Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Síða 10
þriðjudagur 23. október 200710 Fréttir DV
Frjálslynda stjórnarandstaðan
í Póllandi vann yfirburðasigur í
þingkosningum síðastliðna helgi
og lagði þar með að velli Jaroslaw
Kaczynski, forsætisráðherra lands-
ins. Kaczynski sem er þekktur að
þjóðerniskennd hafði verið þyrn-
ir í síðu stjórnvalda innan Evrópu-
sambandsins, sér í lagi í Rússlandi
og Þýskalandi. Sigurvegari kosning-
anna var helsti keppinautur hans,
Donald Tusk, og samkvæmt fyrstu
útgönguspám var ekki loku fyrir
það skotið að ríkisstjórn Tusks gæti
setið ein að völdum í Póllandi. Þar
með yrði endi bundinn á þá pól-
itísku heift og spennu sem hefur
verið í landinu undanfarið ár. Sig-
ur frjálslynda íhaldsflokksins und-
ir forystu Donalds Tusk sýnir svo
ekki verður um villst hve Jaroslaw
Kaczynski forsætisráðherra mis-
reiknaði sig heiftarlega þegar hann
boðaði til aukakosninga á miðju
kjörtímabili sínu í því augnamiði að
styrkja stöðu sína.
Unga fólkið sýnir vilja sinn
Þátttaka í kosningunum var mun
meiri en í þingkosningunum fyrir
tveimur árum, en þá neyttu einung-
is um fjörutíu prósent kosninga-
réttar síns. Jaroslaw Kaczynski sótti
fylgi sitt aðallega til trúaðra kaþól-
ikka, sem hafa stutt hann með ráð-
um og dáð í oft umdeildum ákvörð-
unum hans. Ef þátttaka hefði verið
jafnlítil nú og þá og ungt fólk í borg-
um landsins hefði setið heima hefði
ekki margt getað stöðvað hann.
Kosningarnar nú snerust um per-
sónuleika og ráku jafnvel fleyg í
fjölskyldur. Á tímabili hafði Jarosl-
aw Kaczynski forskot, en þátttakan
varð rúmlega fimmtíu og fimm pró-
sent, því hundruð þúsunda ungra
Pólverja flugu heim til dæmis frá
Bretlandi og Írlandi í þeim eina til-
gangi að kjósa í þingkosningunum í
sinni heimabyggð og sýna vilja sinn
í verki. Auk þeirra greiddu þúsund-
ir Pólverja atkvæði sitt í sendiráðum
Póllands víða um lönd. Óhætt er að
segja að með kosningunum séu lögð
drög að endinum hjá Kaczynski-
tvíburunum, en þeir hafa getið sér
orð sem eitt undarlegasta tvíeykið í
stjórnmálum í Evrópu.
Sumir telja að það sem gerði
útslagið hafi verið þegar skrifstofa
ríkisstjórnarinnar gegn spillingu
varð uppvís að því í síðustu viku
að sannfæra einn frambjóðanda
flokks Donalds Tusk til að taka við
mútum og lét svo handtaka hana í
kjölfarið. Þá fannst mörgum sem
mælirinn væri fullur og einn þeirra,
veitingahúsaeigandinn Stanislaw
Pruszynski sem ætlaði að kjósa Jar-
oslaw Kaczynski, ákvað að söðla
um. „Kaczynski-bræðurnir hafa
gengið of langt í að sverta andstæð-
inga sína,“ sagði hann.
Jaroslaw Kaczynski hefur viður-
kennt ósigur sinn, en bróðir hans,
forsetinn Lech Kaczynski, mun sitja
í embætti til ársins 2010 og hans
bíður óþægilegt sambýli við ríkis-
stjórn Donalds Tusk. Um einhvern
tíma verður honum kleift að koma
í veg fyrir nýjar áherslur í utanrík-
ismálum, en samkvæmt fréttum úr
innsta hring er líklegt að Tusk til-
nefni Radek Sikorski í embætti ut-
anríkisráðherra. Sikorski gat sér
nafn sem blaðamaður í Bretlandi á
níunda áratug síðustu aldar.
Hefur stofnað til illinda
Evrópuleiðtogum mun ef-
laust létta við fráhvarf Jaroslaws
Kaczynski úr embætti forsætisráð-
herra, því hann hefur verið þekktur
fyrir harða þjóðernisstefnu og hefur
eignast óvildarmenn bæði heima
fyrir og erlendis. Ítrekað hefur hann
stofnað til átaka við Þýskaland og
Rússland og með því náð að ein-
angra Pólland sem vandræðagepil
innan Evrópusambandsins.
Bandaríkjamenn munu ekki
gleðjast við brotthvarfið heldur
þvert á móti. Jaroslaw Kaczynski
hafði með glöðu geði veitt Banda-
ríkjamönnum heimild til að setja
upp meðaldrægar flaugar í Póllandi
sem hluta af varnaráætlun yfirvalda
í Washington. Donald Tusk er einn-
ig hlynntur uppsetningu flauganna
en líklegt er talið að hann verði
harðari í samningum við Banda-
ríkjamenn en forveri hans.
Vill unga Pólverja heim
Hin nýja ríkisstjórn, undir for-
ystu Donalds Tusk, hefur lofað að
stefna að kraftaverki í efnahagsmál-
um, með því að beita efnahagsleg-
um vexti landsins til að draga úr
skattbyrði og reyna að fá brottflutta
Pólverja til að snúa aftur heim. Síð-
an Pólland gekk í Evrópusamband-
ið árið 2004 og eftir að Jaroslaw
Kaczynski varð forsætisráðherra
hafa um tvær milljónir Pólverja yf-
irgefið ættjörðina og leitað gæfunn-
ar annars staðar.
Þá fimmtán mánuði sem Jarosl-
aw Kaczynski hefur verið forsætis-
ráðherra hefur hann barið í gegn
umdeild stefnumál og notað til þess
dómstóla landsins, lögregluna og
leyniþjónustuna. Hann hefur einn-
ig notað sömu meðul til að ráðast á
andstæðinga sína og uppræta það
sem hann kallaði spillingu. Hann
hafði lofað nýju lýðveldi en stjórn-
arhættir hans drógu dám af fyrir-
litningu á lýðræði síðustu sautj-
án ára ásamt því sem hann reyndi
að hreinsa landið af óþverraleifum
Sovéttímans.
Umdeild atvik
Jaroslaw Kaczynski hefur ver-
ið ötull við að ögra leiðtogum bæði
heima fyrir og innan Evrópusam-
bandsins. Á baráttufundi fyrir ríkis-
stjórninni í október árið 2006 í skipa-
smíðastöðinni í Gdansk líkti Jaroslaw
stjórnarandstöðunni við óeirðaher-
lögreglu frá tíma Sovétríkjanna. Í
desember árið 2006 tók hann þátt í
fimmtán ára afmæli útvarpsstöðv-
arinnar Radio Maryja. Útvarpsstöð-
in hafði verið gagnrýnd af Vatikan-
TALDI SIG EIGA SIGURINN VÍSAN
Hinn þjóðernissinnaði forsætisráðherra
Póllands, Jaroslaw Kaczynski, er kom-
inn út í kuldann. Á tiltölulega stuttum
ferli náði hann að mála sig út í horn
gagnvart Evrópusambandinu eftir að
hann í samvinnu við tvíburabróður
sinn ýtti byltingu úr vör eftir eigin for-
skrift með það fyrir augum að byggja
upp nýtt lýðveldi í Póllandi.
Þá dró Kaczynski upp
byssu og sagði: „Það
er jafnauðvelt fyrir
mig að drepa þig og
hrækja á þig.“
Kolbeinn þorsteinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Jaroslaw Kaczynski Hefur
aflað sér margra óvildarmanna
innan evrópusambandsins.