Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Side 10
Hann var skrýtinn fyrri hálfleikurinn
á Víkingsvelli í gær. Víkingar byrj-
uðu leikinn mun betur og voru lík-
legri en Valsmenn til að skora fyrsta
markið. Það tókst ekki hjá heima-
mönnum en hins vegar tókst gest-
unum það, ekki einu sinni heldur
þrisvar. 0-3 í hálfleik og dagskránni
svo gott sem lokið. Valsmenn héldu
áfram að þjarma að heimamönnum
og enduðu með því að skora 5 mörk
á móti einu marki Víkings. Það eina
sem skyggði á sigur Vals var meiðsli
Helga Sigurðssonar sem virtist togna
aftan í læri.
Valsmenn spiluðu fast í byrjun og
þannig þurfti sjúkralæknir Víkinga
þrisvar að hlúa að sínum mönnum eft-
ir harðar tæklingar gestanna. Gunnar
Kristjánsson fékk dauðafæri sumars-
ins en Gunnar er nú ekki þekktur fyrir
sín þrumuskot með hægri fæti og sá
fótur brást honum illilega á 18. mín-
útu. Stóð þá nánast ofan í marki Vals
en slöku skoti hans var bjargað hetju-
lega af nafna hans Einarssyni.
Þrjú mörk Vals á 13 mínútum
Eftir fjörugar upphafsmínútur
færðist ró yfir leikinn þó að barátt-
an hafi áfram verið hörð. Á 29. mín-
útu fengu Valsmenn tvö horn í röð
og skoruðu úr því síðara. Þar var að
verki téður Gunnar Einarsson. Ingvar
Kaale fór í skógarferð í teignum, hitti
ekki hornspyrnu Guðmundar Bene-
diktssonar, og Gunnar stóð einn og
óvaldaður og skallaði í netið.
Þremur mínútum síðar skoraði
Guðmundur sjálfur og var það gull
af marki. Fiskaði aukasyrnu við víta-
teigslínuna, sparkaði laust til Bjarna
Ólafs sem stoppaði boltann og Guð-
mundur hamraði boltann í stöng og
inn. Frábært mark.
Á 43. mínútu skoraði Baldur Að-
alsteinsson fallegt en umdeilt mark.
Líkt og Guðmundur fiskaði hann
aukaspyrnu sem Víkingar voru skilj-
anlega ósáttir við. Baldur sótti auka-
spyrnuna, um það verður ekki deilt.
Víkingar voru í óðaönn að stilla upp
varnarveggnum og biðu eftir flauti
dómarans, Sævars Jónssonar, sem
kom aldrei og Baldur tók sénsinn,
þrumaði í gegnum vegginn og í netið
fór boltinn. 3-0 í hálfleik.
Víkingar fengu færi, Valsmenn
skora
Fjórða markið skoraði Dennis Bo
á 52. mínútu eftir sendingu Bald-
urs Aðalsteinssonar. Sendingin var
vissulega góð en varnarleikur Vík-
inga var ekki til eftirbreytni.
Víkingar neituðu þó að leggja
árar í bát og þegar stundarfjórðung-
ur var liðinn af leiknum fengu þeir
tvö fín færi. Fyrst aukaspyrna Gunn-
ars Kristjánssonar sem Kjartan varði
og síðan átti Stefán Sveinbjörnsson
frábært skot sem small í þverslánni.
Skömmu síðar, eða á 63. mínútu,
skoraði Egill Atlason fyrir Víking.
Slapp þá í gegnum vörnina og skor-
aði úr þröngu færi vinstra megin.
Skotið var fast en vitur maður sagði
eitt sinn að góðir markverðir eiga
ekki að fá á sig mark á nærstöng.
Valsmenn virtust slegnir út af
laginu í smástund en hrukku aftur
í gírinn góða og á 70. mínútu bitu
þeir aftur frá sér. Pálmi Rafn nýtti
sér mistök Milos og skoraði. Send-
ing kom frá hægri og Milos ætlaði
að skalla frá en ekki vildi betur til en
að hann hrökk til Pálma sem þakk-
aði pent fyrir sig og þrumaði fram-
hjá Ingvari í markinu.
Hafi færi Gunnars í fyrri hálfleik
verið gott fékk hann keimlíkt í þeim
síðari en aftur brást hægri fóturinn
honum og nú bjargaði Barry Smith
á línu.
Erfitt framundan hjá Víkingum
Valsmenn spiluðu á köflum stór-
góðan fótbolta og það er ekki tilvilj-
un að liðið er á þeim stað sem það
er á. Vörnin var þétt með Atla Svein
í fararbroddi, miðjan sterk þar sem
Pálmi, Baldur og Bjarni skiptust á
að sækja á meðan Sigurbjörn sinnti
skítverkunum af stakri prýði og
sóknarleikurinn, með hinn síunga
Guðmund Benediktsson fremstan í
flokki, var fersk og alltaf að búa eitt-
hvað til.
Merkilegt nokk voru Víkingar
betri fyrstu tuttugu mínúturnar í
leiknum. Eftir fyrsta markið hins
vegar hrundi leikur liðsins eins og
spilaborg. Liðið var seinheppið í
leiknum og sjálfu sér verst. Gunnar
Kristjánsson hefði átt að koma lið-
inu yfir og hefur væntanlega sofið
illa í nótt. Valsmenn spiluðu fast og
Víkingar fundu svo sannarlega fyr-
ir því. Margir leikmenn liðsins eru
væntanlega með marbletti eftir við-
ureign gærkvöldsins.
Liðið situr í næstneðsta sæti
deildarinnar þegar þrjár umferð-
ir eru eftir, það leikur næst í Kefla-
vík, svo gegn ÍA uppi á Akranesi og
lokaleikurinn er gegn FH á heima-
velli. Ef ekki á illa að fara þurfa Vík-
ingar að hysja upp um sig buxurnar
því getan er svo sannarlega til stað-
ar, en trúin á verkefnið virðist lítil.
Getumunurinn kom í ljós
Bjarni Ólafur Eiriksson lék sinn
besta leik með Valsmönnum í sum-
ar. Hann var að vonum sáttur með
úrslitin og spilamennskuna hjá sín-
um mönnum. „Þetta var allt að því
fullkominn leikur. Þeir voru kannski
eitthvað sterkari í byrjun en heilt
yfir var þetta mjög fínt hjá okkur.
Það var mikil stöðubarátta og mér
fannst þeir ekkert betri en við fyrsta
hálftímann. En þegar leið á leikinn
fannst mér getumunurinn koma í
ljós. Annað markið kom tiltölulega
snemma eftir fyrsta markið og svo
það þriðja og það eiginlega drap
þetta.“
Erfitt að afsaka 1-5 tap
Grétar Sigfinnur Sigurðsson
þurfti að yfirgefa völlinn vegna
meiðsla. Hann var að vonum dauf-
ur í dálkinn eftir leikinn. „Þetta
hrundi náttúrulega hjá okkur sem er
kannski skiljanlegt þar sem við fáum
þrjú mörk á okkur með skömmu
millibili. Mér fannst reyndar mjög
lélegur dómur þarna í tveimur af
þessum aukaspyrnum sem þeir
fengu. Maður samt getur ekki afsak-
að 5-1 tap með því að kenna dóm-
aranum um.“ Grétar var sammála
því að orðin ef og hefði gætu lýst
leiknum vel. Ef Gunnar hefði nýtt
færið í stöðunni 0-0, hefði dómar-
inn ekki flautað aukaspyrnur og svo
framvegis. „Algjörlega, þess vegna
er svona súrt að fá á sig svona mörk
þar sem dómarinn er greinilega að
klúðra þessu. Það hlýtur að sjást
í sjónvarpi. En svo valta þeir yfir
okkur. Þeir eru með sjálfstraustið í
botni og við þarna niðri, misstum
mig og Hörð út af. Talandi um Hörð,
kannski hefði Bjarni Ólafur átt að
fá rautt fyrir tæklinguna sem hann
tók á hann. Þetta var allavega mjög
gróft.“ Grétar sagði að þó vissulega
sé erfitt prógramm eftir fyrir Víking
sé hann hvergi banginn. „Öll lið geta
unnið alla og það hefur sannað sig
bæði á síðasta ári og núna þannig að
það þýðir ekkert að vera banginn.“
mánudagur 3. september 200710 Sport DV
ÍÞRÓTTAMOLAR
Emil byrjaði
torino og reggina, lið emils
Hallfreðssonar, gerðu 2-2 jafntefli í
ítölsku a-deildinni
í í gær. emil var í
byrjunarliði
reggina, en var
tekinn af velli á 72.
mínútu. reggina
hefur 2 stig eftir 2
leiki, en Juventus
og roma eru efst
með 6 stig.
Ísland Vann lúx
Íslenska landsliðið í körfuknattleik karla
sigraði Lúxemborgara með 89 stigum
gegn 73 í b-deild
evrópumótsins í
Lúxemborg á
laugardag.
Heimamenn höfðu
betur framan af og
voru yfir í hálfleik
49-36. Íslendingar
réðu lögum og
lofum í síðari
hálfleik og unnu
öruggan 16 stiga sigur. Logi
gunnarsson var stigahæstur Íslendinga
með 21 stig en þeir Fannar Ólafsson og
páll axel Vilbergsson komu næstir með
15 stig.
...En tapaði fyrir Hollandi
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta
steinlá fyrir því
hollenska á
ásvöllum, 52-73, á
laugardag. Þar
með er ljóst að
liðið á ekki lengur
möguleika á að
vinna riðilinn sinn í
b-deild evrópu-
keppninnar.
Íslenska liðið
byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18
undir og eftir það var á brattann að
sækja. Helena sverrisdóttir var
stigahæst í Íslenska liðinu með 12 stig.
Hildur sigurðardóttir skoraði 11
róbErt skoraði siGurmarkið
róbert gunnarsson tryggði
gummersbach 24-23 sigur á minden í
þýska
handboltanum um
helgina með marki
tíu sekúndum fyrir
leikslok. róbert
skoraði fimm mörk
en guðjón Valur
sigurðsson var
markahæstur í liði
gummersbach
með sex mörk.
einar Örn Jónsson skoraði tvö mörk fyrir
minden. Þá skoraði alexander petersson
sex mörk fyrir Flensburg sem rúllaði yfir
Wilhelmshaven, 35-25. einar
Hólmgeirsson skoraði tvö mörk fyrir
liðið.
Haukar oG stjarnan mEistarar
mEistaranna
bikarmeistarar Hauka sigruðu
Íslandsmeistara stjörnunnar í árlegum
leik í meistarakeppni HsÍ í kvennaflokki.
markahæstar í liði Hauka voru þær
Hanna g. stefánsdóttir sem gerði 13
mörk, ramune pekarskyte með 8. Í liði
stjörnunnar skoraði sólveig Lára
Kjærnested 7 mörk og alina patrache 5.
Í karlaflokki sigruðu bikarmeistar
stjörnunnar Íslandsmeistara Vals með
26 mörkum gegn 25. markahæstir hjá
stjörnunni voru björgvin Hólmgeirsson
með 8 mörk en gunnar Ingi Jóhannes-
son var með 5. Hjá Val var Fannar
Friðgeirsson markahæstur með 7 mörk
en arnór gunnarsson var með 5 mörk.
Þetta voru tveir síðustu leikirnir sem
stjarnan spilar í ásgarði en liðið mun
spila heimaleiki sína í mýrinni héðan í
frá.
Sport
3
5
3
4
4
4
4
3
6
5
4
13
9
4
3
3
3
0
Ingvar Þór Kale
Arnar Jón Sigurgeirsson
Milos Glogovac
Gunnar Kristjánsson
Sinisa Kekic (75.)
Grétar Sigurðarson (49.)
Stefán Sveinbjörnsson
Þorvaldur Sveinsson
Hörður Bjarnason (20.)
Jón Björgvin Hermannsson
Höskuldur Eiríksson
Kjartan Sturluson
Barry Smith
Gunnar Einarsson
Atli Þórarinsson
Sigurbjörn Hreiðarsson
Helgi Sigurðsson (17.)
Pálmi Pálmason
Baldur Aðalsteinsson (80.)
Rene Carlsen
Bjarni Ólafur Eiríksson
Guðmundur Benediktsson (78.)
TÖLFRÆÐI
SKOT Á MARKIÐ
SKOT AÐ MARKI
SKOT VARIN
HORNSPYRNUR
RANGSTAÐA
GUL SPJÖLD
RAUÐ SPJÖLD
18
10
8
8
1
3
0
1 5
VÍKINGUR VALUR
(29.) Gunnar Einarsson, (32.) Guðmundur Benediktsson,
Baldur Aðalsteinsson (43.), Dennis Bo Mortensen (52.),
Pálmi Pálmason (71.)
5
6
7
8
8
6
9
8
6
7
9
VARAMENN: (20.) Egill Atlason
4, (49.) Valur Úlfarsson 4, (75.)
Pétur Svansson
VARAMENN: Leikmaður
jónsson - X, Leikmaður Jónsson
- X, Leikmaður Jónson - X
(63.) Egill Atlason
MAÐUR LEIKSINS:
Pálmi Rafn Pálmason
VÍkingAR Lágu Í VALnuM
bEnEdikt bóas Hinriksson
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
Valsmenn halda press-
unni á FH-inga en
liðið vann Víking 1–5 í
gær á Víkingsvelli.
Helgi sigurðsson
meiddist í leiknum og
óvíst með þátttöku
hans gegn Spáni og
Norður-Írlandi.
númer þrjú dennis bo mortensen kom
inn á í stað Helga sigurðssonar og
skoraði mark númer þrjú.
nautsterkur dennis bo mortensen kom
ferskur inn á í stað Helga sigurðssonar.dV mynd stEfán
@..hofundarmerking:<b>-<p>