Fréttatíminn - 03.01.2014, Síða 8
Gleðigjafinn
Dorrit virðist annt um ís-
lenska þjóð og vill henni
allt gott, fyrir utan að
leggja í sameiginlegt púkk
með sköttum af tekjum
sínum og eignum. Hún vill
að innfæddir sjái um sig
sjálfa án hennar aðstoðar.
Björn Valur Gíslason, varaþingmaður
VG, hefur horn í síðu forsetafrúarinnar.
70% vatn?
Dagskrárgerðin á RÚV hefur lengst af
verið álíka mikið í heimsklassa og ís-
lenska brauðskinkan.
Pawel Bartozek varpaði bombu
í umræðuna um RÚV í grein í
Fréttablaðinu.
Birgitta Corleone
Það má segja að ég sé guð-
móðir þeirrar hugmyndafræði
sem er á bak við þessa síðu.
Birgitta Jónsdóttir, Pírati, sór af sér
lekasíðuna ljost.is en kannast þó við
krógann.
Aular!
AWBP eru amatörar í WikiLeaks leik. Þeir
töpuðu trúverðugleikanum kortéri eftir
að þeir byrjuðu og munu ekki endur-
heimta hann.
Egill Helgason jarðaði samtökin Asso-
ciated Whistleblower Press, sem standa á
bak við síðuna ljost.is.
V Verkalýðshreyfingin er gríðarlega sterkt afl í samfélaginu. Eins og með alla sem búa yfir miklu afli er mikilvægt að með það sé farið af gætni og skynsemi. Enginn vafi er á því að heildarhreyfing launþega getur náð fram
mikilli krónutöluhækkun í kjarasamningum
beiti hún öllu afli sínu og beittasta tóli, verk-
fallsvopninu. Atvinnulífið lætur fyrr eða
síðan undan enda þolir ekkert fyrirtæki langa
stöðvun. Um það höfum við
mýmörg dæmi þegar skrifað
var upp á tékka til þess að
losna úr herkví, tékka sem
menn beggja vegna borðs
vissu að voru innistæðulausir.
Frægastir að endemum slíkra
kjarasamninga eru svokallaðir
sólstöðusamningar frá árinu
1977. Þeir, meðal annars, leiddu
til efnahagslegs ófarnaðar sem
endaði í þeirri skelfingarstöðu
að innan fárra ára fór verðbólga
yfir 100 prósent. Ekki tókst að vinna bug á
óðaverðbólgunni fyrr en með þjóðarsáttar-
samningunum 1990 með þríhliða kjarasamn-
ingi milli verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda
og ríkisins. Með þeim sögufrægu samningum
var lokst klippt á áralangar víxlhækkanir
launa og verðlags. Með því að leggja sameigin-
lega til verðbólgudraugsins var markað upphaf
að auknum stöðugleika í efnahagsmálum.
Sá efnahagslegi stöðugleiki er hins vegar
viðkvæmur. Það vita samningsaðilar og þar
reynir á ábyrgð þeirra við hverja samninga-
gerð. Þar þarf að feta þröngan stíg þar sem
meginmarkmiðið hlýtur að vera að bæta kaup-
mátt launþega. Krónutöluhækkun er einskis
virði ef verðbólga étur hana strax upp.
Fyrir jól var gengið frá kjarasamningum
milli aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands
og Samtaka atvinnulífsins, það er að segja
meginþorra þeirra en formenn nokkurra
aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins undir-
rituðu ekki kjarasamninginn – sem kemur til
atkvæða nú í janúar.
Augljós ágreiningur er á milli Gylfa Arn-
björnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands,
og forystumanna þess minnihluta, um 4 pró-
sent félagsmanna ASÍ, sem gengu gegn samn-
ingunum. Þar fer meðal annarra fyrir Vil-
hjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags
Akraness, sem telur að með samningunum
hafi verkalýðshreyfingin brugðist láglauna-
fólki. Forseti ASÍ er annarrar skoðunar. Hann
segir að valið hafi í raun staðið á milli tveggja
leiða, annars vegar milli langtímauppbygg-
ingar lífskjara á grundvelli stöðugleika og auk-
innar framleiðni eða skammtímalausna þar
sem sækja á meiri launahækkanir með verk-
fallsátökum ef með þarf. Að baki þessu liggur,
segir Gylfi, spurningin hvort verkalýðshreyf-
ingin eigi, megi eða þurfi að hafa einhverjar
áhyggjur af því hvaða áhrif launahækkanir
hafi á afkomu fyrirtækja og hins opinbera eða
hagkerfið í heild sinni. „Hinn kaldi veruleiki
er að laun eru lang stærsta efnahagsstærðin
– um 2/3 af landsframleiðslu – og því óhjá-
kvæmilegt að launahækkanir hafi umtalsverð
áhrif á hagkerfi landsins,“ segir Gylfi.
Hann setur síðan launahækkunina sem
samið var um fyrir jól í verðbólgulíkan
og ber þær saman við hækkun sem Vil-
hjálmur Birgisson var meðal annars tals-
maður fyrir. Gylfi segir nýgerða kjara-
samninga hvorki raska samkeppnisstöðu
útflutningsgreinanna né hafa áhrif á gengi
krónunnar. Gangi það eftir, segir hann, má
búast við að 12 mánaða verðbólgutaktur
lækki strax í næsta mánuði niður undir
verðbólgumarkmið Seðlabankans þannig
að í lok samningstímans verði kaupmáttur
1-1,5 prósent hærri en í nýliðnum desember.
Ljóst sé hins vegar að gengi krónunnar stæði
ekki af sér 13-15 prósent launahækkun ef
hin leiðin hefði verið farin. Þá hefði farið í
gang hefðbundin víxlverkun gengis, launa og
verðlags með þeim afleiðingum að verðbólgan
gæti farið allt að 14 prósent. Það þýddi að í lok
samningstímans væri kaupmáttur svipaður
og eða lægri en hann er nú „en verðbólgan í
hæstu hæðum með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum fyrir hag okkar félaga í formi hækk-
unar á vöxtum og aukinnar skuldsetningar
almennings...“
Það þarf ekki lengi að velta því fyrir sér hvor
leiðin er skynsamlegri og í þágu launafólks.
Í nýgerðum samningum var afli verkalýðs-
hreyfingarinnar beitt af skynsemi. Krafa til
fyrirtækjanna er jafn augljós. Verðhækkunum
verður að halda í skefjum.
Tvær leiðir – önnur fær, hin ófær
Afli beitt af skynsemi
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Vikan sem Var
Gerðu enn betri kaup á
þvottavélum og
þurrkurum frá Bosch
Bosch er rótgróið þýskt vörumerki og eru Bosch
heimilistækin þau mest seldu í Evrópu.
Opið virka daga frá kl. 11 - 18
og á laugardögum frá kl. 11 - 16.
Tilboð gilda til 18. janúar 2014.
Þvottavél
WAS 28465SN
Tekur mest 8 kg. Orkuflokkur A+++.
Hámarksvinduhraði: 1400 sn./mín.
Kolalaus mótor með 10 ára ábyrgð.
Mjög hljóðlát. 15 mín. hraðkerfi.
Húðverndarkerfi (ECARF gæðavottun).
Tilboð: 139.900 kr.
Fullt verð: 179.900 kr.
Þurrkari
WTE 84103SN
Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur C.
Gufuþétting, enginn barki.
40 mín. hraðkerfi. Krumpuvörn.
Tilboð: 99.900 kr.
Fullt verð: 129.900 kr.
Þvottavél
WAE 28271SN
Tekur mest 7 kg. Orkuflokkur A+++.
Hámarksvinduhraði: 1400 sn./mín.
Tilboð: 119.900 kr.
Fullt verð: 149.900 kr.
2,3
kg
– fyrst og fre
mst
ódýr og snjöl
l
599 kr.kassinn
Verð áður 795 kr. kassinn
Klementínur, 2,3 kg
25%afsláttursafaríKarKlementínur
Þetta er mitt líf
Uppbyggjandi og áhugvert
námskeið fyrir alla.
Á námskeiðinu er allað um forsendur lífshamingju, eingu
sjálfsmyndar og kenndar leiðir til að losna frá því að stjórnast af
öðrum. Fjallað er um undirstöðuatriði í hugrænni atferlismeðferð og
viðtalstækni og kennt hvernig veita megi stuðning án stjórnunar og
íhlutunar. Önnur viðfangsefni námskeiðisins eru m.a. andlegt ofbeldi
í daglegu lí, „ættarfylgjur“, fullkomnunarárátta, „ertt fólk“ og
andlegur þroski.
Námskeiðið er haldið í Síðumúla 33 og fer fram í litlum hópum sem
hittast einu sinni í viku í 4-8 vikur. Námskeiðinu fylgir
einstaklingsviðtal sem tekið er áður en námskeiðið hefst.
Hægt er að panta viðtal og skrá sig á
námskeiðið í síma: 694-7997 eða með
tölvupósti á netfangið: astakro@ismennt.is
Ráðgjafa-og sálfræðistofa Ástu Kristrúnar Ólafsdóttur
Síðumúla 33, annari hæð til hægri. www.astaolafsdottir.is
Einstaklingsviðtöl - Fyrirlestrar- Námskeið - Hópavinna
8 viðhorf Helgin 3.-5. janúar 2014