Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 16

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 16
nema þögnin og birtan utan af grámáluðum ganginum óeðlilega mikil af því sólin skein nú beint inn um þakgluggann fyrir enda hans. — Farðu á undan, sagði hún. — Já. — Bíddu aðeins. — Nú. — Lyftu mér einu sinni áður. Hann tók viðamikinn og breiðan skrokk hennar í fangið og setti magan fram. Þá blossaði aftur upp í honum löngunin til að setja hana í rúmið hvað sem það kostaði og hann sleppti henni hranalega. — A ég að lyfta þér einu sinni, sagði hún. — Nei. — Af hverju ekki. — Nú er ég farinn, sagði hann og tók gos- drykkjarflöskuna úr gluggakistunni. Hann fór framhjá henni úti á ganginum, og heyrði ekki að hún kæmi á eftir honum niður stigann. Það voru engir í anddyrinu þegar hann kom niður og hann hugsaði þetta myndi hafa verið starfsrólkið. Uti á hlaðinu hitti hann Kristj- án, sem hafði verið að skcrpa stunguspaðana nrrðan undir húsinu. Hann rétti honum gos- d rykkjarflöskuna. — Viltu þetta ekki sjálfur, sagði Kristján. Hann anzaði ekki, heldur gekk áfram út veginn, eftir að hafa tekið spaðann. Kristján stóð eftir á hlaðinu meðan hann drakk úr flöskunni. Hann lauk úr henni og gekk með hana heim að húsinu og setti hana efst f tröppurnar. Síðan hraðaði hann sér eftir Ólafi. llann var móður þegar hann náði honum. — Hvað gengur að þér, sagði Kristján. — Að inér — ekkert. — Víst gengur einhver djöfullinn að þér. Mótorhljóðið í jarðýtunni heyrðist nú mjög greinilega og hann sá kakíklæddan ameríkan- ann álútan í opnu sætinu með báðar hendur á stýrisstöngunum. Hann ruddi stöðugt jarð- fyllum á undan sér og blár reykjarstrókurinn frá dísilvélinni stóð beint upp úr púströrinu. Þeir beygðu út af gamla veginum og niður í mýrina til Jóhanns gamla, sem stóð á skyrt- unni í björtu haustveðrinu og hjó og stakk og velti kollbleikum sniddum út í svart flag- ið, en kúskarnir stóðu nokkru til hliðar hjá kerrum sfnum og lyftu hnausunum upp í þær með göflum, meðan loðnir hestarnir hengdu höfuðin í aktýgjunum og köstuðu mæðinni. — Hvað voru þið að gaufa, sagði Jóhann. — Ekkert. Við vorum að skerpa, sagði Kristján. — Líklega bíta þeir eitthvað. — Þeir flugbfta. — Það ætti þá að sjást. Jóhann setti spaða sinn í svörðinn og steig á hann, eða öllu heldur sparkaði honum nið- ur votum og biturlegum. Svo þurfti hann að snýta sér cg taka í nefið og gera vísu: Stríðsþjóðirnar stunda brall; stendur ógn af fáum. Ameríkanar eiga lmall sem engum hlífir stráum. — Hvernig er vísan um ráðskonuna. — Hún er ekki handa unglingum. — Við erum engir unglingar. — Þið eruð brjóstmylkingar. — Vertu rólegur gamli minn. — Menn eiga að vinna. — Nú livað er þetta maður — erum við ekki að vinna. — Þið hangið á bauknum á kvöldin og eyðið peningum í stað þess að hvíla ykkur og það sést á dagsverkunum. Þeir þögnuðu og sólin skein á bök þeirra og á timbrið í uppsláttum brúarstöplanna og á föla septemberjörð og jarðýtan malaði í sífellu uppi í ruðningnum. Mótorhljóð hennar blandaðist snöggum skurðhljóðum frá spöð- unum og hringli í aktygjum og glamri í kerruhjólunum á gamla veginum fyrir ofan mýrina. Konan var öll í hug hans meðan hann stakk sniddurnar og þótt þeir segðu eitthvað hinir, heyrði hann ekki nema málkliðinn. Um kvöldið myndu þeir fara frá tjöldunum við ána og ganga eftir gamla veginum suður að gistihúsinu til að sitja í afgreiðslusalnum, sem notaður var fyrir fólkið í rútubílunum. Og ameríkumaðurnn kæmi niður og sæti hjá þeim eins og önnur kvöld. Samtalið við hann gekk alltaf mjög erfiðlega, af því enginn kunni tungu hans, en liann gat samt kennt þeim erindið „Sjómaður vill fara heim“ og upp frá því sungu þeir það stundum með honum í rökkrinu. Honum þótti mjög vænt um Roose- velt og þeim var einnig mjög hlýtt til hans og Churchills. Menn gátu fengið keypt hulst- ur um eldspýtustokka með myndum af þeim og merkilegum áletrunum. Það gengu flestir 14 DACSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.