Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 20

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 20
Jón Dan: Brönugrasið rauða Leikritið Brönugrasið rauða hefur aldrei verið sýnt og aldrei prentað, en fjölmargir munu kannast við það af umtali og deil- um, er um það risu á síðastliðnum velri. Dagskrá hefur nú fengið leyfi til að birta kafla úr þessu verki, er einna mestar deilur hefur vakið íslenzkra leikrita á síðari árum. Höfundur vill láta þess getið, að verkið er samið á árunum 1949—1950. Sá kafli leikritsins, sem hér fer á eftir, er úr síðasta atriði I. þáttar, en atriðið allt er draumur. (Músikkin dvínar nú skyndilega, birtan dofnar.) STÚLKAN — Hann er kcminn. ARI — Hversvegna þagnar músikkin? STÚLKAN — Hann er þarna í skugganum. (Bendir. A baksviðinu, til hægri, stendur gamall maður. Hann kemur nú fram úr skugganum og gengur áleiðis til þeirra. Hann er í meðallagi hár, í heldur þröng- um, svörtum frakka með gamaldags sniði. Hann styðst við staf. Andlit hans er gul- leitt og skorpið, augun lítil. Hann hefur grátt hökuskegg, sem rnyndar mikinn strút niður úr andlitinu. Hann er með snjáðan kúluhatt á höfði. Hárið er þunnt og rytjulegt. Andlitið allt og tilburðir virðast vera síspyrjandi og giúskandi. Hann nemur staðar spölkorn frá þeim og tekur ofan). GAMLI MAÐURINN — Ég vona að ég sé ekki til óþæginda. Ég er búinn að reika lengi um skóginn og svo heyrði ég hljóm- list og loksins tókst ntér að komast Iting- að inn í rjóðrið. Það er ákaflega margt fólk í skóginum í nótt, ákaflega margr, sjálfsagt bezta fólk, ég þekki það ckki! En unga stúlkan (bendir nteð stafnum á stúlkuna) unga stúlkan og ég, við könn- umst hvort við annað. (Hún kinkar kclli, skelfd á svip) Hún hefur verið að brjót- ast gegnum skógarþykknið undanfarnar nætur, og ég hef fylgt í humátt á eftir — auðvitað ekki af ráðnum huga, nei, ég á erindi hingað í skóginn. ARI — Og hvert er ferðinni heitið? GAMLI MAÐUIUNN — Ekki lengra. Það er að segja, ég er að virða fyrir mér gróð- urinn. Hér munu vaxa grös, sem óvíða finnast á íslandi. Þessi unga stúlka, hún veit það, ég hef verið að tína grös undan- farnar nætur hér í skóginum. (Hún kink- ar kolli) Sjáið þér til, mér var tjáð, að hér yxi tegundin Orchis purpurella, það er brönugras, sem vex fyrir vestan, en hefur ekki fundizt annarsstaðar á íslandi. Finnst kannski aldrei meir. Ég er búinn að leita í margar nætur, árangurslaust. ARI — I margar nætur? Af hverju leitið þér á nótrunni? GAMLI MAÐURINN — Ég leita þegar menn sofa. Ég vona að ég ónáði ekki, ungi maður, þó ég leiti hér í rjóðrinu? ARI — Nei, nei. STÚLKAN — Ég sá á leið minni, að fólk flykktist inn í annað rjóður. Gæti ekki verið að hlómið þitt yxi þar? GAMLI MAÐURINN — (Við Ara) Hvers- vegna þessi orð? ARI — Eruð þér að tala við ntig? Við hvað eigið þér? GAMLI MAÐURINN — Skiljið þér það ekki? Fyrst segið þér að ég sé ekki til óþæglnda, en í næstu andrá gefið þér í skyn að ég skuli leita uppi önnur rjóður. Þér vitið ekki, hvað um er að vera? ARI — Ég benti yður ekki á annað rjóður, heldur — heldur unnusta ntín. GAMLI MAÐURINN — í þessu rjóðri er ekki hægt að gera greinarmun á ykkur. Það sem hún segir, það er hugur yðar. 18 DAGSKRA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.