Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 7

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 7
Heimsókn að Kirkjubóli Það skiptir engu undir hvaða formi skáld kveður sér hljóðs segir Guðmundur Böðvarsson Á sunnlenzkri síðsumarnótt stig- um við út úr bílnum við vegamótin. Sofandi farþegar héldu áfram norður áleiðis til Akureyrar, en við löbbuð- um í húminu yfir brúna á Norðurá í áttina upp Stafholtstungur. Daginn eftir var skýjað loft og þoka á fjöllum, er við ókum frá Lundum fram Hvítársíðu til þess að heimsækja Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli. Skáldið tók á móti okkur á hlað- varpanum og leiddi okkur til stofu. — Svo að þið ætlið að fara að leggja fyrir mig samvizkuspurningar. Við tjáum skáldinu þá löngun okkar að mega rabba við hann um hans eigin skáldskap og annarra og verður fyrst að spyrja hann, hvort hann hafi snemma fengizt við Ijóða- gerð. — Þegar ég var ungur, var áreið- anlega hægara að telja þá stráka í Hvítársíðu, sem ekki fengust eitthvað við vísnagerð en hina. Samgöngur voru þá ekki jafngóðar og nú, en stökur gengu manna milli sveitina á enda. í þá daga heyrðist margt frá })eim Andrési í Síðumúla og Bergþóri í Fljótstungu. Annars man ég ekki til, að mig hafi nokkurn tíma langað til að verða skáld. Ef mig hefur einhvern tíma langað til að verða eitthvað, þá var það söngvari. — Guð gaf mér, því miður, engin efni þar til. En ég var alltaf miklu hrifnari af að heyra fagra rödd en kvæði lesið. Flestir hafa byrjað á því að yrkja fyrir sig eina, þeirra á meðal ég. Sum- ir slá svo striki yfir sínar langanir, en aðrir geta ekki drepið í sér barnið. Nú og svo er þessi nautn manna eða löngun til að láta aðra vita af sér. Annars er erfitt að segja, af hverju menn byrja að yrkja. Menn hafa heyrt talað um köllun, en ég hef enga trú á því orði. Er ekki það, sem nefnt er köllun, blátt áfram það, sem mann langar mest til að vera eða gera? Ég skal ekki segja um mann- eskjur eins og Jóhönnu frá Ork. Það er náttúrlega, ef fólk telur sig fá guð- lega köllun og heyrir raddir, að þá er örðugt að sporna gegn slíkum hlut- um. En Sölvi gamli Helgason hafði dagskrá 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.