Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2007, Qupperneq 32
Íslandsprenti hefur verið synjað um framlengingu greiðslustöðvun- ar við Héraðsdóm Reykjaness. Stærsti kröfuhafinn, KBA Nordic, eignarréttar- aðili prentvéla fyrirtækisins, lagði fram við fyrirtöku málsins staðfestingu þess efnis að fyrirtækið hygðist taka til sín allar prentvélarnar. Meginrök synjun- arinnar eru byggð á því að með því að vélarnar séu teknar sé búið að kippa fótunum undan áframhaldandi rekstri Íslandsprents. Forsvarsmenn fyrirtæk- isins eru ósáttir við úrskurðinn og telja ólöglegt að tekið sé tillit til erindis KBA á meðan greiðslustöðvun sé í gangi. Skuldir Íslandsprents nema hundr- uðum milljóna. Meðal kröfuhafa eru helstu stjórnendur og eigendur Ís- landsprents sem gera kröfur í fyrirtæk- ið upp á tæplega 23 milljónir. Stærsta krafan er gerð af framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Hilmari Sigurðssyni, eða rúmar 18 milljónir. Af 8 lykilmönnum í fyrirtækinu eru 6 á skrá yfir lánar- drottna. Hætt er við því að gjaldþrotaferli blasi við Íslandsprenti á næstunni sem yrði stærsta gjaldþrot prentiðnaðarins hér á landi. Sú beiðni getur verið lögð fram af félaginu sjálfu eða einhverjum af fjöldamörgum kröfuhöfum. Eina leiðin til bjargar er að fá inn nýtt hlutafé og selja núverandi húsnæði því skortur lausafjár er meginvandinn. Eigendur Íslandsprents hafa hins vegar stofnað nýtt fyrirtæki á nýrri kennitölu, sem ber heitið Eldur og ís, sem er einnig skráð undir starfsemi offsetprentunar. Þeir sækjast jafnframt eftir lóð í Reykja- nesbæ. trausti@dv.is „Jú, það má segja að tilboðið hafi lent í vitlausri skúffu hjá okkur,“ seg- ir Jóhann Birkir Helgason hjá tækni- deild Ísafjarðarbæjar. Bærinn bauð út akstur skólabifreiðar í Dýrafirði. Aðeins tvö tilboð af þremur voru opnuð á tilsettum tíma. Lægsta til- boðið hafnaði í vitlausri skúffu í stjórnsýsluhúsinu og varð því út- undan. „Þeir eru greinilega ekki meiri bógar en svo þarna á skrifstofunni að þeir finna ekki pappírana,“ seg- ir Jón Reynir Sigurðsson sem átti lægsta tilboðið í aksturinn. Jón Reynir hefur nú fengið lögfræðing til liðs við sig til að greiða úr flækj- unni. Aksturinn hefur verið boðinn út á nýjan leik. Endaði í rangri skúffu Jóhann Birkir segir að ákveðið hafi verið að bjóða verkið út aftur vegna þess að athugasemdir hafi verið gerðar við fyrra útboðið. „Tilboðið frá Jóni barst til okkar í venjulegum pósti og vegna mis- taka á bæjarskrifstofunni endaði það í rangri skúffu. Þegar við höfðum opnað hin tilboðin tvö áttuðum við okkur á því að eitt tilboð vantaði,“ segir hann. Jóhann segir að þrjú tilboð hafi bor- ist eftir að útboðið var auglýst öðru sinni, tvö frá þeim sem buðu áður og eitt nýtt. Nú er unnið að samningagerð en niðurstöður hafa ekki verið kynntar. Engar haldbærar skýringar Jón Reynir segir að sex vikum eft- ir að menn áttuðu sig á að hann hefði átt lægsta tilboðið hafi verið ákveðið að ganga til samninga við hann. „Þá kem- ur upp úr kafinu að lögfræðingur bæj- arins vill að farið verði í annað útboð. Ég hef ekki fengið neinar haldbærar skýringar á þessu,“ segir hann. Í nýja útboðinu skilaði Jón Reynir sama tilboði og hann gerði í fyrri um- ferðinni. Hann segir að nú sé hans til- boð ekki lengur það lægsta. Hann segist ekki hafa heyrt frekar frá bæjaryfirvöld- um vegna málsins. „Ég þarf ekkert að vera að munnhöggvast við þá. Lög- fræðingurinn minn sér um þetta.“ Bæjarstjóri tvísaga Jóni Reyni barst bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra á Ísafirði, þar sem sagði að þar eð tilboð hans hefði ekki borist með ábyrgðarpósti væri engin lögfull sönnun fyrirliggjandi um að tilboðið hefði borist á réttum tíma. Björn Jóhannesson, lögmaður Jóns, mótmælir þessu í bréfi til bæjaryfir- valda. Hann bendir á að Jóni hafi borist bréf frá bæjarstjóranum þann 2. ágúst, þar sem ástæðan fyrir því að tilboðið var ekki opnað á sama tíma og önnur tilboð, er sögð sú að það hafi verið lagt í ranga skúffu. sigtryggur@dv.is fimmtudagur 30. ágúst 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Skúffelsi er þetta... BÆJARSTARFSMENNIRNIR TÝNDU LÆGSTA TILBOÐINU Bæjaryfirvöld á Ísafirði urðu af lægsta tilboði í skólaakstur vegna misgánings: Dansað á austurvelli Litagleðin og dansinn ríkti á Austurvelli í gær þegar danshátíðin Reykjavík Dance Festival var kynnt. Nútímadansinn fær að njóta sín á hátíðinni. DV-MYND STEFÁN Stærsti kröfuhafinn tekur til sín prentvélar Íslandsprents: Synjað um lengri greiðslustöðvun Vantar fimm ný klósett Sex manna starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hef- ur komist að þeirri niðurstöðu að fimm salerni vanti í miðborg Reykjavíkur. Þar að auki þurfi að merkja og kynna betur nokkur þau salerni sem þegar eru til stað- ar í borginni. Starfshópnum, sem starfaði ásamt verkefnisstjóra, var falið að fara yfir stöðuna í almennings- salernismálum í miðbænum og gera tillögur til úrbóta. Lagt er til að nýjum klósettum verði kom- ið fyrir í Hljómskálagarði og við göngustíg í Nauthólsvík á sumrin. Að auki verði fimm heilsárskló- sett, við Tryggvagötu, Laugaveg 52, Austurvöll, við Esjurætur og við göngustíg við Ægisíðu. Krefst bóta frá ríkinu „Ég á ekki von á öðru en ég fái þessar bætur,“ segir Holberg Másson. Í gær fór fram munnlegur málflutn- ingur í skaðabótamáli Holbergs gegn íslenska ríkinu. Málið snýst um ólögmæta hand- töku Holbergs og krefst hann nokkur hundruð þúsunda króna í skaða- bætur. Ríkið fór fram á að málinu yrði vísað frá og fór því munnlegur málflutningur fram í gær. Holberg var handtekinn í febrúar árið 2006 vegna rannsóknar á fjársvikamáli sem hann reyndist svo ekki tengjast. „Það er gert ráð fyrir því að niður- staða fáist í málið í næstu viku en þá verður það flutt. Það verður fróð- legt að sjá hver niðurstaðan verður,“ segir Holberg og er bjartsýnn á sigur í málinu. Allsgáðir geimfarar Rannsóknarnefnd á vegum bandarísku geimferðastofnun- arinnar NASA þvertekur fyrir að geimfarar hafi nokkurn tíma flog- ið geimflaugum undir áhrifum áfengis. Rannsóknin hófst eftir að óháð nefnd hélt því fram í júlí að það hefði tvisvar komið fyrir að geimfarar hefðu farið út í geim- inn þrátt fyrir að vera undir áhrif- um áfengis. Samkvæmt reglum NASA er geimförum bannað að neyta áfengis síðustu tólf klukku- tímana áður en þeir fara í loftið. Öryggisstjóri NASA stýrði nýju rannsókninni og ræddi við á annan tug manna um hvort fyrri ásakanir ættu við rök að styðjast. Hann segir að svo sé ekki. „Þeir eru greinilega ekki meiri bógar en svo þarna á skrifstofunni að þeir finna ekki pappírana.“ stjórnsýsluhúsið á Ísafirði Lægsta tilboð í skólaakstur í Dýrafirði var ekki tekið með í reikninginn. Það gleymdist í rangri skúffu. Mynd Siggi G sigtryggur ari jóhannsson blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is Erfiðir tímar Héraðsdómur Reykjaness hafnaði framlengingu greiðslustöðvunar og eignarréttaraðili prentvéla hyggst taka til sína allar vélarnar. Jón og Gunna ekki í viðskipti Almenningur getur ekki fært við- skipti sín úr banka sínum í Straum- Burðarás þrátt fyrir að bankinn sé kominn með viðskiptabankaleyfi. Samkvæmt upplýsingum frá bank- anum verður ekki boðið upp á hefð- bundna viðskiptabankaþjónustu. Fólk verður því að hafa innlánin sín og sækja sér debet- og kreditkort annað. Straumi-Burðarási hefur verið veitt viðskiptabankaleyfi af Fjár- málaeftirlitinu. Það gerir bankanum kleift að sækja innlán á þeim mörk- uðum sem hann starfar á og er vinna þegar hafin á því sviði. Áframhaldandi rigning „Það er vætutíð fram undan. Eftir langvarandi þurrk og blíðu hlýtur að fara að rigna,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem bendir á að það skiptast iðulega á skin og skúrir. Næstu daga má búast við áfram- haldandi rigningu, sér í lagi sunnan- og vestanlands. Á þessum árstíma er rigningatíðin viðbúin. Úrkomudagar eru að meðaltali jafn margir í ágúst og september, eða átján. Það er því full ástæða til að fara að taka fram regnfötin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.