Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Blaðsíða 1
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 DAGBlAðið víSiR 135. TBl. – 97. ÁRG. – vERð kR. 235 Í mál við landeigendur >> Landsvirkjun hefur stefnt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra og fleiri landeigendum á Suður- landi. Landsvirkjun keypti jarðir af fjölda fólks sem óbyggðanefnd úrskurðaði síðar að væru þjóðlendur. Landsvirkjun vill þó ekki bætur frá landeigendunum sem fyrirtækið keypti jarðir af heldur stuðning þeirra til að fá jarðirnar sem það keypti fyrir 250 milljónir króna. FréttastoFan Óánægja á Stöð 2 með uppSögn ÞÓru KriStínar áSgeirSdÓttur fréttamannS: fréttir >>Aston Villa gerði sér lítið fyrir og vann Chelsea 2-0 þar sem nýi leikmað- urinn Zat Knight skoraði fyrra markið. Liverpool er í efsta sæti deildarinnar í fyrsta sinn í fimm ár. Leynifundur í Landsvirkjun >> Stefán Pétursson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarnarnesi, og Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri kölluðu bæjarstjórnarmenn og bæjarstarfs- menn á sinn fund í Landsvirkjun eftir að fréttir bárust af óánægju með bæjarstjórann. Þar létu þeir hvern og einn skrifa undir stuðningsyfirlýsingu. fréttir >> Björgólfur Guðmundsson segir ástæðuna fyrir því að hann lét eyða öllu upplaginu að bók Guðmundar Magnússonar um Thorsarana hafa verið þá að umfjöllunin hafi verið ósanngjörn. Hann gengst við þessu í viðtali við Observer og jafnframt því að hafa viljað kaupa DV til að leggja blaðið niður út af umfjöllun þess um bókina og fyrrverandi eiginmann konu hans. logar í deilum n steingrímur sævarr Ólafsson, fréttastjóri stöðvar 2, sætir gagnrýni innan fréttastofunnar fyrir að segja Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur fréttamanni upp störfum. Kristinn Hrafnsson sakaði fréttastjóra sinn um lúalega og lítilmannlega framkomu. sjálf lítur Þóra Kristín á uppsögn sína af hálfu steingríms sævarrs sem hin bestu meðmæli með störfum sínum. sjá bls. 4. Þetta var ósanngjarnt Hafi menn haft efasemdir um að Liverpool hefði getuna til að blanda sér í toppbaráttuna í ensku úrvals- deildinni, þá ættu þær efasemda- raddir að hafa hjaðnað eftir leiki helgarinnar. Liverpool gerði sér lítið fyrir og vann Derby 6-0 og það án Steven Gerrard og Jamie Carragher, tveggja af máttarstólpum liðsins. Með sigrinum komst Liverpool í efsta sæti deildarinnar eftir leiki helgarinnar en fimm ár eru síðan Liverpool var í efsta sæti deildarinn- ar síðast. Liverpool hefur enn ekki tapað leik og byrjunin þrír sigrar og eitt jafntefli er besta byrjun liðsins frá því tímabilið 1998-1999. Rafa Benitez er augljóslega á réttri leið með liðið og ljóst er að Liverpool gerir kröftugt aðkall að meistaratitl- inum á Englandi. Þrír af þeim leikmönnum sem Benitez keypti til liðsins í sumar skoruðu fjögur af sex mörkum liðs- ins gegn Derby. Fernando Torres hefur fallið eins og flís við rass í lið Liverpool og skoraði tvö mörk. Ryan Babel skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og Andriy Voronin virðist skora í hvert sinn sem hann spilar fyrir liðið. Liverpool hefur fjórum sinnum unnið 6-0 sigra frá stofnun úrvals- deildarinnar og einu sinni unnið 7-1. Því má hins vegar ekki gleyma að Liverpool var að spila við Derby, sem er líklegur kandídat til að falla næstkomandi vor. enski Aston Villa kom flestum á óvart með því að leggja Chelsea að velli 2-0. Abramovic rauk úr stúkunni þegar annað markið kom. LiverpooL sýndi mátt sinn boltinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.