn í dag fær Lúðvík Gizurarson, en niðurstöður úr DNA-rannsókn hafa leitt í ljós að 99,9% líkur eru á því að Hermann Jónasson hafi verið faðir Lúðvíks. Þar með sér fyrir endann á langri baráttu hans til þess að fá faðerni sitt viðurkennt. Spurningin „Ég hallast að því að framtíðin sé í kútter Sigurfara. Honum verður vonandi komið á flot innan tíðar. Kútter Haraldur heyrir hins vegar sögunni til,“ segir Gunnar Sigurðsson, starfandi bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Akranes- kaupstaður hyggur á endurbyggingu kútters Sigurfara sem hluta mótvægisað- gerða gegn minni þorskkvóta. Meiningin er að flytja skipið landleiðina frá byggðasafninu á Akranesi, til Stykkis- hólms, þar sem það verður gert upp. Kútternum verði svo siglt til heimahafnar. LIGGUR FRAMTÍÐIN Í KÚTTER SIGURFARA, GUNNAR? Sandkassinn Að skrifA um lífið og tilveruna í svona kassa er furðulegt. Hvað er hægt að skrifa um? Gatnafram- kvæmdir, Landsbankadeildina eða eitthvað sem er leiðinlegt. Ég les sjaldan svona pistla, eiginlega aldrei og kann því ekkert að gera svona. Þegar ég les þetta er yfir- leitt verið að gagnrýna en ég ætla að vera skrýtni gæinn og hrósa öllum. Hrós númer eitt fær KFC hér á Íslandi fyrir að vera með bestu hamborgara á Íslandi. Tilboð númer sex eftir nótt þar sem áfengi hefur verið haft við hönd er yndis- leg máltíð og er þynnkumáltíð hjá mér númer eitt. Hrós númer tvö fær KSÍ fyrir að bjóða upp á ótrúlega dýnamískar veitingar á blaðamannafundum. Í gær var til dæmis blaðamanna- fundur og, jú, það var humar með öllu tilheyrandi. Þetta er í annað sinn sem KSÍ býður upp á humar í sumar. Reyndar er HSÍ líka með góðar veitingar á sínum fundum en handboltavertíðin er ekki byrjuð og því bíð ég með hrós til þeirra. Hrós númer þrjú fær því Sport- húsið, því undirritaður er loksins byrjaður að hreyfa sig. Hrós númer fjögur fer til Henrýs Birgis, kollega míns á Fréttablað- inu. Hann er orðinn ofurbloggari og eyddi meðal annars sumarfrí- inu í að sanna að moggabloggið er lélegt. Ég les sjaldan eða aldrei blogg. Hins vegar er ég með síð- una hans Henrýs í favorites hjá mér og skoða hana reglulega. Einu sinni gerð- ist undirritaður svo frægur að vera í föstudags- getrauninni hjá honum. Það voru góðir tímar. Reyndar er Gillz byrjaður aftur að blogga og ætli ég láti hann ekki fá Hrós númer fimm því þar sá ég þáttinn Innlit/Útlit þar sem Ásgeir Kolbeinsson gerði lítið úr eldhúsinnréttingu. Hrós númer sex fer síðan til konunnar minnar og dóttur. Ég sá nefnilega Raymond, sem fær hrós númer sjö, en hann er íþróttafrétta- maður. Hann hrósaði Debru í blaðinu sínu og hún táraðist. Kannski tárast konan mín þegar hún les þetta. Hver veit. Benedikt Bóas prófar sig í svona skrifum. Afglöp og ábyrgð JóHANN HAUKSSoN útvarpsmaður skrifar Árið 2007 ættu íslenskir ráðherrar hins vegar að varast að halda að fréttir og umræða um íslenskan stjórnmálaveruleika séu enn með þeirra eigin skil- málum. DV Umræða FIMMtudAGuR 30. áGúSt 2007 23 DV fyrir 25 árum Útvatnaður saltfiskur án beina til að sjóða Sérútvatn. saltfiskur án beina til að steikja Saltfisksteikur (Lomos) fyrir veitingahús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.