Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 38

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 38
hverja þá stund sem þau sitji ekki yf- ir veitingaborði og geri sig gáfuleg hvert framan í annað. Þetta er slík fásinna, að vart er svaravirði. Ung skáld á íslandi lifa ekki á einu sam- an loftinu í dag fremur en áður. Og þaðan af síður lifa þau af skáldskapn- um. Til þess að hafa ofan í sig að éta hljóta þau að leita annarra starfa, enda má finna ung skáld íslenzk hvar í starfi sem er, til sjávar og sveita, við erfiðisverk og innistörf. Og í lífi sínu og starfi kynnast þau eðlilega fólki af öllum stéttum og blanda geði við það, læra af því og yrkja um það ef svo ber undir. Fæst skáld íslenzk, og sízt hin ungu, hafa fjárráð til að einangra sig með þeim hætti sem J. A. lýsir svo átakanlega, og er þó aldrei að vita nema þau gætu haft gott af því. Og mér er reyndar stórlega til efs að slík fullkomin einangrun væri hugsanleg í þjóðfélagi sem á íslandi þar sem allir þekkja alla og uingangast alla. 2) J. A. segir réttilega að enginn geti orðið nýtilegur rithöfundur nema hann þekki lífið. En hvaða líf? Jú, líf alþýðunnar í landinu, fólksins sem mokar mold, dregur fisk eða verkar hey. Sem sagt líf þeirra er vinna lík- amleg störf, ekki líf hinna er sitja á skrifstofu, aka bifreiðum, fljúga í loft- inu, hafa ofan af fyrir sér með verzl- un eða eru kosnir á þing. Líf erfiðis- mannsins er verðugt viðfangsefni skáldum, allt líf annað er víst ótta- legt fratlíf. Þetta er nokkuð örðug kenning að kingja þótt hún komi frá svo ágæt- um manni sem J. A. Fjarri sé það mér að lasta verkamenn, bændur eða sjó- menn á íslandi eða aðra þá er vinna líkamleg störf. En hitt þykir mér fá- ránleg kenning að líf þessara stétta sé ungum skáldum lærdómsríkara öðru mannlífi eða eftirbreytisverðara. Allt líf sem lifað er er skáldinu verðugt viðfangsefni, ekkert mannlegt er því óviðkomandi. Það er ekki hægt að lýsa því yfir að einhver ákveðin s'tétt á íslandi beri uppi alla íslenzka menn- ing og sé því ein stétta þess virði afi skáld kynnist henni og leggi rækt við ef það vill öðlast nokkurn þroska. Það er yfirleitt ekki hægt að gefa neina forskrift um það hvernig menn eigi að verða skáld. Að því marki hljóta að liggja jafn margar leiðir skáldunum. 3) Þá fjölyrðir J. Á. um mannleg- an þroska. Hér er hann enn við sama heygarðshornið, í munni lians virðist hugtakið mannlegur þroski helzt merkja þroska „alþýðustéttanna“ annars vegar og hins vegar þann þroska sem ung skáld geti unnið sér með kynningu við þessar stéttir. Ég hefði haldið að mannlegur þroski væri ávöxtur mannsins á jörðunni af lífi sínu en ekki séreign ákveðinnar stétt- ar, að mannlegan þroska fengi eng- inn unnið sér með reiknuðu átaki heldur kæmi þroskinn sem rökrétt af- leiðing þess lífs er lifað væri. Og fár er svo vesall að ekki nái nokkrum þroska. 4) J. Á. telur unga höfunda stefna hraðbyri í átt til dauðs formalisma, ef þeir gæti sín ekki muni þeir sitja uppi með eintómt form og stíl, efnis- lausir og andvana. Á hinn bóginn kveður hann ýmis verk hafa „til að bera mikið af mannlegri fegurð, skemmtilegum frásögnum, snjöllum lýsingum á persónum og atburðum“, 36 DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.