Fréttatíminn


Fréttatíminn - 03.01.2014, Page 33

Fréttatíminn - 03.01.2014, Page 33
Helgin 3.-5. janúar 2014 heilsa 33 Augnheilbrigði Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Fæst í öllum helstu apótekum. Thealoz dropar Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gel Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun. É g hef tekið eftir því að ef fólk byrjar að nota óvönduð hjól þá getur það skemmt reynslu þess af hjólreiðum. Það er staðreynd og á við í flest öllu sporti,“ segir Hákon Hrafn Sigurðsson, doktor í lyfjafræði og margfaldur Íslandsmeistari í þríþraut. Hákon segir að nauðsynlegt sé að huga að nokkrum grundvallaratriðum ef fólk ætlar sér að byrja að stunda hjólreiðar daglega eða nota þær sem samgöngumáta. „Fyrsta ráðið er fjárfesta í alhliða hjóli, fjallahjóli eða „hybrid“ borgarhjóli, fólk á ekki að fá sér „racer“ hjól eða mjög sérhæft hjól og best er að miða við að kaupa ekki of dýrt hjól né of ódýrt. Það er kannski erfitt að finna meðalveginn í því en það er mín reynsla þegar ég er að hjálpa fólki í þessu er að fólk gefst mjög fljótt upp ef það er á ekki nógu góðu hjóli eða jafnvel lélegu hjóli,“ segir Hákon. Segir hann að ódýrari og óvandaðri hjól séu oft of þung sem og gírar og bremsur virki ekki nógu vel. „Það er kannski hægt að miða við að fólk fjárfesti í hjóli á verðbilinu 80-120 þúsund krónur ef það hefur hug á því að taka hjól- reiðarnar alvarlega. Ef það kaupir sér ódýrt hjól og fer af stað og gírarnir og bremsurnar virka ekki þá aukast líkurnar á því að það gefist upp. Sama máli gildir með hlaupaskó fyrir þá sem vilja gera útihlaup að lífsstíl, það þarf að vanda valið,“ segir Hákon. Mikið er um að fólk vilji byrja nýjan lífsstíl á nýju ári og mjög margir eiga til að fjárfesta í heilsu á þeim tíma. „Ef fólk ætlar að byrja að hjóla um áramót þá er mjög gott að fá sér nagladekk strax. Það er ekki sniðugt að taka áhættu ef fólk er að byrja. Það er líka almenn skynsemi að klæða sig eftir veðri,“ segir Hákon. Segir hann marga jafnvel hrædda við að fara í hjólabuxur með púðum en þær séu þó mun þægilegra en aðrar buxur. Aðalatriðið segir Hákon vera að klæðast fötum sem anda vel. „Það er annað sem ég hef tekið eftir sem er að fólk fer bara í einhver föt og það er allt í lagi ef fólk er að hjóla stuttar vegalengdir, eins og 1-2 kílómetra. Ef fólk er að hjóla lengri vegalengdir er erfitt að vera í venju- legum fötum. „Svo er það annað þegar fólk klæðir sig of vel og það svitnar mikið. Ef fólk er að fara hjóla lengra en 2-3 kílómetra þá mæli ég með að fólk fái sér hjólaföt,“ segir Hákon. „Ef fólk er ekki í réttu fötunum þá getur það orðið til þess að fólk hættir að hjóla. Það hefur dregið úr fólki að svitna of mikið. Þú þarft að finna út hvaða fatnaður hentar þér og ef fólk þraukar í 1-2 vikur og finnur sig þá er líklegra að það muni gera hjólreiðar að lífsstíl,“ segir Hákon. Hann segir að byrjendur verði að gera ráð fyrir því að fyrstu hjólreiðarferðirnar í vinnu til dæmis geti orðið skrautlegar eða þangað til fólk finnur hjá sér hver rétti fatnaðurinn er sem og rétta leiðin. „Í raun er það ekki slæmt að fólki sé kalt fyrstu 10 mínúturnar, sérstaklega ef áætlun- in er að hjóla einhverjar vegalengdir. Þegar maður er kominn aðeins af stað og manni er mjög heitt þegar maður byrjar þá segir það sig sjálft að eftir 10 mun það vera of heitt,“ segir Hákon. „Það er ákveðinn þröskuldur sem fólk þarf að komast yfir. Hjólreiðaferðin verður ekki æðisleg fyrsta daginn eða annan daginn og fólk þarf að fara rólega til að byrja með. Það er mjög óskemmtilegt að hjóla í roki og rigningu en hætturnar eru mestar þegar mikil hálka er. Það er leiðinlegt að heyra af fólki sem er að byrja að hjóla og dettur og brotnar,“ segir Hákon. Segir hann að fáanleg nagladekk séu mjög góð og vönum hjólreiðamönnum nægi að vera með nagladekk að framan. „Það er hægt að fá mjög gróf nagladekk og þá fer maður hægar en þá hentar flestum að fá miðlungs gróf dekk og það þarf líka að passa vel upp á að hafa réttan þrýsting í dekkjun- um. Ef þú ert að hjóla með lítið í dekkjum þá kemstu ekkert áfram,“ segir Hákon. Hákon segir að hjólreiðar á veturna hafi aukist ár frá ári. „Það má segja að Reykja- víkurborg sjái mjög vel um hjólreiðastígana og hún á hrós skilið en það er því miður ekki svo gott í hinum nágrannasveitarfélög- unum.’’ María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Margir ætla að breyta um lífsstíl um áramótin og hafa vinsældir hjólreiða aukist mikið á síðustu árum. Hákon Hrafn Sigurðsson, margfaldur Íslandsmeistari í þríþraut, gefur þeim góð ráð sem huga að því að nota hjólreiðar sem samgöngumáta á nýju ári. „Það tekur um 2 vikur að aðlagast nýjum hjólreiðalífsstíl“ Hákon Hrafn Sigurðsson ráðleggur fólki að kaupa góð hjól og velja réttan klæðnað. Mynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.