Fréttatíminn - 03.01.2014, Side 20
Þ etta er kannski eins og að fara úr litlum Yaris yfir á jeppa – eða kannski er
aðeins meiri munur, en þetta er
mjög gaman og maður brettir bara
upp ermar og gerir það sem maður
þarf að gera. Fólk þorir frekar að
gera nýja hluti þegar það er yngra
og þess vegna er þetta svolítið
óvanalegt. Maður var auðvitað
mjög varkár fyrst og fannst eins
og maður væri að keyra yfir alla,“
segir Sigrún Hlöðversdóttir, bóndi
og vörubílstjóri á bænum Bíldsfelli,
í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Sigrún býr með eiginmanni
sínum á Bíldsfelli en á fjögur börn
sem nú eru farin að heiman. Árið
2007 breyttu hjónin til en þau
höfðu verið með 500 kinda fjárbú
og breyttu fjárhúsinu í geymslu
undir húsbíla og hjólhýsi og reka
nú fyrirtækið Bíldsverk ehf. „Þá
fór ég með manninum mínum mikið í að keyra en
hafði tekið meira prófið árið 1987 til að fá að keyra
skólabíl. Þá varð maður að hafa meirapróf til þess að
keyra gegn gjaldi. Ég ætlaði ekki að verða vörubíl-
stjóri, það var ekki hugsunin þegar ég tók prófið,“
segir Sigrún.
„Það tók nú svolítið á að fara upp í þennan stóra bíl
og fara að keyra. Við erum að vinna í sumarbústöðum
hérna í kring og upp undir Geysi og Hafravatn. Við
erum með gröfu líka og starfið byggist mikið á því að
keyra með efni og svo kemur maðurinn minn efninu á
rétta staði, jafnar út og vinnur með það,“ segir Sigrún.
Hjónin eru í undirbúningsvinnu fyrir sumarbústaði
og vegi. „Í raun tók þetta við af búskapnum en við
erum enn með 30 rollur sem við höfum mikið til fyrir
börnin því að það er svo gaman að fá lömbin á vorin,“
segir Sigrún. „Sauðburðurinn er í maí og við kíkjum
á þær eftir hentugleikum. Þær eru úti í haga yfir sum-
arið og það er ekki mikið sem þær trufla okkur,“ segir
Sigrún.
Ekki hefur verið mikið hægt að keyra vörubíl í þess-
um landshluta í desember en það hefur verið fljúgandi
hálka. „Maður þarf að hafa hugann við aksturinn því
að maður stoppar ekki einn tveir og þrír. Þetta er eins
og annað sem maður byrjar á og það tekur bara tíma
að venjast. Það tók tíma að venjast því hversu mikið
pláss bílinn tók á veginum en í dag finnst mér þetta
ekkert mál,“ segir Sigrún.
Hjónin fjárfestu í nýjum vinnu-
bíl í sumar sem Sigrún segir að sé
bara draumur að keyra. „Við erum
keyra töluvert efni úr Þórustað-
anámunum við Selfoss og ég hef
aðeins verið að moka sjálf en ekki
mikið því ég er ekki komin með
alvöru próf á það. Við erum með
stóran traktor og 17 tonna vagn
sem ég keyri stundum á milli,“
segir hún.
Sigrún segir starfið mjög fjöl-
breytt og að henni líki mjög vel
útiveran. Segir hún konurnar ekki
margar sem sinni þessu starfi en
meira hafi verið um það að ungar
konur hafi verið að keyra í gamla
daga. Þess vegna taki fólk vel
eftir henni þegar hún mæti bílum
á vegunum. „Það er mjög gaman
þegar maður er að mæta fólksbíl-
um þá er fólk oft mjög hissa að sjá
mig undir stýri. Konur eru farnar
að gera svo margt sem þær gerðu ekki áður.“
Rólegasti tíminn er í desember og janúar hjá hjón-
unum því þá er ekki hægt að fara í framkvæmdir og
jarðvinnu út af snjó, frosti og hálku. Sigrún segir
töluverða uppbyggingu vera á svæðinu. Verið sé að
laga vegi aðkomu að bústöðum og að vinnan sé oft
mjög fjölbreytt.
„Það kemur manni í raun alltaf á óvart hvað verður
mikið að gera þegar sól fer að hækka á lofti. Við
tökum ekki mikið sumarfrí því þetta er aðal vertíðin
okkar og við tökum aðeins frí á vorin og svo á haust-
in,“ segir Sigrún.
„Ég sé sjálfa mig í þessu starfi alveg í einhver ár í
viðbót en við höfum aðeins minnkað við okkur. Starf-
ið er líka svo fjölbreytt en ég hef líka verið í girðingar-
vinnu, að setja niður tré, skipuleggja, þökuleggja,
raða grjóti og laga til í kringum bústaði og það er svo
skemmtilegt þegar maður sér svona mikinn mun eftir
á.“
„Svo hefur það komið fyrir líka á veturna að menn
hringja til að fá aðstoð við að ryðja snjó til þess að
komast að bústaðnum sínum. Maðurinn minn lenti
til dæmis í því núna í desember,“ segir Sigrún, „að
draga upp Breta sem var í bústað í Þingvöllum,“ segir
Sigrún.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is
Maður brettir bara upp ermar
og gerir það sem þarf að gera
Sigrún Hlöðversdóttir bóndi breytti til fyrir nokkrum árum og hóf að keyra vörubíl en hafði áður
verið með 500 kinda fjárbú ásamt eiginmanni sínum. Hún sér ekki eftir breytingunum og nýtur
sín í nýju hlutverki en nóg hefur verið að gera í uppbyggingu á Suðurlandi.
Sigrún segir að auknar framkvæmdir
við bústaði og vegi tengjast að hluta til
aukinni leigu til ferðamanna.
Sigrún Hlöðversdóttir byrjaði
að keyra vörubíl þegar hún var
komin á fimmtugsaldurinn.
Mynd/Ruth Örnólfsdóttir
Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t
KjúKlingamáltíð fyrir 4
Grillaður kjúklingur – heill
Franskar kartöflur – 500 g
Kjúklingasósa – heit, 150 g
Coke – 2 lítrar*
*Coca-Cola, Coke Light
eða Coke Zero
1990,-
Verð aðeins
+ 1 flaska af
2 L
20 viðtal Helgin 3.-5. janúar 2014