Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Page 7
DV Fréttir mánudagur 3. september 2007 7
Dansrá› Íslands | Faglær›ir danskennarar Borgartún 6 | 105 Reykjavík | sími 553 6645 | fax 568 3545 | dans@danskoli.is | www.dansskoli.is
VI‹ BJÓ‹UM
UPP Í DANS
Innritun og
uppl‡singar
í síma 553 6645
e›a á dansskoli.is
Mambó
Tjútt
Freestyle
Break
Salsa
Brú›arvals
Barnadansar
Samkvæmisdansar
Sérnámskei› fyrir hópa
N‡justu tískudansarnir
Börn – Unglingar – Fullor›nir
Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Land-
spítalans funda í dag vegna þyrlulækna:
Fleiri þyrlulæknar
kosta meiri peninga
Fulltrúar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss gengu á fund Landhelgis-
gæslu Íslands á föstudagsmorgun til
þess að ræða málefni lækna um borð
í þyrlum Landhelgisgæslunnar.
„Spítalinn og Landhelgisgæsl-
an eiga í viðræðum þessa dagana
um það hvort hægt sé að bæta við
læknum á þyrluvaktirnar,“ segir Már
Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á
slysa- og bráðasviði Landspítalans.
„Það þarf að leysa þetta mál en það
kemur óhjákvæmilega til með að
kosta peninga,“ segir hann.
DV sagði frá því á miðvikudag að
Friðrik Sigurbergsson, einn reynd-
asti þyrlulæknir landsins, hygðist
hætta störfum á þyrluvaktinni vegna
óánægju með að tvær flugáhafnir
væru á bakvakt hverju sinni en að-
eins einn læknir.
„Við þurfum einhvern veginn að
endurskipuleggja okkar starf þannig
að hægt verði að manna báðar vakta-
línurnar,“ segir Már. Hann bendir á
að þessi vandi hafi blasað við mönn-
um þegar Bandaríkjaher yfirgaf land-
ið og Landhelgisgæslan þurfti að
stækka þyrluflotann. Enginn læknir
var þó um borð í þyrlum Bandaríkja-
hers.
Már segir að um mönnun lækna
í þyrlur Landhelgisgæslunnar gildi
samningur milli spítalans, Landhelg-
isgæslunnar og dómsmálaráðuneyt-
isins. „Þegar þessi samningur var
gerður var bara um að ræða lækni á
eina þyrlu á vegum Landhelgisgæsl-
unnar. Nú er staðan breytt og það
þarf að finna flöt á þessu,“ segir Már.
Hann segir að með uppsögn sinni sé
Friðrik Sigurbergsson að lýsa afstöðu
sinni til þeirrar stöðu sem nú sé uppi
á teningnum.
Friðrik sagði í samtali við DV að
sér væri til efs að skynsamlegt væri
að fara í þyrluleiðangra án lækn-
is. „25 til 30 sinnum á ári lendum
við í því að beita verulegum læknis-
fræðilegum inngripum, til þess ann-
aðhvort að bjarga lífi viðkomandi
einstaklings eða koma í veg fyrir ör-
kuml,“ sagði hann.
sigtryggur@dv.is
Gæsluþyrla Landhelgisgæslan og Landspítalinn eiga nú í viðræðum um hvernig
manna skuli læknavaktir fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar.
Alls hefur 49 fastráðnum flugmönnum verið sagt upp hjá Icelandair á árinu. Jóhannes Bjarni Guðmunds-
son, formaður FÍA, segir ekki rétt að ástæðan sé skortur á leiguverkefnum. Flugmenn eru ósáttir við að
Icelandair nýti sér ódýra starfskrafta erlendis og segi upp flugmönnum sem barist hafa fyrir sínum réttind-
um. Atvinnuflugmenn ætla að kynna starfsemi starfsmannaleiga fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur í haust.
FENGU UPPSAGNARBRÉFIÐ
MEÐ RÁÐNINGARSAMNGNUM
Alls hefur 49 fastráðnum atvinnuflug-
mönnum verið sagt upp störfum hjá
Icelandair, en ekki 25 eins og fram
hefur komið. 24 flugmenn sem fengu
fastráðningarsamning síðastliðið vor
fengu uppsagnarbréf í sama umslagi
og ráðningarsamninginn.
Jóhannes Bjarni Guðmundsson,
formaður Félags íslenskra atvinnu-
flugmanna, segir flugmennina 24
reyndar hafa vitað það frá upphafi að
um sumarstarf gæti verið að ræða,
enda hafi það verið auglýst sem slíkt.
„Ég get þó ekki annað en undrast
þau orð Guðjóns Arngrímssonar að
ástæðan fyrir þessum uppsögnum sé
samdráttur í leiguflugi,“ segir hann.
Hann vísar þarna til frétta frá því fyrr
í sumar um að Icelandair væri að færa
leiguverkefni dótturfélagsins Loftleiða
til lettneska flugfélagsins Latcharter,
sem einnig er í eigu Icelandair.
Á fund með ráðherra
Mikillar óánægju gætir meðal at-
vinnuflugmanna með þá þróun að
verkefni færist á hendur ódýrara
vinnuafls. Starfsmannaleigur hafa ver-
ið reknar í flugi um langt skeið. Í gegn-
um þær hafa flugmenn með erlend
skírteini unnið fyrir íslensk flugfélög á
borð við Jetex og Air Atlanta.
Þetta fer þannig fram að Flugmála-
stjórn gefur út svokallaða fullgildingu
á erlent flugskírteini. Með þessu móti
geta flugmenn hvaðanæva úr heimin-
um unnið fyrir félög með íslensk flug-
rekstrarleyfi.
Hópur meðlima í Félagi íslenskra
atvinnuflugmanna hefur pantað fund
með Jóhönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra til þess að kynna þessa
stöðu mála fyrir ráðherranum.
Stéttarfélagið eflist
Jóhannes Bjarni segir þróunina
varasama. „Þetta skekkir samkeppnis-
stöðu fyrirtækja á borð við Icelandair,
sem þrátt fyrir allt reyna að fara eftir
lögum og leikreglum,“ segir hann.
Íslenskir atvinnuflugmenn telja að
komast mætti hjá miklum hluta ár-
legra uppsagna ef leiguverkefni yrðu
ekki færð til Latcharter, eða ef þeir
mættu vinna við þau verkefni sem fé-
lagið tekur að sér. Viðræður milli Fé-
lags íslenskra atvinnuflugmanna og
Icelandair um þetta hafa staðið frá því
í júní. Síðast var fundað á föstudags-
morgun. Kjarasamningar Félags ís-
lenksra atvinnuflugmanna eru lausir
um áramót og gert er ráð fyrir að málið
verði tekið upp í samningaviðræðum.
Bogi Agnarsson, flugstjóri og með-
stjórnandi í Félagi íslenskra atvinnu-
flugmanna, segir að nú sé unnið að
því að styrkja félagið með því að sam-
ræma samninga þeirra sem fljúga fyr-
ir Air Atlanta og eitt sinn tilheyrðu
Frjálsa flugmannafélaginu en nú FÍA.
Engir skattar greiddir
Þeir flugmenn sem rætt hefur verið
við segja starfsmannaleigur í flugi ekki
frábrugðnar starfsmannaleigum sem
séð hafa um erlenda verkamenn við
virkjunarframkvæmdir. Fyrir íslensk
flugfélög vinni flugmenn og flugfreyj-
ur sem séu hér á landi um lengri eða
skemmri tíma. Þetta fólk þurfi að not-
færa sér íslenska velferðarþjónustu
án þess nokkurn tímann að greiða
skatta eða tryggingargjald hér. Jó-
hannes Bjarni segir að um tiltölulega
nýjan vanda sé að ræða hér á landi, en
vandamálið sé alþekkt víða um Evr-
ópu. „Við erum með sterkt stéttarfélag
á bak við okkur og vinnum auðvitað að
því að hér sé farið að leikreglum.“
SiGtryGGur Ari JóhAnnSSon
blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is
Félag íslenskra atvinnuflug-
manna Jóhannes bjarni
guðmundsson segir að Félag
íslenskra atvinnuflugmanna
muni vinna gegn þeirri þróun að
leiguverkefni séu færð frá
fastráðnum flugmönnum og í
hendur ódýrra starfskrafta hjá
starfsmannaleigum.
icelandair guðjón
arngrímsson sagði í
síðustu viku að ástæðan
fyrir uppsögnum
flugmanna væri
slök staða í
leiguverkefn-
um. Þessu
trúa
flug-
menn
ekki.