Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2007, Side 20
mánudagur 3. september 200720 Sport DV með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 26.881 blackburn manchester city friedel, emerton, Samba, nelsen, Warnock, bentley, Savage (kerimoglu 17), dunn, pedersen, Santa Cruz (derbyshire 86), mcCarthy (ooijer 63). Schmeichel, Corluka, richards, dunne, garrido, ireland (onuoha 70), johnson (mpenza 32), hamann, petrov (geovanni 76), elano, bianchi. maður leiksins Ryan Nelsen Blackburn 40% 17 8 12 6 25 3 1 60% 8 2 4 3 4 0 3 1:0mcCarthy 13. manchester Unit-ed sigraði Sund-erland með einu marki gegn engu á Old Trafford. Sigur-markið gerði Lou-is Saha sem spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir erfið meiðsli. Sunderland veitti Manchest- er United harða mótspyrnu enda þekkti Roy Keane vel til leikaðferðar Manchester United eftir að hafa spil- að þar í mörg ár. Það var snemma ljóst að leikurinn myndi verða erfiður fyrir Manchest- er United. Sunderland lá til baka og freistaði þess að beita skyndisóknum en Manchester United hélt boltanum langtímum saman án þess að ná að ógna marki Sunderland nægilega til þess að skora. Ekkert gekk fyrir fram- an markið í fyrri hálfleik. Hlutirnir fóru í raun ekki að gerast fyrr en Lou- is Saha kom inn á í síðari hálfleik fyr- ir Andersson sem spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United en hann var afar slakur. Saha breytti leikn- um til hins betra og færin létu ekki á sér standa. Tevez fékk meira pláss til þess að athafna sig með tilkomu Saha og Craig Gordon varði þrívegis vel frá Paul Scholes, Chris Eagles og Carloz Tevez á stuttum tíma. Sigur- markið kom loks á sjötugustu mín- útu þegar Louis Saha skallaði horn Owen Heargreaves í netið. Eftir það var aðeins spurningin hvort mörkin yrðu fleiri en gestirn- ir ógnuðu marki Manchester United sjaldan. Fyrir mark Saha var fátt um fína drætti hjá Manchester United og herbragð Sunderland ætlaði að virka fullkomlega. Minna mæddi á Craig Gordon í leiknum en menn ætluðu fyrir leikinn en hann hefði getað gert betur í markinu sem Sunderland fékk á sig. Það er góðs viti að Louis Saha stóð sig vel í þessum leik en lið- ið hefur vantað bit í sóknarleikinn að undanförnu þar sem Wayne Rooney og Ronaldo hefur vantað. Þeir verða þó væntanlega báðir til taks eftir hálf- an mánuð þegar Manchester United fer til Liverpool í heimsókn á Good- ison Park. Louis Saha var yfir sig ánægður að vera kominn á knattspyrnuvöll- inn á nýjan leik eftir erfið meiðsli. „Núna veit ég nákvæmlega hvernig maður á að koma í veg fyrir meiðsli. Það geri ég með því að hlífa mér en það vil ég ekki gera. Allir leikmenn sem spila með Manchester United spila af 100% krafti og ef ég meiðist er það vegna þess að ég, líkt og aðrir leikmenn liðsins, vil leggja mig fram af fullum krafti.“ Það tók Manchester United 72 míntútur að brjóta á bak aftur varnarmúr Sunderland og Roy Keane var vonsvikinn í lok leiksins. „Það var gaman að koma hingað aft- ur en úrslitin gera daginn verri. Ég reyndi að hugsa ekki mikið um það að ég væri að koma aftur á Old Traff- ord. Aðdáendur Manchester United hafa alltaf verið frábærir, jafnvel þeg- ar ég var að valda öllum í klúbbnum vonbrigðum þegar ég var leikmað- ur stóðu áhorfendur á bak við mig. En það sem stendur upp úr er tapið því mér fannst eins og við værum að fara að fá eitthvað úr leiknum,“ seg- ir Keane. Þrátt fyrir að illa hafi geng- ið undanfarnar vikur og liðið tapað fjórum leikjum í röð lætur Keane það ekki á sig fá. „Það hefði verið gaman að vinna fjóra leiki í röð en við erum sáttir við stöðu okkar í deildinni. Við vissum að þetta myndi verða erfitt enda hefur það komið á daginn,“ seg- ir Keane. Saha skorar Louis saha var góður í leiknum og skoraði sigurmarkið. Blackburn er ósigrað í tíu leikjum í röð í ensku deildinni. blackburn á siglingu Leikurinn byrjaði fjörlega og fengu bæði lið fín færi á fyrstu tíu mínút- um leiksins. Benni McCarthy skor- aði svo fyrsta og eina mark leiksins á 13. mínútu þegar hann fylgdi vel eftir hornspyrnu og potaði boltanum yfir línuna. Roque Santa Cruz átti skalla sem Kasper Schmeichel, markvörður City, hafði varið en McCarthy var rétt- ur maður á réttum stað og skoraði. Skömmu síðar fékk Richard Dunne gula spjaldið sem átti eftir að reynast honum dýrt spaug. Mike Dein dómari veifaði gula spjaldinu sex sinnum og því rauða tvisvar í leiknum. Almennt álit ensku blaðanna var að hann hefði átt slakan dag. Dunne hafði verið eins og naut í flagi fram að því og meðal annars straujað Robbie Savage sem þurfti að yfirgefa völlinn. Hann fór frá Ewood Park á hækjum og var á leið á sjúkrahús að láta mynda löppina. Dunne var áfram í miðju bardag- ans og bjargaði á línu, þegar Morten Gamst skaut úr hornspyrnu. Rétt fyr- ir hlé vildu gestirnir fá víti þegar virt- ist brotið á Rolando Bianchi en ekkert var dæmt. Heimamenn urðu fyrir áfalli þeg- ar Tyrkjanum Tugay var vikið af velli með tvö gul. Bæði fyrir peysutog. Tíu mínútum síðar fór Richard Dunne sömu leið. Tæklaði Santa Cruz og var lítið annað hægt en að gefa honum sitt annað gula spjald. Heimamenn fengu síðan fín færi til að bæta við og voru líklegri að gera það heldur en gestirnir að jafna. Blackburn hefur nú ekki tapað tíu leikjum í röð, sé síð- asta tímabil einnig tekið með í reikn- inginn. Liðið spilaði á köflum mjög skemmtilegan fótbolta og það skyldi enginn afskrifa þá. Hveitibrauðsdag- ar Manchester City eru hins vegar á enda og liðið þarf að hysja upp um sig buxurnar. „Mér fannst við frábærir,“ sagði Mark Hughes, stjóri Blackburn. „Við vorum klárlega fyrsta flokks. Manchester City er mjög gott lið ef það fær tíma á boltanum og við vor- um einfaldlega ekki tilbúnir í það. Við spiluðum góðan fótbolta og tökum þessi þrjú stig fegins hendi. Savage er ekki brotinn, hann fékk á sig tæklingu þar sem hann brotnaði í fyrra og þetta leit ekki vel út í byrjun en það er allt í lagi með hann,“ sagði kampakátur Hughes. benni@dv.is Kominn með tvö á tímabilinu benni mcCarthy skoraði mark blackburn í leiknum. saha sá um sunderland Louis Saha spilaði sinn fyrsta leik fyr- ir Manchester United og tryggði sigur- inn gegn Sunderland með sigurmark- inu í síðari hálfleik. með boltann Skot að marki Skot á mark rangStöður hornSpyrnur aukaSpyrnur gul Spjöld rauð Spjöld áhorfendur: 75,648 manchester united sunderland Van der Sar, brown, ferdinand, Vidic, evra, eagles (fletcher 66), hargreaves, Scholes, nani (o’Shea 84), anderson (Saha 46), tevez gordon, nosworthy, mcShane, higginbotham, Collins, leadbitter, yorke, etuhu (miller 82), Wallace (Stokes 82), Chopra, jones (murphy 69) maður leiksins Owen Hargreaves Man. Utd. 63% 20 9 2 6 10 1 0 37% 6 0 0 0 7 2 0 1:0Saha 72 Lærifaðir og lærlingur alex Ferguson og roy Keane mættust í fyrsta skipti á hliðarlínunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.