Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Qupperneq 4
Fréttastofa Stöðvar 2 logar í deilum.
Eftir að fréttakonunni Þóru Kristínu
Ásgeirsdóttur var sagt upp störfum
fyrir helgi hafa tölvupóstar flakkað
manna á milli þar sem uppsögnin er
fordæmd og óskað eftir skýringum
frá nýráðnum fréttastjóra, Steingrími
Sævarri Ólafssyni. Óróa gætir inn-
an fréttastofunnar vegna ráðningar
Steingríms og brottreksturs Þóru.
Kristinn Hrafnsson, fréttamað-
ur Stöðvar 2, sendi harðort bréf á
starfsmenn fréttadeildarinnar þar
sem hann segir uppsögnina lúalega
og lítilmannlega. Hann telur fram-
komu Steingríms í garð Þóru Kristín-
ar og annarra starfsmanna deildar-
innar óboðlega og skorar á hann að
segja satt og rétt frá um brottrekstur-
inn. Kristinn minnir alla á að hlutverk
fréttamanna sé að leita sannleikans
og því sé betra að hann sé á hreinu
innanhúss.
Sjálf segir Þóra Kristín enga hald-
bæra skýringu hafa fengist fyrir upp-
sögninni og bendir á að fyrir tveimur
mánuðum hafi henni verið lýst sem
lykilstarfsmanni fréttastofunnar af
fyrrverandi fréttastjóra, Sigmundi Erni
Rúnarssyni. Hún mótmælir ráðningu
Steingríms í starf fréttastjóra þar sem
hann hafi of mikil pólitísk tengsl.
Ekki inni í myndinni
Í svörum Steingríms vísar hann
alfarið á bug öllum fullyrðingum
um að uppsögnin tengist stjórnmál-
um á nokkurn hátt og segir harðorða
kveðju Kristins vera honum sjálfum
til minnkunar. Steingrímur var ráð-
inn upplýsingafulltrúi í forsætisráðu-
neytinu í valdatíð Halldórs Ásgríms-
sonar. Steingrímur segir aftur á móti
að ákvörðunin um brottreksturinn
hafi verið tekin áður en hann tók við
störfum og bendir á forvera sinn, Sig-
mund Erni, núverandi forstöðumann
fréttasviðs.
„Þóra Kristín hefur kosið að telja
þetta pólitíska ákvörðun. Hún verð-
ur bara að eiga það við sjálfa sig. Ég
frestaði uppsögninni þegar ég tók við
og skoðaði málið út frá eigin forsend-
um. Síðan komst ég að sömu niður-
stöðu og forveri minn,“ segir Stein-
grímur Sævarr í svarbréfi. Hann segir
ákvörðunina um að segja Þóru Krist-
ínu upp vera fullkomlega faglega og
að til standi að bæta við starfsfólki á
fréttastofunni. „Við erum langt því frá
að draga saman seglin. Ég er að búa
hér til öðruvísi lið og því fylgir að ég
þarf að fara yfir starfsmannamálin.
Þóra Kristín var einfaldlega ekki inni
í myndinni hjá mér.“
Benda hvor á annan
Kristinn gefur lítið fyrir skýring-
ar Steingríms á uppsögninni. Hann
segir Sigmund hafa hafnað því alfarið
að hafa ákveðið brottreksturinn. „Það
vekur sérstaka athygli að Steingrímur
skuli hafa erft þá ákvörðun frá forvera
sínum að reka Þóru Kristínu. Ég hafði
samband við Sigmund Erni og bar
þetta upp á hann. Sigmundur sagði
þetta vera alrangt. Þarna stendur því
orð gegn orði,“ segir Kristinn.
Er blaðamaður hafði samband við
Þóru Kristínu og bar undir hana sam-
skipti Kristins og Steingríms vísar hún
því á bug að einhver annar en Stein-
grímur standi að baki uppsögninni.
Hún segist hafa fengið það staðfest hjá
yfirstjórn fyrirtækisins er hún gekk frá
starfslokum sínum á föstudag. „Þetta
var einfaldlega ekki svona. Ég trúi
því ekki eitt augnablik að Sigmundur
Ernir hafi komið þarna nokkuð nærri
enda væri það í algjöru ósamræmi við
þau skilaboð sem ég hafði fengið frá
honum skömmu áður en Steingrímur
var ráðinn til fyrirtækisins. Mér finnst
þessi uppsögn ekki stórmannleg og
eftir þessar fréttir velti ég því fyrir mér
hversu lágt menn geti komist,“ segir
Þóra Kristín.
Ósmekkleg
uppsögn
Þóra
Kristín
segist líta á
uppsögn-
ina sem
afar góð
meðmæli.
Hún hefur
áhyggjur af
því að pól-
itískur frétta-
stjóri hyggist
móta
undirmenn sína. „Ég hef aldrei unn-
ið með Steingrími og þess vegna
hefur hann engar forsendur til þess
að leggja mat á mín störf. Þetta eru
sennilega bestu meðmæli með mín-
um störfum sem ég hef fengið á ferl-
inum að maðurinn geti ekki starfað
með mér. Honum hefur greinilega
þótt erfitt að móta mig eftir hans
höfði, eins og hann hefur sagst ætla
að gera við fréttamenn stöðvarinnar,“
segir Þóra.
Kristinn tekur undir gagnrýni á
ráðningu Steingríms þar sem hann
hafi nýlega gegnt embætti upp-
lýsingafulltrúa Halldórs
Ásgrímssonar, fyrr-
verandi forsæt-
isráðherra.
„Lengst af
var núver-
andi frétta-
stjóri talsmað-
ur á höfuðbóli
stjórnarheim-
ilisins. Þeg-
ar hann skipt-
ir um föt og
gerist oddamaður
í aðhaldi almennings gagn-
vart valdhöfum grípur hann
til þess ráðs við fyrsta hent-
ugleika að reka aðalfrétta-
manninn í pólitískum
fréttum. Smekklegt!“ segir
Kristinn.
Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir náðist ekki í Sigmund
Erni Rúnarsson, fyrrverandi
fréttastjóra Stöðvar 2.
mánudagur 3. september 20074 Fréttir DV
Efast um
lögmætið
Landvernd og Samtök um
náttúruvernd á Norðurlandi hafa
óskað eftir opinberri rannsókn
á útgáfu á leyfi til jarðhitarann-
sókna í Gjástykki. Landsvirkjun
sótti um leyfi til rannsóknanna 8.
maí og tveimur dögum síðar gaf
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
leyfið út, tveimur dögum fyrir
kosningar.
Í tilkynningu frá samtökun-
um segir að margt bendi til þess
að iðnaðarráðuneytinu hafi ekki
gefist ráðrúm til þess að standa
rétt að útgáfunni. Svo virðist vera
sem ráðuneytið hafi ekki leitað
umsagna hjá Orkustofnun eða
Umhverfisstofnun, þrátt fyrir að
skýr lagaákvæði séu til um að svo
skuli gert. Einnig er óljóst hvort
landið sé þjóðlenda eða í einka-
eign. Vilja samtökin að leyfið
verði afturkallað
Bætt
heilbrigðiskerfi
Eftirlit og gæði heilbrigðis-
þjónustu verða betur tryggð og
heilbrigðisyfirvöldum verður
settur skýrari rammi en áður.
Á laugardaginn tóku gildi ný
lög um heilbrigðisþjónustu sem
samþykkt voru á Alþingi í vor.
Markmið þeirra er að mæla skýrar
fyrir um grunnskipulag hins op-
inbera heilbrigðisþjónustukerfis.
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðu-
neytinu segir að lögin byggist á
því grundvallarsjónarmiði að
haldið skuli uppi öflugu heil-
brigðiskerfi sem allir landsmenn
hafi jafnan aðgang að. Ný lög um
landlækni tóku einnig gildi en
helstu breytingarnar frá því áður
eru þær að landinu verður skipt
upp í heilbrigðisumdæmi en í
hverju umdæmi skal vera viðun-
andi heilbrigðisþjónusta.
Frístundakort
á Skagaströnd
Foreldrum barna á Skaga-
strönd gefst nú kostur á að fá 15
þúsund króna styrk fyrir hvert
barn sem tekur þátt í íþrótta- og
æskulýðsstarfi. Kortin tóku gildi
á laugardaginn og gilda í eitt ár.
Magnús B. Jónsson, sveit-
arstjóri Skagastrandar, segir að
frístundakortin dragi töluvert úr
kostnaði fyrir stórar fjölskyld-
ur. Þar með jafni þau möguleika
ungmenna til að taka þátt í slíku
starfi, óháð efnahag fjölskyldna
þeirra. Kortin ná til starfsemi
íþróttafélaga auk hvers konar
skipulagðs félags- og tómstunda-
starfs. Auk þess gilda kortin fyrir
aðra tómstundaiðkun eins og
tónlistar- eða listnám.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Steingrímur Sævarr Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, stendur í deilum við
undirmenn sína vegna uppsagnar Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur fréttakonu fyrir helgi.
Bréfaskriftir ganga manna á milli þar sem harðorðar ásakanir koma fram. Steingrímur
kennir Sigmundi Erni Rúnarssyni, fyrrverandi fréttastjóra, um brottreksturinn en
hann neitar því alfarið.
DEILA Á STEINGRÍM
BalduR guðmundSSon
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Miklar umferðartafir urðu á
Reykjanesbraut eftir að dagskrá lauk
á Ljósanótt, sem haldin var hátíðleg
í Rekjanesbæ um helgina. Umferðin
til Reykjavíkur var mjög hæg í kjölfar
flugeldasýningarinnar á laugardags-
kvöldið en dæmi eru um að ferðin
frá Reykjanesbæ til höfuðborgarinn-
ar hafi tekið tvo klukkutíma.
Lögreglan á Suðurnesjum segist
ekki vita hvers vegna umferðin gekk
jafnhægt og raun ber vitni en telur
allt eins víst að þeir fyrstu sem fóru
heim eftir flugeldasýningu hafi ekki
verið að flýta sér. Þá hafi umferð frá
flugvellinum verið töluverð þar sem
fjórar stórar þotur hafi flutt farþega
til landsins um kvöldið og hafi það
haft mikil áhrif. Sex umferðaróhöpp
áttu sér stað á laugardaginn og að-
faranótt sunnudags en öll voru þau
minniháttar. Fimmtíu lögreglumenn
voru á vakt þegar mest lét, en að sögn
lögreglunnar fór hátíðin í heildina vel
fram. Mörg þúsund manns skemmtu
sér í miðbænum þegar mest lét. Fjöl-
margir listamenn komu fram, með-
al annars Garðar Thor Cortes, sem
söng sig inn í hjarta tónleikagesta
á laugardagskvöldinu. Lögregla,
barnaverndarnefnd, foreldrar og
útideild Reykjanesbæjar starfræktu
athvarf í tengslum við hugsanlega
ölvun ungmenna og brot á útivist-
arreglum. Nokkur afskipti voru höfð
af ungmennum sem síðan voru færð
í athvarfið þar sem haft var sam-
band við foreldra. Fjórir gistu fanga-
geymslur fyrir ölvun. Einn þeirra var
undir lögaldri, en ekki tókst að hafa
uppi á forráðamönnum hans og
því var honum leyft að sofa úr sér í
fangageymslum. Níu fíkniefnamál
komu upp og nokkuð var um pústra
og slagsmál. Enginn hefur enn verið
kærður. Þá var einn ökumaður tek-
inn vegna gruns um ölvunarakstur.
Lögreglan segir rigningu og kalt veð-
ur hafa haft töluverð áhrif á gesti en
rólegt var orðið í bænum um klukku-
tíma eftir að skemmtistöðum var
lokað. baldur@dv.is
Margir gestir á Ljósanótt voru tvo klukkutíma að komast til Reykjavíkur eftir hátíðina:
Miklar tafir eftir hátíðahöldin
„ég trúi því ekki eitt
augnablik að Sigmund-
ur ernir hafi komið
þarna nokkuð nærri
enda væri það í al-
gjöru ósamræmi við
þau skilaboð sem ég
hafði fengið frá honum
skömmu áður.“
Sigmundur Ernir Rúnarsson Fyrrver-
andi fréttastjóra er kennt um uppsögnina.
Hann vísar því að sögn Kristins á bug.
Kristinn Hrafnsson telur afar ósmekklegt af fréttastjóran-
um að vísa Þóru Kristínu úr starfi og segir málið rammpólit-
ískt. Hann segir uppsögnina bæði lúalega og lítilmannlega.
Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir
Fréttakonan gagnrýnir
ráðningu steingríms
sem hafi augljós
tengsl inn í stjórnmál-
in. Hún hefur miklar
áhyggjur af trúverðug-
leika fréttastofunnar.
Steingrímur Ólafsson
nýráðinn fréttastjóri stendur í
deilum við undirmenn sína
vegna brottrekstursins. Hann
segir forvera sinn hins vegar
hafa ákveðið uppsögnina.
litadýrð á næturhimninum
Ljósanótt fór vel fram en nokkuð
var um pústra og slagsmál.