Fréttatíminn - 03.01.2014, Blaðsíða 24
24 matur & vín Helgin 3.-5. janúar 2014
vín vikunnar
Italia Pinot Grigio
Gerð: Hvítvín.
Þrúga: Pinot Grigio.
Uppruni: Ítalía,
2012.
Styrkleiki: 12,5%
Verð í Vínbúð-
unum: 1.799 kr.
(750 ml)
Umsögn: Þrátt fyrir
mjög stórfenglega
nafngift er þetta
vín kannski ekki
það besta sem
kemur frá Ítalíu. En
miðað við verð og
eiginleika vínsins
þá sómir þetta sér
vel í þessum flokki.
Fínasta hvítvín
svona eitt og sér.
Spier Chardonnay
Gerð: Hvítvín.
Þrúga: Char-
donnay.
Uppruni: Suður-
Afríka, 2012.
Styrkleiki: 14,5%
Verð í Vínbúð-
unum: 2.612 kr.
(750 ml)
Umsögn: Spier er
nýtt á íslenskum
markaði. Þetta er
ágætur nýja heims
Chardonnay með
ferskleika og biti
en samt löngu
og vanillukenndu
eftirbragði. Eins og
gott Chardonnay á
að vera.
Stag's Leap Karia
Chardonnay
Gerð: Hvítvín.
Þrúga: Char-
donnay.
Uppruni:
Bandaríkin.
Styrkleiki: 13,5%
Verð í Vínbúð-
unum: 5.965 kr.
(750 ml)
Umsögn: Stag's
Leap er eitt
frægasta vínhús
Napa svæðisins í
Kaliforníu. Rauð-
vínin frá þessum
framleiðanda eru
ekkert minna en
stórkostleg og á
þessum bænum er
heldur ekkert gefið
eftir í hvítvíninu.
Vínið er ferskt,
flókið og fagurt. Í
guðs lifandi bænum
ekki drekka það of
kalt. Þetta vín nýtur
sín best við 10-12
gráður.
Nú er það hvítt
Algengt er að fólk strengi heit um áramót og ákveði að halda í við sig þegar kemur að
veislumat samfara aukinni mætingu í líkamsrækt. Það er hins vegar vissara að spenna
bogann ekki of hátt og verðlauna sig hæfilega inni á milli lotanna. Það gerir Fiskikóngurinn
sem hér að neðan færir okkur dýrindis humaruppskrift. Það
verður svo nægur tími til að koma sér í kjólinn fyrir jólin.
Með humrinum og öðru fiskmeti er rétt að drekka góð
hvítvín. Rétt er að minna fólk á að hafa hvítvínið ekki
of kalt. Það á ekki síst við um Chardonnay-þrúguna sem
nýtur sín alls ekki nógu vel beint úr ísskápnum.
Chablis er eitt aðalhérað Frakklands og þar með vínheims-
ins. Það hérað er þekkt fyrir stórkostleg Chardonnay-vín sem
eru allt í senn flókin, bragðmikil og í góðu jafnvægi.
Laroche Chablis er gott dæmi um fínt vín á fínu verði frá Chablis-
héraðinu en það er vel hægt að fara í dýrari og flottari vín. Það er um að gera að prófa sig
áfram en þetta er ekki leiðinlegur staður til að byrja á.Laroche Chablis
Gerð: Hvítvín.
Þrúga: Chardonnay.
Uppruni: Frakkland, 2012.
Styrkleiki: 12,5%
Verð í Vínbúðunum: 2.898 kr. (750 ml)
Undir 2.000 kr. 2.000-4.000 kr. Yfir 4.000 kr.
Höskuldur Daði Magnússon
Teitur Jónasson
ritstjorn@frettatiminn.is
Fréttatíminn mælir með
Réttur vikunnar
Stóru veislurnar um jól
og áramót eru að baki en
Fiskikóngurinn Kristján
Berg er enn í hátíðarskapi.
Hann færir okkur hér
girnilega humaruppskrift
og mælir með góðu hvít-
víni með.
2 kg humar (stærð skiptir
ekki máli, en betra að hafa
milli humar eða stóran
humar)
Humarinn klipptur og
hreinsaður. Síðan grillaður
á grilli á 250 gráður, efst
í ofninum. 5 mínútur. At-
hugið, ekki krydda fiskinn
áður en hann er grillaður.
Krydd-
blanda.
- 100 g
smjör,
brætt í
potti.
- 1 dl
soja
sósa
- 1 stk, chiliduft, eða einn
ferskur smátt skorinn
lítill chili, rauður
- 6-8 hvítlauksrif, smátt
söxuð
- safi úr einni stórri
sítrónu
- 1/2 teskeið hvítur pipar
- 1,5 matskeið púðursykur
- 1 búnt smátt söxuð
steinselja
- svartur pipar úr kvörn,
eftir smekk
Öllu blandað saman á
pönnu og hitað aðeins
með smjörinu.
Þegar humarinn er
tilbúinn úr ofninum, þá er
kryddblöndunni blandað
saman við.
Humarinn er borinn fram
með hvítlauksbrauði og
fersku salati, ásamt góðu
hvítvíni.
Humar að hætti Kóngsins
Laurent Miquel l'Artisan Chardonnay
Gerð: Hvítvín.
Þrúga: Chardonnay.
Uppruni: Frakkland.
Styrkleiki: 13%
Verð í Vínbúðunum:
2.299 kr. (750 ml)
SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS!
MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711
ALAN PARTRIDGE:
ALPHA PAPA (14)
STALKER (16)
SUN: 20.00