Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 21

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Blaðsíða 21
ARI — (Hlær) Hvílílc íullyrÖing. I þessu rjóðri? En annarssraðar? GAMLI MAÐURINN — Þar gilda önnur lög. ARI — Framkoma yðar er stórfurðuleg, og vægast sagt ákaflega móðgandi. Eg held ég verði að taka sömu afstöðu og unnusta mín til nærveru yðar og benda á, að til eru fleiri rjóður en þetta. GAMLI MAÐURINN — Þér vitið ekki hvað þér segið. Þér munuð þó komast í skiln- ing um bað áður en við förum. STÚLKAN — (Verður hrædd). ARI — Við, segið þér? Eruð þér ekki einn á ferð? GAMLI MAÐURINN — Nei, raunar ekki. En ég átti nú við okkur, unnustu yðar og , mig. STÚLKAN — Ég fer ekki með honum. Aldrei framar. Ég verð hjá þér. ARI — Þetta keyrir úr hófi, gamli fauskur. Auðvitað fer unnusta min ekki með yður. Ég skil satt að segja ekki hvernig yður dettur slík fjarstæða í hug. Nú vil ég að þér farið. GAMLI MAÐURINN — Um sinn — um sinn. (Hverfur hálft í hvoru nauðugur aftur á bak í skuggann, þar sem hann birtist). STÚLKAN — Ég er svo kvíðafull. Ég veit að hann kemur aftur cg tekur mig frá þér. ARI — Ég skal gæta þín. Hversvegna skyldi hann koma aftur? Sjáðu til, hann er far- inn, hann er ekki í skugganum þarna, og ekki þarna, og ekki þarna. Við erum laus við hann. STÚLKAN — Erum við laus við hann, er |>að satt? Hrellir hann mig aldrei framar, setur hann mér aldrei oftar kosti? Einu sinni hélt ég að ég væri laus undan oki hans. Ég hélt ég hefði brotið hann af mér, ég fórnaði til þess öllu. En svo hefur hann elt mig á röndum á hverri nótt inn í skóginn, setið um mig í hverjum draumi og reynt að ná mér, fylgt mér eftir og aldrei sleppt mér úr augsýn. Ertu viss um að hann komi ekki aftur? Er ég loksins laus við hann? ARI — Hversvegna skyldi hann elta þig? Er hann þér vandabundinn? STÚLKAN — Vandabundinn? Getur það ver- ið? Ég finn að þú segir nei. Mér er það ekki ljóst, ekki núna. Ég braur hann af mér fyrir tveimur mánuðum vegna þess Jón Dan að ég elska þig. Veiztu það ekki? Þess- vegna hef ég verið að reyna að komast til þín. ARI — Þessvegna hefur þú verið að reyna að komast til mín? Vegna þess að þú elskar mig? Ert þú stúlkan, sem ég hef alltaf beðið eftir? STÚLKAN — Já, ég er hún. ARI — Já, þú ert hún. Þú minnir á móður mína, eða litla systur mína, sem dó tólf ára gömul. Þú minnir mig á einhverja, sem mér þótti vænt um. STÚLKAN — Ég er hún. ARI — Hver? STÚLKAN — Hún, sem þér þótti vænt um. ARI — Já, þig hef ég elskað alla ævi. Og þín hef ég beðið, er það ekki? STÚLKAN — Jú. Æ, hversvegna manstu ekki? ARI — Ég man ekki minn eigin huga. Það setur að mér ugg. En við skulum ekki vera hrædd. (Þau þrýsta sér fast hvort að öðru, bæði skelfd) Við skulum ekki hlaupa í felur inn í skuggann. (Þau hlaupa inn í skuggann) Við skulum ekki hnipra OACSKRÁ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.