Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Page 6
mánudagur 3. september 20076 Fréttir DV Forstöðumaður meðferðarheimilisins að Laugalandi fór fram á að foreldrar samþykktu ýmis skilyrði þannig að hægt væri að halda meðferð dóttur þeirra áfram. Að mati Barnaverndarstofu er nauðsynlegt í meðferð að setja börnum ákveðinn ramma og kenna þeim að lifa eftir reglum. Fyrrverandi skjólstæðingur heimilisins að Laugalandi skilur aftur á móti ekki skilgreiningu stofnunarinnar á ofbeldi. FÓRU FRAM Á ÓTÍMA- BUNDNA EINANGRUN Foreldrar skjólstæðings á Meðferð- arheimilinu að Laugalandi voru beðnir um að samþykkja ótíma- bundna einangrun á barni sínu, að útiloka samskipti við barn sitt, afnema jólafrí og að þeir ættu ekki samræður við barn sitt um orða- val meðferðaraðilans í samskipt- um við skjólstæðinga. Ef skilmál- arnir yrðu ekki samþykktir fylgdu þau skilaboð að ekki væri hægt að halda áfram meðferðarstarfi skjól- stæðingsins. Þetta kemur fram í bréfi sem DV hefur undir höndum og forstöðumaðurinn lagði fram á samráðsfundi og með vitund Barnaverndarstofu. Að loknum samráðsfundinum fundu foreldrarnir sig knúna til að taka barn sitt af Meðferðarheimil- inu að Laugalandi og studdu dótt- ur sína til að senda inn erindi til umboðsmanns barna vegna starfs- hátta heimilisins. Í kjölfarið báru þáverandi skjólstæðingar heimil- isins þess vitni að andlegt og lík- amlegt ofbeldi væri hluti af með- ferðinni hjá forstöðumanninum. Umboðsmaður barna fór fram á at- hugun á heimilinu eftir alvarlegar athugasemdir skjólstæðinganna. Niðurlæging og óvinsemd Tinna Jónsdóttir, fyrrverandi skjólstæðingur að Laugalandi, kannast við ofbeldisaðferðir for- stöðumannsins, Ingjalds Arnþórs- sonar, sem hún segir grimman. Aðspurð segist hún hafa verið feg- in að losna af heimilinu að Lauga- landi. „Ég er ekki sátt við hversu auðveldlega forstöðumaðurinn fær að sleppa í augum barna- verndaryfirvalda. Sjálf man ég eftir miklu andlegu ofbeldi á heimilinu og ég var mjög ósátt með meðferð- ina þar. Þetta voru alls ekki vond- ar stelpur þarna þannig að beita þyrfti þessari hörku sem beitt var. Ég lét sækja mig á heimilið því ég gat ekki hugsað mér að vera þarna stundinni lengur og þakkaði virki- lega fyrir það að komast í burtu,“ segir Tinna. Magnús Guðmundsson, fyrr- verandi skjólstæðingur Ingjalds að meðferðarheimilinu Teigum, segir farir sínar heldur ekki sléttar í samskiptum sínum við Ingjald. Þegar hann starf- aði sem ráðgjafi á meðferðar- heimilinu leitaði Magnús sér þar hjálpar. „Mér finnst löngu kominn tími til að fletta ofan af manninum. Ég hef lent illilega í klónum á honum og varð hreinlega kjaftstopp að heyra í honum. Ég leitaði mér hjálpar vegna veikinda minna og Ingjaldur reyndi að hjálpa mér með sífelldri niðurlægingu og óvin- semd,“ segir Magnús. Lifa eftir reglum Í kjölfar athugunar á starfsemi meðferðarheimilisins að Laugalandi, þar sem meðal annars fram kom að skjólstæðingarnir uni sér vel á heimilinu og þar sé frjáls- legt og notalegt andrúmsloft, taldi umboðsmaður barna engu að síð- ur rétt að ítreka fyrir Barnavernd- arstofu mikilvægi réttar skjólstæð- inganna sem einstaklinga og að gæta þurfi þess að mannréttindi séu hvergi brotin í meðferðarúr- ræðum hér á landi. Umboðsmað- ur barna benti einnig á að ekki séu lagaheimildir fyrir þvingunar- ráðstöfunum og agaviðurlögum á meðferðarheimilum. Svör Barnaverndarstofu voru á þá leið að af hálfu stofnunar- innar væri ætíð lögð áhersla á að starf meðferðarheimila sé í fullu samræmi við ákvæði laga. Að mati stofnunarinnar er engu að síður ljóst að hjá því verði ekki komist að skjólstæðingar og forsjáraðilar þeirra upplifi dvöl barns á með- ferðarheimili með mismunandi hætti. Meginmarkmið Barnavernd- arstofu er að aðstoða skjólstæð- inga við að taka á vandamálum sínum og að undirbúa þá til þess að lifa sjálfstæðu og heilbrigðu lífi innan samfélagsins að vist- un lokinni. Markmiðum þess- um er ekki unnt að ná að mati stofnunarinnar nema með því að setja börnunum ákveðinn ramma og kenna þeim að lifa eftir reglum. Þaggað niður af öllum mætti Spurður um reglur í með- ferð sinni segir Magnús þær reglur hafa snú- ist fyrst og fremst um niðurlægingu. Hann ákvað að hætta í meðferð sök- um harðræð- is meðferðar- fulltrúans. „Því miður geri ég at- hugasemd- ir við geð- heilbrigði hans. Í meðferð- inni reyndi hann sífellt að brjóta mig nið- ur og niður- lægði fjöl- skylduna í leið- inni. Þegar ég upplifði þetta sá ég enga aðra lausn en að ganga út. Það kemur mér í raun ekkert á óvart að barnaverndaryfirvöld styðji hann því í raun kemur hann vel fyrir en á ekki von á neinu öðru en að hann hafi haldið áfram uppteknum hætti gagnvart börnunum á Lauga- landi, það er með niðurlæging- um og niðurbroti,“ segir Magnús. Tinna undrast endalausan stuðn- ing barnaverndaryfirvalda og seg- ist ekki skilja skilgreiningu Barna- verndarstofu á ofbeldi. Hún telur ljóst að verið sé að reyna að þagga umræðuna niður. „Ingjaldur var afskaplega grimmur og kaldur,“ segir Tinna og kveður hann hafa brugðist mjög ómanneskju- lega við þegar kom í ljós að hún væri ófrísk, skömmu eft- ir komuna á heimilið. „Eitt skipti um hávet- ur skildi hann okkur eftir illa klæddar úti í frostinu þar sem við þurftum að ganga nokkra klukku- tíma frjósandi úr kulda,“ segir Tinna. „Ég man líka eftir því að einni stelpunni var hrint niður stiga af for- stöðumanninum. Í kjölfarið var henni samstundis kippt út af heimilinu. Kannski flokka barnaverndaryf- irvöld þetta ekki sem ofbeldi. Það er eins og þeir upplifi þessa umræðu sem einhvers konar einelti og reyni af öllum mætti að þagga þetta niður og fela.“ TrausTi hafsTeiNssoN blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Kröfur forstöðumannsins Í bréfinu hér til hliðar er meðal annars farið fram á að foreldrar ræði ekki samskipti barns síns við meðferðaraðila, að jólafrí skjólstæðingsins sé fellt niður og að skjólstæðingurinn fari í ótímabundna einangrun. Úr bréfi umboðsmanns barna til Barnaverndarstofu eftir athugasemdir skjólstæðinga: Réttur skjólstæðinga virtur að vettugi „Því er haldið fram að engin virðing sé borin fyrir skjólstæðingum heimilisins, sem birtist m.a. í mjög óviðeigandi talsmáta rekstraraðila í garð skjólstæðinga, í allra áheyrn, neikvæðri og lítilsvirðandi afstöðu hans til forsjáraðila og upplestri úr dagbókum skjólstæðinga í óþökk þeirra. Réttur skjólstæðinga til persónufrelsis og tjáningar- og skoð- anafrelsis, sé virtur að vettugi. Þá er því beinlínis haldið fram að þeir séu beittir andlegu og líkamlegu harðræði af hálfu rekstraraðila í með- ferðinni. Sjálfsmyndin sé brotin niður í stað þess að byggja hana upp og styrkja. Í a.m.k. einu tilviki mun kvörtun vegna líkamlegs ofbeldis hafa verið send til Barnaverndarstofu en henni ekki verið sinnt að sögn þess sem kvartaði. Þeir eigi engan trúnað vísan, hvorki hjá meðferðar- aðilum sjálfum né öðrum sem koma að málum þeirra í tengslum við meðferðina. Ummæli þessi, sem höfð eru eftir fyrrverandi vistmönn- um meðferðarheimilisins, ber að taka alvarlega, en þau fela í sér, ef sönn eru, fjölmörg mannréttindabrot af hálfu rekstraraðila gagnvart þeim unglingum, sem honum er falin umsjá og meðferð samkvæmt þjónustusamningi við barnaverndarstofu.“ Úr svari Barnaverndarstofu eftir athugun á meðferðarheimilinu: Starf heimilanna í samræmi við lög „Í niðurstöðum starfsmanns Barnaverndarstofu er tekið fram að börn- in hafi verið afar öguð á fundinum, getað vel tjáð sig og fært rök fyrir máli sínu. Áberandi hafi verið að fundarmenn hafi komið fram við hver annan af virðingu og mál leyst í sátt. Í samantekt er þess getið að starfið virðist ganga mjög vel, andinn í húsinu sé góður og börnin í góðri vinnslu. Vilji meðferðaraðila til að taka athugasemdum og gera betur ef unnt er sé ótví- ræður. Börnin uni sér vel, þau taki framförum og megi vera óhrædd að taka upp mál sem hvíli á þeim gagnvart meðferðaraðilum því ekki verði betur séð en að þeim verði vel tekið. Jafnframt er tekið fram að andrúms- loft á heimilinu sé notalegt og frjálslegt og herbergi barnanna mjög snyrti- leg og vel búin. Jafnhliða því að skipuleggja meðferðarstarfið hefur Barnaverndarstofa lagt kapp á að meðferðaraðilar fylgi ætíð reglum um réttindi barna og beit- ingu þvingunar þar sem m.a. er tekið fram að starfsmenn meðferðarheim- ila skuli koma fram við skjólstæðinga af virðingu og stuðla að því að skjól- stæðingar taki sjálfir ákvarðanir um persónuleg málefni miðað við aldur og þroska og markmið vistunar hverju sinni. Þá hefur verið lögð áhersla á að börnunum gefist færi á að koma á framfæri athugasemdum sínum við það sem þau telja miður fara.“ „Í meðferðinni reyndi hann sífellt að brjóta mig niður og niðurlægði fjölskylduna í leiðinni. Þegar ég upplifði þetta sá ég enga aðra lausn en að ganga út.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.