Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 56

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 56
Bókmenntir Heimhvörf og höfundur þeirra Þorsteinn Valdimarsson: Heimhvörf. LjótS. Heimskringla, Reykjavík 1957. Fyrsta ljóðabók Þorsteins Valdimarssonar, Vilta vor, kom út áriS 1942. Þá var ég enn unglingur uppi í sveit og fylgdist lítt með bókmenntaviðburðum, enda er mér ókunnugt um, hvort hún hefir vakið mikla athygli eða umræður. Hún barst mér ekki í hendur fyrr en Iöngu síðar, eftir að bók hans Hrafnamál var komin út og hafði unnið honum sess meðal beztu samtímaskálda þjóðarinnar. Ég las þessar tvær bækur því um líkt leyti, og hina síðari þó heldur fyrr. Samanburður þessara tveggja bóka er ákaf- lega athyglisverður. A milli þess, sem þær komu út, liðu tíu ár, þroskavænlegustu ár höfundarins, svo að engan þarf að undra, þótt þeirra sé mikill munur. En framförin er líka geysileg. Kvæðin í bókinni Vilta vor eru ljóð ungs og óráðins höfundar. Þar sem fátt er með sterkum persónulegum einkennum. Kvæð- in eru flest ljóðræns eðlis, fjalla um náttúr- una, um ástina og æskuna, eru vorljóð ung- mennis. Og fyrirmyndir sínar sækir höfund- urinn flestar til næstu skáldakynslóðar á und- an, þeirrar, er stóð í mestum blóma á ár- unum milli heimsstyrjaldanna tveggja. Margt er þó í þessari bók, sem gefur góð fyrirheit og bendir til þess, er síðar kom fram, t. d. kvæðið Haustljóð á heiði, er hefst á þessu erindi: Sól skín á sævarleiðum. Sól skín á austurheiðum. Sefbrár við svalans kossa titra. ístár í tjarnaraugum glitra. Hér kennir lesandinn þeirrar listar, sem Þorsteini Valdimarssyni átti eftir að verða svo töm, er skáldþroski hans óx og dafnaði. í Hrafnamálum kemur Þorsteinn fram sem fullmótað skáld. Ljóð hans hafa gerbreytt svip. í stað þess að vera áður sérkennalítil bera þau nú öll sterkan persónulegan blæ. Efnið er fjölbreyttara en fyrr, ljóðaformin önnur og margvíslegri, málfarið fullkomnara og listrænna. Af þessum þáttum virðist mér efnisvalið hafa tekið minnstum breytingum. Enn sem fyrr verður náttúran cg fegurðin Þorsteini drýgsta uppspretta skáldskaparins, því að í eðli sínu er hann fagurkeri og náttúruunn- andi, listamaður af lífi og sál. En Þorsteinn lifir ekki einvörðungu í heimi draums og list- ar, hann yrkir einnig um veruleikann og vanda- mál samtímans. Og hann ann landi sínu og þjóð framar öllu. Þess vegna verða honum í Hrafnamálum svo oft að yrkisefni þær hætt- ur, sem frelsi þjóðarinnar og menningu stafa af hernáminu. Hann gerist ádeilu- og baráttu- skáld. í Hrafnamálum hefur búningur kvæðanna tekið miklu^ meiri stakkaskiptum heldur en yrkisefnin. Á þessum árum var hið óbundna Ijóðaform mjög að komast í tízku með ungu skáldunum. Vafalaust hefur sú stefna í Ijóða- gerð haft mikil áhrif á Þorstein og vakið hann til umhugsunar um þessi efni. En hann tók henni ekki sem óskeikulu fagnaðarer- 54 PAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.