Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Page 11
Hafi menn haft efasemdir um að Liverpool hefði getuna til að blanda sér í toppbaráttuna í ensku úrvals- deildinni ættu þær efasemdaraddir að hafa hjaðnað eftir leiki helgar- innar. Liverpool gerði sér lítið fyrir og vann Derby 6–0 og það án Ste- vens Gerrard og Jamies Carragher, tveggja af máttarstólpum liðsins. Með sigrinum komst Liverpool í efsta sæti deildarinnar eftir leiki helgarinnar en fimm ár eru síðan Liverpool var í efsta sæti deildarinn- ar síðast. Liverpool hefur enn ekki tapað leik og byrjunin þrír sigrar og eitt jafntefli er besta byrjun liðsins frá því tímabilið 1998–999. Rafa Benitez er augljóslega á réttri leið með liðið og ljóst er að Liverpool gerir kröftugt tilkall til meistaratit- ilsins á Englandi. Þrír af þeim leikmönnum sem Benitez keypti til liðsins í sumar skoruðu fjögur af sex mörkum liðs- ins gegn Derby. Fernando Torres hefur fallið eins og flís við rass í lið Liverpool og skoraði tvö mörk. Ryan Babel skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og Andriy Voronin virðist skora í hvert sinn sem hann spilar fyrir liðið. Liverpool hefur fjórum sinnum unnið 6–0 sigra frá stofnun úrvals- deildarinnar og einu sinni unnið 7–1. Því má hins vegar ekki gleyma að Liverpool var að spila við Derby, sem er líklegur kandídat til að falla næstkomandi vor. enski Aston Villa kom flestum á óvart með því að leggja Chelsea að velli 2–0. Abramovic rauk úr stúkunni þegar annað markið kom. LiverpooL sýndi mátt sinn Stærsti sigur tíma- bilsins hingað til: boltinn tryggingar hf. tryggingar hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.