Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2007, Page 25
DV Sviðsljós þriðjudagur 23. október 2007 25
Frábær AirwAves-hátíð!
Trentemöller
Klárlega einn af toppum hátíðarinnar.
Það var allt geggjað í kringum tónleikana
hjá þessum danska snillingi. Hvort sem
það var sándið sem kom mér nokkuð á
óvart eða ljósasýningin sem var mjög flott.
Anders sýndi og sannaði að elektrómús-
ík er eitthvað svo miklu meira en eitthvað
sem gerist í tölvu þegar hann fór gjörsam-
lega á kostum með bassa- og trummuleik-
ara með sér. Án efa einn sá allra færasti á
sínu sviði í dag.
Motion Boys
Ótrúlega skemmtilegt band sem er skip-
að reynslu boltum úr hljómsveitum eins og
Mínus og Trabant. Það sást berlega að þeir
félagar njóta þess að spila saman og voru
að skemmta sér vel. Birgir Ísleifur er með
ótrúlega sérstaka rödd sem að nýtur sín
fullkomlega með 80´s skotnu gleðipoppi
sveitarinnar. Vonandi kemur plata sem
allra fyrst.
1985!
Stálu klárlega senunni á hipp hopp
kvöldinu og báru af. Krafturinn á svið-
inu var ótrúlega mikill og Dóri DNA sýndi
hversu sterka nærveru hann hefur á sviði.
Danni Deluxxx rappaði töluvert og kom
skemmtilega á óvart. Taktar sveitarinnar
voru hráir, ferskir og kraftmiklir. Klárlega
ferskur blær íslensku hipphoppi og sanna
þar er enn líf að finna.
Chromeo
Kandíski dúettinn náði upp frábærri
stemmningu á Gauknum. David Mack-
lovitch sá um að peppa upp áhorfend-
ur á meðan P-Thugg eða Patrick Gemayel
sá um að vera eitursvalur með línuskegg-
ið klárt. Kom mér á óvart hvað þeir voru
hressandi og hversu mikið þeir spiluðu á
staðnum. Það varð allt viltaust þegar þeir
skiluðu smellinum Needy Girl galla laust
og ekki skemmdi fyrir að So Gngsta fylgdi
skömmu síðar.
Poetrix
Bjóst við meira af Poetrix eftir að hafa
heyrt mikið um hann. Taktarnir sem voru
undir í lögunum hans voru margir hverjir
mjög ferskir en mér fannst hann oft geta
gert betur úr þeim. Oft á tíðum fannst hann
ekki ná að rappa nægilega vel í takt og vant-
aði heilt yfir meiri kraft.
Ásgeir Jónsson
HHHHH
HHHH
HHHH
HHHH
HH
Soundspell
Angurvær, efnileg, hæfaleikarík og
metnaðarfull, en eðlilega óslípuð. Afar
góður söngvari sem leggur sig augljóslega
allan í verkið. Tónlistin náði vel til áhorf-
enda, en best til hljómborðsleikarans að
því er virtist.
Lights on the Highway
Afskaplega máttlaust. Lítil tengsl við
salinn sem má kannski að hluta til skrifa á
þá umdeilanlegu ákvörðun hljómsveitar-
meðlima að spila bara glænýtt efni. Kristó
er feikilega góður söngvari og svalur piltur,
en það virkaði svolítið eins og hann nennti
varla að vera þarna.
Sprengjuhöllin
Hélt uppi stanslausu stuði, án fyrirhafn-
ar. Fæddir performerar, sérstaklega Bergur
Ebbi. Breyttu veislustemningunni í teppa-
lögðu Lídó í almennilega tónleika, eins og
þeir sögðust ætla að gera.
Reykjavík!
Krafturinn í sveitinni myndi örugglega
geta séð Reykjavíkurborg fyrir orku í heilt ár.
Bóas átti salinn, ekki síst þær fimm mínútur
eða svo sem hann slammaði og djammaði
með áhorfendum úti á miðju gólfi. Svona
eiga rokktónleikar að vera. Fengju fullt hús
ef maður myndi stundum heyra hvað Bóas
segir í textunum.
Steed Lord
Mikil eftirvænting lá augljóslega í loft-
inu eftir þessari vinsælu hljómsveit. Stóðst
ekki alveg þær væntingar. Svala fær hins
vegar plús fyrir búninginn og hárfjallið sem
hún bar á hausnum. Framlag Krumma var
kröftugt eins og hans var von og vísa.
Mínus
Kann þetta frá A til Ö. Fær ekki alveg
fullt hús því það vantaði kannski örlítið upp
á spilagleðina, sem að ýmsu leyti er skiljan-
legt í ljósi afreka Mínusdrengja.
Dr. Spock
Óttar Proppé er bara maðurinn. Hver
annar er töff með aflitað sítt hár og koll-
vik ég veit ekki hvert? Þakið á NASA rifn-
aði næstum af þegar Mínus spilaði næst á
undan, en það fór endanlega á sporbraut
um jörðu þegar Dr. Spock tók Skítapakk.
Gúmmíhanskaþemað hittir á einhvern
furðulegan hátt algjörlega í mark.
Kristján Hrafn Guðmundsson
HHH
H
HHHHH
HHHH
HHH
HHHHH
HHHHH
Best Fwends (US) Worm is Green (IS)
Chromeo (CA)
Ra Ra Riot (US)
Bonde do Role (BR)