Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 11

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 11
of — og þá ekki síður fráleitt að niðra því af fólsku fyrir sín fyrstu verk. — En hvað uni form skáldskapar- ins? — Mér finnst fávíslegt að vera ríf- ast um, hvaða form ung skáld velji sér. Það má gera ráð fyrir, að margir þeirra, sem yrkja rímlaust nú, taki síðar að ríma, því að menn verða íhaldssamari með aldrinum. Það er yfirleitt nokkuð algild regla. En ég er ekki að segja, að þeir muni bæta sig með því, ef þeir hafa tileinkað sér hið frjálsara form af fullri alvöru og það er annað en bernskuviðbrögð. — Hefur þú trú á, að vandamál íslenzkrar Ijóðlistar verði Ieyst eins og margir ræða nú um, þannig að samræma hina eldri hætti nýju ljóð- formi? — Eg hef enga trú á að leysa vandamál skáldskapar með fyrirfram reiknuðu átaki. í þessum efnum hlýt- ur að verða þróun, alveg eins og þeg- ar við hættum að yrkja undir drótt- kvæðum hætti. Það er enginn góður af sjálfum sér einum. Undirstaða okkar nær langt aftur í órafjarlægðir. Það má segja, að við eigum menning- arlegar skyldur við rímlistina, ef hún er sérkennandi fyrir okkur, en hún má ekki staðna. Nú en ég vil líka benda á, að það er ekki í fyrsta sinn nú, sem ort er lítt rímað á ís- landi. Þeir eru ekki allir ákaflega rímaðir gömlu dansarnir, og eru þeir þó taldir nokkurs virði sem menning- arlegur arfur. Það er allt gott, sem er gamalt. Mér dettur stundum í hug, að eftir nokkrar aldir verði slögurun- um, sem við heyrurn dægurlaga- söngvara eins og Erlu Þorsteinsdótt- ur og Hauk Morthens syngja, safnað í eina bók sem góðum skáldskap. Það er ómögulegt að segja, livað getur gerzt. — Þú hafðir snemma tilhneiging að Ieita frjálslegra ljóðforms? — Já, ég hef alltaf haft mikla löng- un til að losa mig undan þessu svo- ncfnda hcfðbundna formi, en maður er alltaf bundinn af hinu gamla. Auðvitað er alltaf hætta roskuum manni að fara að skipta um form, þó að það sé ekki annað en ellimörk að fara að yrkja sjálfan sig upp. Það er eins og þegar maður hangir í em- bætti, sem hann er löngu ófær ti! að gegna. FuIIorðinn maður verður líka alltaf litinn með tortryggni af hinum ungu, ef hann skiptir um form, og fer þar með inn á þeirra landnám. — Telur þú, að það muni hafa kostað ungu skáldakynslóðina mikið átak að rífa sig frá hinu gamla formi? — Nei — Það er ekkert átak að rífa sig undan hinu gamla fonni. Það þarf enginn að ímynda sér. að rím- laust Ijóð sé fundið upp á íslandi. Og það er mörg fyrirmyndin á nágranna- löndunum, sem er aðgengileg fyrir byrjendur í þessari grein. Annars er fásinna að vera að rífast um form. Ég hef nú meðal annars aldrei skiiið, hvað þessi atómnafngift á við. Það skiptir engu, undir hvaða formi skáld kveður sér hljóðs, ef það gerir það svo, að úr skeri, þá verður hætt að rífast um form. — Svo að vikið sé að þínum eigin ljóðum, vildirðu telja einhverja sér- staka lífsstefnu eða skoðun ríkjandi í kvæðum þínum? DAGSKRÁ 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.