Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Síða 14
mánudagur 3. september 200714 Sport DV
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur:50,461
newcastle
wigan
harper, taylor, rozehnal, Cacapa,
n’Zogbia, Smith (martins 66),
geremi, butt, milner, owen,
Viduka (ameobi 46).
kirkland, melchiot, granqvist,
bramble, kilbane, landzaat
(Skoko 29), brown, Scharner,
koumas (bent 58), Sibierski
(boyce 48), heskey.
maður leiksins
Chris Kirkland Wigan
65%
24
6
4
9
15
2
0
40%
7
1
7
1
20
3
1
1:0owen 87
arsenal nálgast toppinn
Arsenal sigraði Portsmouth 3–1 í bráðfjörugum og spennandi leik þar sem fjögur mörk fengu að líta dagsins
ljós og eitt rautt spjald.
Arsenal hélt áfram góðri byrjun
sinni á tímabilinu með 3–1 sigri á
liði Portsmouth í bráðfjörugum leik.
Leikmenn Arsenal byrjuðu leikinn
af krafti og strax á 6. mínútu skor-
uðu þeir fyrsta mark leiksins. Eft-
ir mistök í vörn Portsmouth slapp
Robin Van Persie einn í gegn og var
hann felldur af David James, mark-
verði Portsmouth, dómarinn dæmdi
umsvifalaust vítaspyrnu og var það
Emmanuel Adebayor sem steig á
punktinn og kláraði hann vítaspyrn-
una örugglega. Arsenal hélt áfram
að pressa stíft og var Adebayor ná-
lægt því að bæta við öðru marki sínu
þegar hann rétt missti af boltanum
eftir fyrirgjöf frá Alexander Hleb. Á
35. mínútu bætti Arsenal við öðru
marki sínu í leiknum, var það Cesc
Fabregas sem skoraði eftir að hann
fylgdi eftir skalla Gilberto Silva eft-
ir hornspyrnu. Þetta var fjórða mark
Fabregas á tímabilinu. Arsenal hefði
getað bætt við sínu þriðja marki
nokkrum mínútum seinna þegar
Adebayor átti hlaup upp kantinn
en slök fyrirgjöf hans flaug yfir fría
Arsenal-menn í teignum. Fyrri hálf-
leikurinn var algjörlega eign Ars-
enal-manna og hefðu þeir hæglega
getað bætt við fleiri mörkum. Ars-
enal byrjaði svo síðari hálfleikinn af
sama krafti og var Philippe Sender-
os nálægt því að bæta við marki en
David James varði skalla hans eftir
hornspyrnu vel.
Arsenal einum færri
Á 50. mínútu gerðist svo um-
deilt atvik þegar fyrrnefndur Send-
eros fékk rautt spjald, Kanu, fram-
herji Portsmouth, var sloppinn einn
í gegn og Senderos virtist fella hann
fyrir utan teig, dómarinn dæmdi hik-
laust aukaspyrnu og rautt spjald stað-
reynd. Í kjölfarið á þessu atviki fengu
Portsmouth sitt fyrsta almennilega
tækifæri í leiknum. Nígeríumaður-
inn John Utaka tók góða aukaspyrnu
sem Manuel Almunia, markvörð-
ur Arsenal, varði vel en boltinn datt
beint fyrir fætur Seans Davis, miðju-
manns Portsmouth, en honum tókst
einhvern veginn að þruma boltanum
yfir fyrir opnu marki. Á 55. mínútu
bætti Arsenal við sínu þriðja marki,
fékk aukaspyrnu við hornfánann,
tók hana stutt og Tomas Rosicky
skoraði með föstu skoti frá vítateigs-
horninu, einkar klaufalegt hjá leik-
mönnum Portsmouth sem voru ekki
með á nótunum. Strax í næstu sókn
minnkaði Kanu svo muninn fyrir
Portsmouth með marki eftir fyrir-
gjöf, ákveðinn heppnisstimpill var
yfir markinu en Kanu skaut í löppina
á sér og inn. Á 70. mínútu hefði Ars-
enal átt að bæta við marki þegar
Abou Diaby skallaði framhjá í færi
sem virtist vera auðveldara að skora
en að klúðra. Stuttu síðar varði Alm-
unia glæsilega eftir hörkuskot Glens
Johnson, sem nýlega var keyptur til
Portsmouth frá Chelsea. Leikmenn
Portsmouth voru hættulegri það
sem eftir lifði leiks og hefðu hæglega
getað skorað annað mark en Manuel
Almunia átti góðan leik og varði oft á
tíðum mjög vel.
„Liðið er á réttri leið“
Cesc Fabregas, maður leiksins,
var ánægður í leikslok, hrósaði liðs-
heildinni og sagði að liðið væri á
réttri leið „ Enn og aftur sýndum við
að liðið er á uppleið, við erum orðn-
ir mun betri varnarlega og við vitum
að við getum skorað mörk. Við spil-
um sem lið og þetta lítur vel út hjá
okkur.“ sagði Cesc Fabregas ánægð-
ur eftir leikinn. Kolo Toure, fyrirliði
Arsenal í fjarveru William Gallas,
tók í sama streng og hrósaði liðinu „
Við spiluðum á móti mjög góðu liði,
þetta var erfitt fyrir okkur eftir að
Senderos var rekinn út af en við vor-
um einbeittir allan leikinn og lið-
ið spilaði mjög vel.“ Mikið var talað
um sölu Thierrys Henry frá Arsenal
í sumar og spekingar töldu að liðið
mætti illa við að missa hann, Ars-
ene Wenger, þjálfari Arsenal, sýn-
ir enn og aftur að hann hefur oftast
rétt fyrir sér í sambandi við kaup og
sölur og liðið virðist virka mjög vel
eftir söluna á besta leikmanni liðs-
ins undanfarin ár. Eftir þessa sterku
byrjun á tímabilinu hjá Arsenal er
liðið til alls líklegt og verður það án
efa í titilbaráttunni í vetur ef liðið
heldur áfram á þessari braut.
Stefán Friðriksson
Rekinn út af
philippe senderos, varnarmaður
arsenal, var rekinn af velli í leiknum.
Maður leiksins Fabregas, maður leiksins, skorar annað mark arsenal í leiknum.
Markaskorar
markaskorararnir ánægðir með leik sinna manna.
með boltann
Skot að marki
Skot á mark
rangStöður
hornSpyrnur
aukaSpyrnur
gul Spjöld
rauð Spjöld
áhorfendur: 60.114
arsenal
portsmouth
almunia, toure, Senderos, Silva,
Clichy, rosicky, fabregas, flamini,
hleb (denilson 61), Van persie
(diaby 70), adebayor (eduardo
79).
james, johnson, pamarot, distin,
hreidarsson (kranjcar 46), lauren
(pedro mendes 46), muntari,
davis (nugent 61), taylor, utaka,
kanu.
maður leiksins
Cesc Fabregas, Arsenal
53%
15
6
1
8
7
1
1
47%
18
8
2
5
13
2
0
3:1adebayor víti 8, fabregas 35, rosicky 59. kanu 60.
Michael Owen skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark fyrir New-
castle sem vann Wigan 1–0:
owen bjargaði newcastle
Michael Owen kom sínu liði New-
castle til bjargar gegn Wigan þegar
hann skoraði sigurmarkið þremur
mínútum fyrir leikslok. Wigan-menn
spiluðu megnið af síðari hálfleiknum
tíu eftir að Kevin Kilbane fékk rautt
spjald.
Gestirnir í Wigan lágu í skotgröf-
unum í leiknum og leyfðu Newcastle
að vera meira með boltann. Heima-
menn sköpuðu sér nokkur fín færi
en mættu Chris Kirkland, markverði
Wigan, í banastuði. Owen, Obafemi
Martins og Steve Taylor fengu allir
fín færi í leiknum. Kilbane fékk beint
rautt spjald þegar hann var sagður
hafa lamið olnboganum í Alan Smith
í skallaeinvígi. Í endursýningum sést
hins vegar að hausinn á Kilbane fór í
hausinn á Smith og því var þetta rang-
ur dómur. Sigurinn var hins vegar
verðskuldaður. Markið frá Owen kom
eftir fallegan undirbúning frá Martins
sem sendi hárnákvæma sendingu á
kollinn á Owen sem skallaði í netið.
„Þetta var frábært mark og í heild-
ina mjög góð frammistaða hjá mín-
um mönnum,“ sagði glaður Sam All-
ardyce, stjóri Newcastle, eftir leikinn.
„Við réðum lögum og lofum í leikn-
um en okkur skorti heppni fyrir fram-
an markið. Við klúðruðum nokkrum
fínum færum og markvörður þeirra
varði einnig nokkrum sinnum vel. Við
vorum pirraðir að fara ekki inn í hálf-
leikinn 2-0 yfir en vorum staðráðnir
í að skapa okkar eigin heppni,“ bætti
Allardyce við.
Michael Owen var ánægður með
sínar fyrstu 90 mínútur. Hann skoraði
einnig í vikunni gegn Barnsley í deild-
arbikarnum og var Steve McClaren,
landsliðsþjálfari Englands, á vellinum
og hefur líklega brosað í kampinn við
að sjá Owen skora. McClaren verð-
ur líklega með Owen frammi á laug-
ardaginn næsta gegn Ísrael í undan-
keppni EM.
„Það er alltaf gaman að spila 90
mínútur og skora sigurmarkið. Þess
vegna er maður nú í þessu. Það er
mikið búið að skrifa um að ég gæti
ekki spilað heilan leik en það er bara
kjaftæði. Hvort sem ég skora eða ekki
skiptir það ekki máli. Ég hef getað
spilað 90 mínútur lengi en einhvern
veginn er það fast í huga margra að
ég sé enn meiddur þótt ég hafi meiðst
fyrir ári,“ sagði Owen.
Chris Hutchings, stjóra Wigan,
fannst rauða spjaldið á Kilbane vera
strangur dómur. „Þetta var engin
smáákvörðun. Ég var virkilega von-
svikinn þegar dómarinn lyfti rauða
spjaldinu. Dómarinn gerði sig sekan
um mistök og þó nokkur skipti var
það gegn okkur. Ég er stoltur af mín-
um leikmönnum, en vonsvikinn að
hafa ekki fengið neitt út úr leiknum.“
benni@dv.is
Tveir góðir
michael Owen og steve taylor léku vel
gegn Wigan. Owen skoraði sigurmarkið.